Opna naslverksmiðju á Fáskrúðsfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2020 07:30 Dr. Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Responsible Foods. Cat Gundry-Beck Verksmiðja undir merkjum nýsköpunarfyrirtækisins Responsible Foods ehf. sem framleiða mun nasl úr sjávarafurðum verður opnuð á Fáskrúðsfirði á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að um tíu störf skapist í bænum við framleiðsluna. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, móðurfélag Loðnuvinnslunnar hf., fjárfesti í Responsible Foods og verða hráefni Loðnuvinnslunnar notuð í framleiðslu á naslinu. Í tilkynningu frá Responsible Foods segir að með fjárfestingu kaupfélagsins og uppsetningu verksmiðjunnar á Fáskrúðsfirði tvöfaldist afkastageta félagsins. „Við framleiðsluna á Fáskrúðsfirði munu skapast allt að 10 fjölbreytt störf á næstu árum, samfélaginu þar til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. Bandaríkjamaðurinn Dr. Holly T. Kristinsson stofnaði Responsible Foods í fyrra. Fyrirtækið rekur þegar verksmiðju í húsi Sjávarklasans úti á Granda í Reykjavík, þar sem framleitt er nasl úr íslenskum hráefnum undir vörumerkinu Næra TM. Í verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði verður eingöngu framleitt fiskinasl, sem fyrirtækið segir alveg laust við fiskilykt. Responsible Foods stefnir á að setja fyrstu vörur sínar á markað á Íslandi í lok sumars á þessu ári. Meginþorri framleiðslunnar mun fara á erlendan markað, einkum Bandaríkjamarkað. Fáskrúðsfjörður á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm Endurnærð eftir að hún flutti til Íslands Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Responsible Foods, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða afar spennandi tækifæri fyrir fyrirtækið. „Við erum að vinna að því setja upp vinnsluna á Fáskrúðsfirði í haust. Í framhaldi af því myndi framleiðslan hefjast og vörur settar á markað.“ Holly ólst upp í Alaska en hefur búið víðar í Bandaríkjunum. Hún kveðst hafa orðið endurnærð við flutninginn til Íslands. „Ég hafði aðgang að ferskum og náttúrulegum hráefnum í æsku og þegar ég kom til Íslands komst ég aftur í kynni við þessar rætur mínar. Ég hugsaði með mér að það væri frábært að koma Íslandi á kortið með þessum hætti sem við erum að gera,“ segir Holly. Naslframleiðsla nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur færst nokkuð í aukana síðustu ár. Ostasnakkið Lava Cheese ruddi sér til rúms árið 2016 og þá hefur verið ráðist í framleiðslu á snakki úr íslenskum kartöflum, til að mynda undir merkjum „Ljótu kartaflanna.“ Þá má einnig finna „Bopp“, snakk úr íslensku bankabyggi, og kjötsnakk undir merkjum Feed the Viking í verslunum landsins. Nýsköpun Fjarðabyggð Matur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Verksmiðja undir merkjum nýsköpunarfyrirtækisins Responsible Foods ehf. sem framleiða mun nasl úr sjávarafurðum verður opnuð á Fáskrúðsfirði á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að um tíu störf skapist í bænum við framleiðsluna. Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, móðurfélag Loðnuvinnslunnar hf., fjárfesti í Responsible Foods og verða hráefni Loðnuvinnslunnar notuð í framleiðslu á naslinu. Í tilkynningu frá Responsible Foods segir að með fjárfestingu kaupfélagsins og uppsetningu verksmiðjunnar á Fáskrúðsfirði tvöfaldist afkastageta félagsins. „Við framleiðsluna á Fáskrúðsfirði munu skapast allt að 10 fjölbreytt störf á næstu árum, samfélaginu þar til hagsbóta,“ segir í tilkynningu. Bandaríkjamaðurinn Dr. Holly T. Kristinsson stofnaði Responsible Foods í fyrra. Fyrirtækið rekur þegar verksmiðju í húsi Sjávarklasans úti á Granda í Reykjavík, þar sem framleitt er nasl úr íslenskum hráefnum undir vörumerkinu Næra TM. Í verksmiðjunni á Fáskrúðsfirði verður eingöngu framleitt fiskinasl, sem fyrirtækið segir alveg laust við fiskilykt. Responsible Foods stefnir á að setja fyrstu vörur sínar á markað á Íslandi í lok sumars á þessu ári. Meginþorri framleiðslunnar mun fara á erlendan markað, einkum Bandaríkjamarkað. Fáskrúðsfjörður á fallegum sumardegi.Vísir/Vilhelm Endurnærð eftir að hún flutti til Íslands Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Responsible Foods, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða afar spennandi tækifæri fyrir fyrirtækið. „Við erum að vinna að því setja upp vinnsluna á Fáskrúðsfirði í haust. Í framhaldi af því myndi framleiðslan hefjast og vörur settar á markað.“ Holly ólst upp í Alaska en hefur búið víðar í Bandaríkjunum. Hún kveðst hafa orðið endurnærð við flutninginn til Íslands. „Ég hafði aðgang að ferskum og náttúrulegum hráefnum í æsku og þegar ég kom til Íslands komst ég aftur í kynni við þessar rætur mínar. Ég hugsaði með mér að það væri frábært að koma Íslandi á kortið með þessum hætti sem við erum að gera,“ segir Holly. Naslframleiðsla nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi hefur færst nokkuð í aukana síðustu ár. Ostasnakkið Lava Cheese ruddi sér til rúms árið 2016 og þá hefur verið ráðist í framleiðslu á snakki úr íslenskum kartöflum, til að mynda undir merkjum „Ljótu kartaflanna.“ Þá má einnig finna „Bopp“, snakk úr íslensku bankabyggi, og kjötsnakk undir merkjum Feed the Viking í verslunum landsins.
Nýsköpun Fjarðabyggð Matur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Olíuverðið á leið niður í 30 dollara á tunnuna Viðskipti erlent Visa Europe tapaði tugum milljóna kr. á Kaupþingi Viðskipti erlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira