Fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2020 18:54 Frá fundi Flugfreyja á Hilton Nordica í dag. Flugfreyjur þurfa að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun samkvæmt nýjum kjarasamningi. Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 er þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því. Og eftir þeirra nýja samning og okkar nýja samning erum við á pari,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur verða fyrir varanlegri kjaraskerðingu en formaðurinn vildi ekki ræða efnisatriði samningsins. Heimildir fréttastofu herma að stærsta breytingin sé sú að nú þurfi flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur í hverjum mánuði til að fá sömu grunnlaun. Nýi samningurinn er að mestu leyti sá sami og flugfreyjur felldu fyrr í mánuðinum fyrir utan orðalagsbreytingar á nokkrum ákvæðum. „Mér líst ekki á hann en ég held að það sé nauðsynlegt að samþykkja hann svo við höldum stéttarfélaginu okkar á lífi,“ sagði Sigrún Birna Norðfjörð, flugfreyja, eftir kynningarfundinn á Hilton Nordica hótelinu í dag. „Höfum við eitthvað val?“ spurði Helga Möller flugfreyja þegar hún var spurð hvort hún telji að flugfreyjur muni samþykkja þennan samning. „Ég veit það ekki, það er verið að vega að stéttarfélaginu okkar, allhressilega.“ Flugfreyjur hafi hingað til viljað Icelandair vel. Það sé erfitt eftir framkomu félagsins. „Þetta er kjaftshögg og rúmlega það, þetta er kjálkabrot.“ „Mér verður að lítast vel á samninginn,“ sagði Rósa Sturludóttir flugfreyja. „Stemningin er þannig í hópnum, held ég. „Við erum stétt í sárum. En við erum sterk og við höldum áfram og samstaðan er gífurlega mikil. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á miðvikudag og lýkur á mánudag. „Og í dag erum við ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur til framtíðar að segja, þar sem við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður til annars stéttarfélags sem er ekki til.“ Icelandair Tengdar fréttir Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Flugfreyjur þurfa að fljúga fimm tímum meira á mánuði fyrir sömu grunnlaun samkvæmt nýjum kjarasamningi. Flugfreyjur segjast vilja samþykkja samninginn til að halda Flugfreyjufélaginu á lífi sem hafi orðið fyrir kjaftshöggi. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 er þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því. Og eftir þeirra nýja samning og okkar nýja samning erum við á pari,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur verða fyrir varanlegri kjaraskerðingu en formaðurinn vildi ekki ræða efnisatriði samningsins. Heimildir fréttastofu herma að stærsta breytingin sé sú að nú þurfi flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur í hverjum mánuði til að fá sömu grunnlaun. Nýi samningurinn er að mestu leyti sá sami og flugfreyjur felldu fyrr í mánuðinum fyrir utan orðalagsbreytingar á nokkrum ákvæðum. „Mér líst ekki á hann en ég held að það sé nauðsynlegt að samþykkja hann svo við höldum stéttarfélaginu okkar á lífi,“ sagði Sigrún Birna Norðfjörð, flugfreyja, eftir kynningarfundinn á Hilton Nordica hótelinu í dag. „Höfum við eitthvað val?“ spurði Helga Möller flugfreyja þegar hún var spurð hvort hún telji að flugfreyjur muni samþykkja þennan samning. „Ég veit það ekki, það er verið að vega að stéttarfélaginu okkar, allhressilega.“ Flugfreyjur hafi hingað til viljað Icelandair vel. Það sé erfitt eftir framkomu félagsins. „Þetta er kjaftshögg og rúmlega það, þetta er kjálkabrot.“ „Mér verður að lítast vel á samninginn,“ sagði Rósa Sturludóttir flugfreyja. „Stemningin er þannig í hópnum, held ég. „Við erum stétt í sárum. En við erum sterk og við höldum áfram og samstaðan er gífurlega mikil. Það er engan bilbug á okkur að finna.“ Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst á miðvikudag og lýkur á mánudag. „Og í dag erum við ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur til framtíðar að segja, þar sem við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður til annars stéttarfélags sem er ekki til.“
Icelandair Tengdar fréttir Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11 Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Aldrei upplifað annað eins „kjálkabrot“ Flugfreyjur sem voru viðstaddar fund Flugfreyjufélags Íslands, þar sem nýr kjarasamningur félagsins við Icelandair var kynntur, segja stéttina og félagið í sárum eftir að Icelandair ákvað að slíta kjaraviðræðum á föstudag. 20. júlí 2020 14:11
Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. 20. júlí 2020 13:42