Hnúfubakar eltu Hríseyjarferjuna allan daginn Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2020 13:00 Þessi hnúfubakur tengist fréttinni ekki beint. Myndband af hnúfubökunum sem eltu ferjuna má nálgast neðar í fréttinni. Vísir/vilhelm Hnúfubakar fylgdu Hríseyjarferjunni út í eyjuna á dögunum og léku listir sínar fyrir farþega. Ferðamannastraumur til Hríseyjar hefur aukist jafnt og þétt í sumar og telur skipstjóri Hríseyjarferjunnar að vel heppnuð markaðsherferð, auk fjölmiðlaumfjöllunar um stórbrunann sem varð í eyjunni í maí, eigi þar hlut að máli. Átta þúsund manns lögðu leið sína til Hríseyjar í júní og gert er ráð fyrir að fleiri láti sjá sig í júlí, sem yfirleitt er fjölmennasti mánuður ársins í Hrísey með tilliti til ferðamanna. Ásóknin hefur verið svo mikil að á fara þurfti allt að þrjár aukaferðir á dag þegar mest var til að ferja alla til og frá eyjunni. segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari.Valgeir magnússon „Við áttum nú von á að þetta yrði gott sumar hjá okkur. Erlendir ferðamenn hafa ekki verið það mikið að koma til Hríseyjar, mest Íslendingar. Svo að þegar Íslendingum á ferðinni fjölgar þá fjölgar hjá okkur,“ segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari. „Við fengum líka mikla athygli þegar frystihúsið brann og vorum sífellt í fréttum ásamt því að Akureyrarbær og Ferðamálafélag Hríseyjar fór í samstarf með okkur á ferjunni um að hafa frítt í ferjuna í tvær vikur í júní. Þetta hefur allt sitt að segja,“ bætir Þröstur við. Mannmergð um borð í Sævari.Valgeir Magnússon Ferjan leggur af stað frá Árskógsströnd á tveggja tíma fresti yfir sumarmánuðina. Þröstur segir eyjunni margt til framdráttar, þar á meðal gott leiksvæði fyrir ofan höfnina, fuglalíf, veitingastaði og sundlaug. „Svo veit maður aldrei hvaða ævintýri fólk fær í bónus. Um daginn þá fylgdu hnúfubakar ferjunni allan daginn og heldu sýningu fyrir farþegana,“ segir Þröstur. Jóhann Pétur Jóhannson, vélstjóri á Sævari og bróðir Þrastar, náði myndbandi af hnúfubökunum leika listir sínar. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hrísey Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hnúfubakar fylgdu Hríseyjarferjunni út í eyjuna á dögunum og léku listir sínar fyrir farþega. Ferðamannastraumur til Hríseyjar hefur aukist jafnt og þétt í sumar og telur skipstjóri Hríseyjarferjunnar að vel heppnuð markaðsherferð, auk fjölmiðlaumfjöllunar um stórbrunann sem varð í eyjunni í maí, eigi þar hlut að máli. Átta þúsund manns lögðu leið sína til Hríseyjar í júní og gert er ráð fyrir að fleiri láti sjá sig í júlí, sem yfirleitt er fjölmennasti mánuður ársins í Hrísey með tilliti til ferðamanna. Ásóknin hefur verið svo mikil að á fara þurfti allt að þrjár aukaferðir á dag þegar mest var til að ferja alla til og frá eyjunni. segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari.Valgeir magnússon „Við áttum nú von á að þetta yrði gott sumar hjá okkur. Erlendir ferðamenn hafa ekki verið það mikið að koma til Hríseyjar, mest Íslendingar. Svo að þegar Íslendingum á ferðinni fjölgar þá fjölgar hjá okkur,“ segir Þröstur Jóhannsson skipstjóri á Hríseyjarferjunni Sævari. „Við fengum líka mikla athygli þegar frystihúsið brann og vorum sífellt í fréttum ásamt því að Akureyrarbær og Ferðamálafélag Hríseyjar fór í samstarf með okkur á ferjunni um að hafa frítt í ferjuna í tvær vikur í júní. Þetta hefur allt sitt að segja,“ bætir Þröstur við. Mannmergð um borð í Sævari.Valgeir Magnússon Ferjan leggur af stað frá Árskógsströnd á tveggja tíma fresti yfir sumarmánuðina. Þröstur segir eyjunni margt til framdráttar, þar á meðal gott leiksvæði fyrir ofan höfnina, fuglalíf, veitingastaði og sundlaug. „Svo veit maður aldrei hvaða ævintýri fólk fær í bónus. Um daginn þá fylgdu hnúfubakar ferjunni allan daginn og heldu sýningu fyrir farþegana,“ segir Þröstur. Jóhann Pétur Jóhannson, vélstjóri á Sævari og bróðir Þrastar, náði myndbandi af hnúfubökunum leika listir sínar. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Hrísey Dýr Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira