„Hólmavík á Vestfjörðum“ Steingrímur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 12:41 Breski rithöfundurinn J.K. Rowling lagði leið sína til Íslands og heimsótti meðal annars Galdrasafnið á Hólmavík. Að sjálfsögðu rataði heimsóknin í fréttirnar þar sem blaðamenn sögðu frá heimsókn rithöfundarins til Vestfjarða eða hreinlega til Hólmavíkur á Vestfjörðum. Sem betur fer eru flestir gamlir Vestfirðingar ekki lengur ofar moldu, og hið sama má segja um Strandamenn eða Hólmvíkinga. Það eru því fáir sem kippa sér upp við þessa útþennslu Vestfjarða. Málvernd hefur lengi verið mikilvæg meðal Íslendinga og má margt ágætt um það segja. Hins vegar er tungumál alltaf vandmeðfarið, einkum þar sem fjölmiðlun er umfangsmikil og útbreidd. Málvillur og rangfærslur sem ná fjölda manns gegnum fjölmiðla eiga auðvelt með að festast í málinu. Og er þá verr af stað farið en heima setið. Orðið Vestfirðir er eitt slíkt orð sem hin síðari ár hefur fengið mun meira umfang en réttmætt er. Án efa veldur orðið Vestfjarðakjördæmi miklu í þessari vitleysu. Kjördæmið sem varð til við kjördæmabreytinguna 1959 náði úr botni Gilsfjarðar vestur, norður, austur og suður um Vestfjarðakjálkann, allt inn í Hrútafjörð. Á þessum 60 árum hefur því í hugum margra Reykhólasveitin, Múlasveitin, Barðaströnd og Rauðasandur bæst við „Vestfirði“ – að ekki séu nefndar Hornstrandir, Austurstrandir allt í Trékyllisvík, Reykjafjörður syðri, Bjarnafjörður, Steingrímsfjörður og svæðið suður fyrir Borðeyri í Hrútafirði. Einhvern tíma myndi mörgum Strandamanninum hafa brugðið illa ef sagt hefði verið að Hermann Jónasson forsætisráðherra væri þingmaður Vestfirðinga. Hann var þingmaður Strandamanna. Til 1959 þegar kjördæmið var lagt niður og eftir það þingmaður Vestfjarðakjördæmis. Og hver vill verða fyrstur til þess að segja Hreini Halldórsssyni, Strandamanninum sterka, að hann sé Vestfirðingur? Í Lýsingu Íslands, hinu mikla verki Þorvaldar Thoroddsens, sem út kom í 4 bindum 1908-22, fer höfundurinn í 1. bindinu réttsælis um landið, lýsir staðháttum og segir frá gögnum landsins og gæðum. Hann segir að „norður úr Breiðafirði skerast margir firðir inn í Barðastrandasýslu, einkum á svæðinu milli Reykjaness og Brjánslæks og eru sérstaklega hópaðir saman í Múlasveit og Gufudalssveit.“ Þorvaldur nefnir ekki Vestfirði einu orði. Ekki fyrr en hann hefur nefnt Bjargtanga, „vestasta angann á Íslandi og Látraröst þar út af.“ Þá hefst nýr kafli: Vestfirðir. Þorvaldur nefnir fyrst víkurnar yst á nesinu, Látravík, Breiðavík og Kollsvík, áður en hann víkur að hinum eiginlegu Vestfjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði osfr. Þegar hann hefur fjallað um alla Vestfirðina og endað yfirferð sína í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum segir hann að „á hinum ysta kjálka Vestfjarða, frá Rit til Geirólfsgnúps skerast nærri eintómar víkur inn í ströndina ...“ „Allan þennan jaðar kalla menn Hornstrandir, en menn eru eigi á eitt sáttir yfir hve langt svæði það nafn á að taka, en oss þykir eðlilegt að nafnið nái yfir strandlengjuna frá Rit austur fyrir Horn og suður að Reykjaneshyrnu.“ Vestfjarðakaflann endar Þorvaldur með orðunum: „Við Trékyllisvík byrjar Húnaflói, sem skerst langt inn í landið (bls. 90-99). Margvísleg notkun Vestfjarða-nafnsins hefur valdið mörgum ruglingi. Þó ekki alltaf. Eftir stofnun Alþingis á 10. öld var landinu skipt í fjórðunga. Vestfirðingafjórðungur – sem stundum nefndist Breiðfirðingafjórðungur – náði úr Hrútafjarðarbotni suður að Hvítá, og frá 13. öld að Botnsá í Hvalfirði. Aldrei olli þetta neinum ruglingi; Snorri Sturluson, fæddur Dalamaður og búandi í Borgarfirði á fullorðinsárunum, var aldrei kallaður Vestfirðingur. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 héldu flestir íbúar kjördæmisins áttum eins og alla tíð fyrrum. Þannig voru Reykhólamenn, Múlasveitarmenn og Barðstrendingar aldrei Vestfirðingar. Í besta falli voru þeir Breiðfirðingar. Enda ekkert til sem heitir „sunnanverðir Vestfirðir“. Það heitir „við norðanverðan Breiðafjörð.“ Á Vestfjörðum eru bara tvær áttir: Vestur og norður. Vestur-Ísafjarðarsýsla og Norður-Ísafjarðarsýsla. Menn fóru sjóleiðis frá Reykjavík vestur á Patreksfjörð, Þingeyri og Ísaförð. Sneru þá við og fóru til baka vestur á Þingeyri og áfram vestur á Patreksfjörð. Þaðan lá leiðin suður til Reykjavíkur. Hvað er þá til bragðs ef menn mega ekki kalla firðina austan á Vestfjarðakjálkanum Vestfirði? Firðirnir opnast allir í austur, og eru þess vegna réttnefndir austfirðir. Kannski Austfirðir vestra? Eins og Austfirðingar kalla sinn eiginn Borgarfjörð eystra. Hólmavík er alla vega ekki á Vestfjörðum! Höfundur er fyrrverandi bókavörður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandabyggð Bókmenntir Íslandsvinir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Breski rithöfundurinn J.K. Rowling lagði leið sína til Íslands og heimsótti meðal annars Galdrasafnið á Hólmavík. Að sjálfsögðu rataði heimsóknin í fréttirnar þar sem blaðamenn sögðu frá heimsókn rithöfundarins til Vestfjarða eða hreinlega til Hólmavíkur á Vestfjörðum. Sem betur fer eru flestir gamlir Vestfirðingar ekki lengur ofar moldu, og hið sama má segja um Strandamenn eða Hólmvíkinga. Það eru því fáir sem kippa sér upp við þessa útþennslu Vestfjarða. Málvernd hefur lengi verið mikilvæg meðal Íslendinga og má margt ágætt um það segja. Hins vegar er tungumál alltaf vandmeðfarið, einkum þar sem fjölmiðlun er umfangsmikil og útbreidd. Málvillur og rangfærslur sem ná fjölda manns gegnum fjölmiðla eiga auðvelt með að festast í málinu. Og er þá verr af stað farið en heima setið. Orðið Vestfirðir er eitt slíkt orð sem hin síðari ár hefur fengið mun meira umfang en réttmætt er. Án efa veldur orðið Vestfjarðakjördæmi miklu í þessari vitleysu. Kjördæmið sem varð til við kjördæmabreytinguna 1959 náði úr botni Gilsfjarðar vestur, norður, austur og suður um Vestfjarðakjálkann, allt inn í Hrútafjörð. Á þessum 60 árum hefur því í hugum margra Reykhólasveitin, Múlasveitin, Barðaströnd og Rauðasandur bæst við „Vestfirði“ – að ekki séu nefndar Hornstrandir, Austurstrandir allt í Trékyllisvík, Reykjafjörður syðri, Bjarnafjörður, Steingrímsfjörður og svæðið suður fyrir Borðeyri í Hrútafirði. Einhvern tíma myndi mörgum Strandamanninum hafa brugðið illa ef sagt hefði verið að Hermann Jónasson forsætisráðherra væri þingmaður Vestfirðinga. Hann var þingmaður Strandamanna. Til 1959 þegar kjördæmið var lagt niður og eftir það þingmaður Vestfjarðakjördæmis. Og hver vill verða fyrstur til þess að segja Hreini Halldórsssyni, Strandamanninum sterka, að hann sé Vestfirðingur? Í Lýsingu Íslands, hinu mikla verki Þorvaldar Thoroddsens, sem út kom í 4 bindum 1908-22, fer höfundurinn í 1. bindinu réttsælis um landið, lýsir staðháttum og segir frá gögnum landsins og gæðum. Hann segir að „norður úr Breiðafirði skerast margir firðir inn í Barðastrandasýslu, einkum á svæðinu milli Reykjaness og Brjánslæks og eru sérstaklega hópaðir saman í Múlasveit og Gufudalssveit.“ Þorvaldur nefnir ekki Vestfirði einu orði. Ekki fyrr en hann hefur nefnt Bjargtanga, „vestasta angann á Íslandi og Látraröst þar út af.“ Þá hefst nýr kafli: Vestfirðir. Þorvaldur nefnir fyrst víkurnar yst á nesinu, Látravík, Breiðavík og Kollsvík, áður en hann víkur að hinum eiginlegu Vestfjörðum, Patreksfirði, Tálknafirði osfr. Þegar hann hefur fjallað um alla Vestfirðina og endað yfirferð sína í Ísafjarðardjúpi og Jökulfjörðum segir hann að „á hinum ysta kjálka Vestfjarða, frá Rit til Geirólfsgnúps skerast nærri eintómar víkur inn í ströndina ...“ „Allan þennan jaðar kalla menn Hornstrandir, en menn eru eigi á eitt sáttir yfir hve langt svæði það nafn á að taka, en oss þykir eðlilegt að nafnið nái yfir strandlengjuna frá Rit austur fyrir Horn og suður að Reykjaneshyrnu.“ Vestfjarðakaflann endar Þorvaldur með orðunum: „Við Trékyllisvík byrjar Húnaflói, sem skerst langt inn í landið (bls. 90-99). Margvísleg notkun Vestfjarða-nafnsins hefur valdið mörgum ruglingi. Þó ekki alltaf. Eftir stofnun Alþingis á 10. öld var landinu skipt í fjórðunga. Vestfirðingafjórðungur – sem stundum nefndist Breiðfirðingafjórðungur – náði úr Hrútafjarðarbotni suður að Hvítá, og frá 13. öld að Botnsá í Hvalfirði. Aldrei olli þetta neinum ruglingi; Snorri Sturluson, fæddur Dalamaður og búandi í Borgarfirði á fullorðinsárunum, var aldrei kallaður Vestfirðingur. Eftir kjördæmabreytinguna 1959 héldu flestir íbúar kjördæmisins áttum eins og alla tíð fyrrum. Þannig voru Reykhólamenn, Múlasveitarmenn og Barðstrendingar aldrei Vestfirðingar. Í besta falli voru þeir Breiðfirðingar. Enda ekkert til sem heitir „sunnanverðir Vestfirðir“. Það heitir „við norðanverðan Breiðafjörð.“ Á Vestfjörðum eru bara tvær áttir: Vestur og norður. Vestur-Ísafjarðarsýsla og Norður-Ísafjarðarsýsla. Menn fóru sjóleiðis frá Reykjavík vestur á Patreksfjörð, Þingeyri og Ísaförð. Sneru þá við og fóru til baka vestur á Þingeyri og áfram vestur á Patreksfjörð. Þaðan lá leiðin suður til Reykjavíkur. Hvað er þá til bragðs ef menn mega ekki kalla firðina austan á Vestfjarðakjálkanum Vestfirði? Firðirnir opnast allir í austur, og eru þess vegna réttnefndir austfirðir. Kannski Austfirðir vestra? Eins og Austfirðingar kalla sinn eiginn Borgarfjörð eystra. Hólmavík er alla vega ekki á Vestfjörðum! Höfundur er fyrrverandi bókavörður
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar