Hugmyndin kviknaði vegna Covid-gremju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. júlí 2020 19:02 Raddir um þrjátíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum hafa hljómað í íslenskri náttúru undanfarna daga. Sumir öskra, aðrir syngja eða bera upp bónorð. Herferðin „Losaðu þig við það“ eða „Let It Out“ á vegum Íslandsstofu og Inspired by Iceland var hleypt af stokkunum fyrir fimm dögum. Þar er fólki um allan heim boðið að losa um uppsafnað streitu vegna Covid-19 faraldursins og láta öskur sitt hjóma á sjö stöðum í náttúru landsins landinu. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá stofnuninni segir þetta gert til að vekja athygli á landinu. „Þetta er alveg draumabyrjun, hún hefur verið að vekja mjög mikla athygli, við höfum fengið 350 umfjallanir í heimsmiðlum út um alla heim. Við höfum verið í beinni útsendingu hjá Sky News, BBC og Weather Channel í Bandaríkjunum og vorum í morgun á ísraelskri sjónvarpsstöð. Virði þessarar umfjöllunar er nú þegar metið á um einn komma sjö milljarða íslenskra króna. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá ÍslandsstofuVísir Fólk getur þannig farið á síðuna Looks Like You Need Iceland og tekið upp rödd sína sem hljómar svo í náttúrunni. Við hátalara er myndavél og hægt er að sjá hvernig herferðin laðar að sér forvitnar kindur eða tekur upp grjóthrun sem varð um helgina við Festarfjall á Reykjanesi. Nú þegar hafa um þrjátíu þúsund manns látið raddir sínar óma í náttúru landsins. Forvitin kind við hátalarann í ViðeyVísir Breski listamaðurinn Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf um herferðin sé byggð á sýningu hans Scream the House Down sem hóft 9. júní og lauk 16. júlí. Þar sem fólk gat öskrað í gegnum Zoom forritið og við það kveiknuðu ljós í húsi. Magnús Magnússon Framkvæmdastjóri Peel, íslenskrar auglýsingastofu sem vann að herferðinni ásamt breskri auglýsingastofu segir þetta alrangt. „Ég hafði aldrei heyrt af þessum manni. Sýningin hans fór í loftið löngu eftir að við vorum tilbúin með herferðina. Við á auglýsingastofunni Peel og starfsfólk bresku auglýsingastofunnar vorum á fundi um miðjan apríl og þar kom hugmyndin upp. Við hér á Íslandi vorum mun frjálsari en þau sem vour föst heima vegna kórónuveirufaraldursins og þá kviknaði hugmyndin. Þau vantaði að losna við covid-gremju og út frá mörgum fundum á þessum tíma varð þessi hugmynd að veruleika. mig minnir að það hafi verið stelpa sem heitir Kamilla sem fékk fyrst hugmyndina hjá okkur,“ segir Magnús. Magnús Magnússon framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Peel sem vann að herferðinni ásamt breskri stofu.Vísir Magnús hefur áður unnið að herferðum fyrir Inspired by Iceland og segir viðbrögðin núna ótrúleg. „Þessi herferð er að slá öll met og er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður, “ segir Magnús. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Raddir um þrjátíu þúsund manns alls staðar að úr heiminum hafa hljómað í íslenskri náttúru undanfarna daga. Sumir öskra, aðrir syngja eða bera upp bónorð. Herferðin „Losaðu þig við það“ eða „Let It Out“ á vegum Íslandsstofu og Inspired by Iceland var hleypt af stokkunum fyrir fimm dögum. Þar er fólki um allan heim boðið að losa um uppsafnað streitu vegna Covid-19 faraldursins og láta öskur sitt hjóma á sjö stöðum í náttúru landsins landinu. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá stofnuninni segir þetta gert til að vekja athygli á landinu. „Þetta er alveg draumabyrjun, hún hefur verið að vekja mjög mikla athygli, við höfum fengið 350 umfjallanir í heimsmiðlum út um alla heim. Við höfum verið í beinni útsendingu hjá Sky News, BBC og Weather Channel í Bandaríkjunum og vorum í morgun á ísraelskri sjónvarpsstöð. Virði þessarar umfjöllunar er nú þegar metið á um einn komma sjö milljarða íslenskra króna. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fagstjóri ferðaþjónustu hjá ÍslandsstofuVísir Fólk getur þannig farið á síðuna Looks Like You Need Iceland og tekið upp rödd sína sem hljómar svo í náttúrunni. Við hátalara er myndavél og hægt er að sjá hvernig herferðin laðar að sér forvitnar kindur eða tekur upp grjóthrun sem varð um helgina við Festarfjall á Reykjanesi. Nú þegar hafa um þrjátíu þúsund manns látið raddir sínar óma í náttúru landsins. Forvitin kind við hátalarann í ViðeyVísir Breski listamaðurinn Marcus Lyall hefur sent Íslandsstofu bréf um herferðin sé byggð á sýningu hans Scream the House Down sem hóft 9. júní og lauk 16. júlí. Þar sem fólk gat öskrað í gegnum Zoom forritið og við það kveiknuðu ljós í húsi. Magnús Magnússon Framkvæmdastjóri Peel, íslenskrar auglýsingastofu sem vann að herferðinni ásamt breskri auglýsingastofu segir þetta alrangt. „Ég hafði aldrei heyrt af þessum manni. Sýningin hans fór í loftið löngu eftir að við vorum tilbúin með herferðina. Við á auglýsingastofunni Peel og starfsfólk bresku auglýsingastofunnar vorum á fundi um miðjan apríl og þar kom hugmyndin upp. Við hér á Íslandi vorum mun frjálsari en þau sem vour föst heima vegna kórónuveirufaraldursins og þá kviknaði hugmyndin. Þau vantaði að losna við covid-gremju og út frá mörgum fundum á þessum tíma varð þessi hugmynd að veruleika. mig minnir að það hafi verið stelpa sem heitir Kamilla sem fékk fyrst hugmyndina hjá okkur,“ segir Magnús. Magnús Magnússon framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Peel sem vann að herferðinni ásamt breskri stofu.Vísir Magnús hefur áður unnið að herferðum fyrir Inspired by Iceland og segir viðbrögðin núna ótrúleg. „Þessi herferð er að slá öll met og er eitthvað sem við höfum aldrei séð áður, “ segir Magnús.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira