Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 15:48 Mál Maxwell var borið undir Trump á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í Hvíta húsinu í gær. Lýsti hann samúð með henni. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum með því að koma Epstein í kynni við ungar stúlkur en miklar vangaveltur hafa verið uppi um tengsl valdamikilla karlmanna við Epstein og Maxwell. Á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í gær sagði Trump hafa hitt Maxwell oft í gegnum árin, sérstaklega þegar þau voru öll búsett í Palm Beach á Flórída. Hann var spurður að því hvort að hann teldi að Maxwell ætti eftir að segja til vandamikilla manna. „Ég veit það ekki. Ég hef í rauninni ekki fylgst það mikið með þessu. Ég óska henni bara góðs, hreinlega,“ sagði Trump um Maxwell. Ummælin hafa vakið nokkra furðu í ljósi þeirra glæpa sem Maxwell er sökuð um að hafa tekið þátt í. Í ákæru er hún sökuð um að hafa undirbúið jarðveginn til að Epstein gæti misnotað allt að fjórtán ára gamlar stúlkur kynferðislega fyrir um tveimur áratugum. Maxwell hafi stundum verið á staðnum þegar misnotkunin átti sér stað. Þau Epstein áttu í ástarsambandi um tíma. Maxwell neitar sök en á yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld, að sögn Politico. Epstein var sjálfur ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot en svipti sig lífi í fangaklefa á Manhattan í New York í fyrra. Hann átti ýmsa valdamikla vini og kunningja, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Andrés prins af Bretlandi og lögfræðinginn Alan Dershowitz. Andrés prins hefur þráast við að aðstoða bandaríska saksóknara við rannsókn á brotum Epstein. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Trump, sagði af sér eftir að Epstein var handtekinn í fyrra. Acosta var saksóknari á Flórída sem gerði umdeilda sátt við Epstein þegar hann var sakaður um sambærileg brot árið 2008. Þótti Epstein sleppa létt frá brotum sem vörðuðu að falast eftir vændi frá barni. Felldi Acosta niður alríkisákærur en í staðinn játaði Epstein sök í máli Flórídaríkis gegn honum. Afplánaði Epstein aðeins þrettán mánuði og gekk laus til að geta sinnt vinnu stærstan hluta þess tíma. Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum með því að koma Epstein í kynni við ungar stúlkur en miklar vangaveltur hafa verið uppi um tengsl valdamikilla karlmanna við Epstein og Maxwell. Á blaðamannafundi um kórónuveirufaraldurinn í gær sagði Trump hafa hitt Maxwell oft í gegnum árin, sérstaklega þegar þau voru öll búsett í Palm Beach á Flórída. Hann var spurður að því hvort að hann teldi að Maxwell ætti eftir að segja til vandamikilla manna. „Ég veit það ekki. Ég hef í rauninni ekki fylgst það mikið með þessu. Ég óska henni bara góðs, hreinlega,“ sagði Trump um Maxwell. Ummælin hafa vakið nokkra furðu í ljósi þeirra glæpa sem Maxwell er sökuð um að hafa tekið þátt í. Í ákæru er hún sökuð um að hafa undirbúið jarðveginn til að Epstein gæti misnotað allt að fjórtán ára gamlar stúlkur kynferðislega fyrir um tveimur áratugum. Maxwell hafi stundum verið á staðnum þegar misnotkunin átti sér stað. Þau Epstein áttu í ástarsambandi um tíma. Maxwell neitar sök en á yfir höfði sér allt að 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld, að sögn Politico. Epstein var sjálfur ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot en svipti sig lífi í fangaklefa á Manhattan í New York í fyrra. Hann átti ýmsa valdamikla vini og kunningja, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Andrés prins af Bretlandi og lögfræðinginn Alan Dershowitz. Andrés prins hefur þráast við að aðstoða bandaríska saksóknara við rannsókn á brotum Epstein. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Trump, sagði af sér eftir að Epstein var handtekinn í fyrra. Acosta var saksóknari á Flórída sem gerði umdeilda sátt við Epstein þegar hann var sakaður um sambærileg brot árið 2008. Þótti Epstein sleppa létt frá brotum sem vörðuðu að falast eftir vændi frá barni. Felldi Acosta niður alríkisákærur en í staðinn játaði Epstein sök í máli Flórídaríkis gegn honum. Afplánaði Epstein aðeins þrettán mánuði og gekk laus til að geta sinnt vinnu stærstan hluta þess tíma.
Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Ghislaine Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, munu hefjast í New York 12. júlí 2021. Þetta varð ljóst í réttarsal í New York í dag þar sem Maxwell lýsti yfir sakleysi sínu. 14. júlí 2020 19:31