Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 22. júlí 2020 13:01 Ragnar Þór Ingólsson, formaður VR. Vísir/Egill Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. Samtök atvinnulífsins vilja að fjármálaeftirlitið taki málið föstum tökum, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. „Fyrir því eru margar ástæður. Bæði það að gefa stjórnamrönnum okkar innan lífeyrissjóðsins andrými í að taka sínar ákvarðanir sjálfstæðar og upplýstar að sjálfsögðu. Og sömuleiðis líka hefur gætt óánægju meðal félagsmanna sem starfa hjá Icelandair um þetta inngrip okkar. Og við þurfum að sjálfsögðu líka að taka tillit til þess. Og fleiri ástæður sem ég kannski ætla ekki að telja upp hér.“ Var ekki beinlínis ólöglegt af ykkar hálfu að reyna með þessum hætti að hafa áhrif á það hvernig stjórnamenn í lífeyrissjóðnum tækju ákvörðun um þetta mál? „Alls ekki. Við höfum táningarfrelsi og það er tjáningarfrelsi í landinu.“ Varstu beittur þrýstingi til þess að stíga það skref? „Nei alls ekki. Við vorum byrjuð að ræða þetta mál áður en Samtök atvinnulífsins stigu fram með þeim hætti gagnvart Seðlabankanum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/vilhelm Vísar Ragnar þar til þess að Samtök atvinnulífsins sendu Seðlabankanum bréf í gær þar sem þess er krafist að fjármálaeftirlit Seðlabanka grípi til tafarlausra aðgerða vegna afskipta stjórnar VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna. „Það er auðvitað ánægjulegt að formaður VR hafi bakkað í þessu máli en það breytir því ekki að þetta virðist orðinn árlegur viðburður, að formaður eða stjórn VR reyni að hafa áhrif á ákvarðanatöku í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Og sökum þessa tel ég fullt tilefni til þess að fjármálaeftirlit í Seðlabankanum taki þetta mál engu að síður föstum tökum og til athugunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í hans huga sé trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir og hann vænti þess að eftirlitið taki málið fyrir. Lífeyrissjóðir Icelandair Tengdar fréttir Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Formaður VR segist ekki hafa verið beittur þrýstingi um að draga til baka tilmæli til fulltrúa VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna um að sniðganga fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair. Samtök atvinnulífsins vilja að fjármálaeftirlitið taki málið föstum tökum, jafnvel þótt tilmælin verði dregin til baka. Á föstudaginn beindi stjórn VR þeim tilmælum til stjórnarmanna sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing vakti hörð viðbrögð en í gær sendi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR bréf til félagsmanna þar sem hann segir að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu útboðs verði dregin til baka. „Fyrir því eru margar ástæður. Bæði það að gefa stjórnamrönnum okkar innan lífeyrissjóðsins andrými í að taka sínar ákvarðanir sjálfstæðar og upplýstar að sjálfsögðu. Og sömuleiðis líka hefur gætt óánægju meðal félagsmanna sem starfa hjá Icelandair um þetta inngrip okkar. Og við þurfum að sjálfsögðu líka að taka tillit til þess. Og fleiri ástæður sem ég kannski ætla ekki að telja upp hér.“ Var ekki beinlínis ólöglegt af ykkar hálfu að reyna með þessum hætti að hafa áhrif á það hvernig stjórnamenn í lífeyrissjóðnum tækju ákvörðun um þetta mál? „Alls ekki. Við höfum táningarfrelsi og það er tjáningarfrelsi í landinu.“ Varstu beittur þrýstingi til þess að stíga það skref? „Nei alls ekki. Við vorum byrjuð að ræða þetta mál áður en Samtök atvinnulífsins stigu fram með þeim hætti gagnvart Seðlabankanum.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.Vísir/vilhelm Vísar Ragnar þar til þess að Samtök atvinnulífsins sendu Seðlabankanum bréf í gær þar sem þess er krafist að fjármálaeftirlit Seðlabanka grípi til tafarlausra aðgerða vegna afskipta stjórnar VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna. „Það er auðvitað ánægjulegt að formaður VR hafi bakkað í þessu máli en það breytir því ekki að þetta virðist orðinn árlegur viðburður, að formaður eða stjórn VR reyni að hafa áhrif á ákvarðanatöku í Lífeyrissjóði verzlunarmanna. Og sökum þessa tel ég fullt tilefni til þess að fjármálaeftirlit í Seðlabankanum taki þetta mál engu að síður föstum tökum og til athugunar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Í hans huga sé trúverðugleiki fjármálaeftirlitsins undir og hann vænti þess að eftirlitið taki málið fyrir.
Lífeyrissjóðir Icelandair Tengdar fréttir Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46 Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21 SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Sjá meira
Leggur til að yfirlýsing um sniðgöngu útboðsins verði dregin til baka Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun leggja það til við stjórn félagsins að fyrri yfirlýsing um sniðgöngu á hlutafjárútboði Icelandair verði dregin til baka. 21. júlí 2020 18:46
Segir Ragnar Þór gefa sjóðsfélögum langt nef Halldór Benjamín Þorbergsson er afar ósáttur við framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar. 21. júlí 2020 15:21
SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Samtök atvinnulífsins telja afskipti VR af lífeyrissjóðnum óeðlileg. 21. júlí 2020 14:15