Stjórnarmönnum lífeyrissjóða óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila: Fjármálaeftirlitið verði að láta sig málið varða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að Fjármálaeftirlitið verði að láta sig varða ummæli formanns VR, sem voru þess efnis að lífeyrissjóðir ættu að sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ættu að hans mati ekki að taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sagt að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ummælin ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. „Mér finnst ummælin vera óviðurkvæmileg með öllu, en það sem er kannski meira um vert er að þau ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. Það liggur fyrir að stjórnarmenn lífeyrissjóða eru algjörleg óháðir þeim aðilum sem skipa þá í stjórnina sem eru annars vegar verkalýðsfélögin og hins vegar Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór. „Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er einfaldlega óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila sem formaður VR er í þessu tilviki.“ Halldór segir Fjármálaeftirlitið verða að láta sig málið varða. „Ég vænti þess að Fjármálaeftirlitið muni stíga fram af miklum krafti vegna þessa máls ella hljóta margir að hugsa hver sé tilgangur Fjármálaeftirlitsins í þessu. Næstu skref hvað varðar yfirlýsingar tengdar lífeyrissjóðunum, boltinn liggur þar hjá Fjármálaeftirlitinu og það verður fylgst vel með hver viðbrögð þeirra verða,“ sagði Halldór. Hann segir ákvörðun Icelandair löglega. „Það hefur ekki verið neinn skortur á gífuryrðum frá verkalýðshreyfingunni um atburði gærdagsins. Frá Samtökum atvinnulífsins er það alveg skýrt að hér er um lögmætar aðgerðir Icelandair að ræða enda hefði félagið aldrei farið í þessar aðgerðir ef við teldum að þetta væri brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur eða öðrum lögum sem gilda á íslandi“ sagði Halldór. Það sé dómstóla að skera úr um túlkun einstakra lagagreina, ekki verkalýðshreyfinga. „Það er siðaðra manna háttur að ef það eru deilur um túlkun einstakra lagagreina þá er hægt að vísa þessu til dómstóla sem skera úr um það og við munum ekki víkja okkur undan því og taka til fullra varna ef þörf krefur,“ sagði Halldór. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49 Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að Fjármálaeftirlitið verði að láta sig varða ummæli formanns VR, sem voru þess efnis að lífeyrissjóðir ættu að sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ættu að hans mati ekki að taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sagt að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ummælin ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. „Mér finnst ummælin vera óviðurkvæmileg með öllu, en það sem er kannski meira um vert er að þau ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. Það liggur fyrir að stjórnarmenn lífeyrissjóða eru algjörleg óháðir þeim aðilum sem skipa þá í stjórnina sem eru annars vegar verkalýðsfélögin og hins vegar Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór. „Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er einfaldlega óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila sem formaður VR er í þessu tilviki.“ Halldór segir Fjármálaeftirlitið verða að láta sig málið varða. „Ég vænti þess að Fjármálaeftirlitið muni stíga fram af miklum krafti vegna þessa máls ella hljóta margir að hugsa hver sé tilgangur Fjármálaeftirlitsins í þessu. Næstu skref hvað varðar yfirlýsingar tengdar lífeyrissjóðunum, boltinn liggur þar hjá Fjármálaeftirlitinu og það verður fylgst vel með hver viðbrögð þeirra verða,“ sagði Halldór. Hann segir ákvörðun Icelandair löglega. „Það hefur ekki verið neinn skortur á gífuryrðum frá verkalýðshreyfingunni um atburði gærdagsins. Frá Samtökum atvinnulífsins er það alveg skýrt að hér er um lögmætar aðgerðir Icelandair að ræða enda hefði félagið aldrei farið í þessar aðgerðir ef við teldum að þetta væri brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur eða öðrum lögum sem gilda á íslandi“ sagði Halldór. Það sé dómstóla að skera úr um túlkun einstakra lagagreina, ekki verkalýðshreyfinga. „Það er siðaðra manna háttur að ef það eru deilur um túlkun einstakra lagagreina þá er hægt að vísa þessu til dómstóla sem skera úr um það og við munum ekki víkja okkur undan því og taka til fullra varna ef þörf krefur,“ sagði Halldór.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49 Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49
Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00
Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10