Samræma ákvæði kjarasamnings við samning flugmanna Andri Eysteinsson og Birgir Olgeirsson skrifa 20. júlí 2020 13:42 Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta staðfestir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningurinn var kynntur félagsmönnum á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut í dag. Nýr kjarasamningur Icelandair og FFÍ var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags. Hann byggir á fyrri samningi sem felldur var í atkvæðagreiðslu hjá FFÍ í lok júní, eftir langar og strangar kjaraviðræður. Þá felur nýi samningurinn m.a. í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum, að því er fram kom í tilkynningu FFÍ um helgina. „Það gefur auga leið að flugmenn komast ekkert án okkar og við komumst ekkert án þeirra. Í þessu eru ákvæði sem áður hefur verið breytt hjá flugmönnum. Til dæmis varðandi það að geta flogið lengra til áfangastaða,“ sagði Guðlaug. Guðlaug sagði að um væri að ræða þó nokkur ákvæði og sagði gott dæmi um slíkt ákvæði vera hversu langt megi fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því og eftir þeirra nýja samning, og okkar nýundirritaða samning erum við á sama pari,“ sagði Guðlaug. Tilfinningaþrunginn og góður fundur Á þriðja hundrað félagsmanna FFÍ voru mættir á fundinn og sagði formaðurinn að umræður hafi verið góðar á fundinum sem var tilfinningaþrunginn en þó hafi ekki verið tekist á. „Það var ekki tekist á en fólk er enn þá í sárum eftir atburðarás síðustu daga.“ Guðlaug segir að með samningnum sé verið að mæta hagræðingarkröfu Icelandair og segist hún telja að samningurinn verði samþykktur þó ekki séu allir sáttir með efni hans. „Við erum ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi til framtíðar eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur að segja. Við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður annarra leið og til stéttarfélaga sem eru ekki til,“ sagði formaðurinn. Samningurinn sem undirritaður var í karphúsinu aðfaranótt sunnudagsins er til fimm ára og er allt sem í honum stendur varanlegt. Áður höfðu samninganefndir náð saman en var sá samningur kolfelldur af flugfreyjum í atkvæðagreiðslu. „Það voru ákveðin atriði sem var ágreiningur um eftir síðasta undirritaða kjarasamning. Við tókum þau ákvæði upp og sömdum um þau í þessum nýja samning,“ sagði Guðlaug. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Með nýundirrituðum kjarasamningi Flugfreyjufélags Íslands eru ákvæði samræmd við kjarasamning Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Þetta staðfestir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður FFÍ, í samtali við fréttastofu eftir að kjarasamningurinn var kynntur félagsmönnum á Hilton Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut í dag. Nýr kjarasamningur Icelandair og FFÍ var óvænt undirritaður aðfaranótt sunnudags. Hann byggir á fyrri samningi sem felldur var í atkvæðagreiðslu hjá FFÍ í lok júní, eftir langar og strangar kjaraviðræður. Þá felur nýi samningurinn m.a. í sér breytingar á tveimur umdeildum ákvæðum, að því er fram kom í tilkynningu FFÍ um helgina. „Það gefur auga leið að flugmenn komast ekkert án okkar og við komumst ekkert án þeirra. Í þessu eru ákvæði sem áður hefur verið breytt hjá flugmönnum. Til dæmis varðandi það að geta flogið lengra til áfangastaða,“ sagði Guðlaug. Guðlaug sagði að um væri að ræða þó nokkur ákvæði og sagði gott dæmi um slíkt ákvæði vera hversu langt megi fljúga á einni vakt. „Það hefur verið samræmi í því og eftir þeirra nýja samning, og okkar nýundirritaða samning erum við á sama pari,“ sagði Guðlaug. Tilfinningaþrunginn og góður fundur Á þriðja hundrað félagsmanna FFÍ voru mættir á fundinn og sagði formaðurinn að umræður hafi verið góðar á fundinum sem var tilfinningaþrunginn en þó hafi ekki verið tekist á. „Það var ekki tekist á en fólk er enn þá í sárum eftir atburðarás síðustu daga.“ Guðlaug segir að með samningnum sé verið að mæta hagræðingarkröfu Icelandair og segist hún telja að samningurinn verði samþykktur þó ekki séu allir sáttir með efni hans. „Við erum ekki einungis að kjósa um kjarasamning. Við erum líka að kjósa um það að stéttarfélagið okkar hafi til framtíðar eitthvað um kaup og kjör fyrir flugfreyjur að segja. Við vitum ekki hvaða raunveruleiki bíður okkar ef leitað verður annarra leið og til stéttarfélaga sem eru ekki til,“ sagði formaðurinn. Samningurinn sem undirritaður var í karphúsinu aðfaranótt sunnudagsins er til fimm ára og er allt sem í honum stendur varanlegt. Áður höfðu samninganefndir náð saman en var sá samningur kolfelldur af flugfreyjum í atkvæðagreiðslu. „Það voru ákveðin atriði sem var ágreiningur um eftir síðasta undirritaða kjarasamning. Við tókum þau ákvæði upp og sömdum um þau í þessum nýja samning,“ sagði Guðlaug.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira