Stjórnarmönnum lífeyrissjóða óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila: Fjármálaeftirlitið verði að láta sig málið varða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að Fjármálaeftirlitið verði að láta sig varða ummæli formanns VR, sem voru þess efnis að lífeyrissjóðir ættu að sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ættu að hans mati ekki að taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sagt að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ummælin ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. „Mér finnst ummælin vera óviðurkvæmileg með öllu, en það sem er kannski meira um vert er að þau ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. Það liggur fyrir að stjórnarmenn lífeyrissjóða eru algjörleg óháðir þeim aðilum sem skipa þá í stjórnina sem eru annars vegar verkalýðsfélögin og hins vegar Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór. „Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er einfaldlega óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila sem formaður VR er í þessu tilviki.“ Halldór segir Fjármálaeftirlitið verða að láta sig málið varða. „Ég vænti þess að Fjármálaeftirlitið muni stíga fram af miklum krafti vegna þessa máls ella hljóta margir að hugsa hver sé tilgangur Fjármálaeftirlitsins í þessu. Næstu skref hvað varðar yfirlýsingar tengdar lífeyrissjóðunum, boltinn liggur þar hjá Fjármálaeftirlitinu og það verður fylgst vel með hver viðbrögð þeirra verða,“ sagði Halldór. Hann segir ákvörðun Icelandair löglega. „Það hefur ekki verið neinn skortur á gífuryrðum frá verkalýðshreyfingunni um atburði gærdagsins. Frá Samtökum atvinnulífsins er það alveg skýrt að hér er um lögmætar aðgerðir Icelandair að ræða enda hefði félagið aldrei farið í þessar aðgerðir ef við teldum að þetta væri brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur eða öðrum lögum sem gilda á íslandi“ sagði Halldór. Það sé dómstóla að skera úr um túlkun einstakra lagagreina, ekki verkalýðshreyfinga. „Það er siðaðra manna háttur að ef það eru deilur um túlkun einstakra lagagreina þá er hægt að vísa þessu til dómstóla sem skera úr um það og við munum ekki víkja okkur undan því og taka til fullra varna ef þörf krefur,“ sagði Halldór. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49 Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að Fjármálaeftirlitið verði að láta sig varða ummæli formanns VR, sem voru þess efnis að lífeyrissjóðir ættu að sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ættu að hans mati ekki að taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sagt að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ummælin ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. „Mér finnst ummælin vera óviðurkvæmileg með öllu, en það sem er kannski meira um vert er að þau ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. Það liggur fyrir að stjórnarmenn lífeyrissjóða eru algjörleg óháðir þeim aðilum sem skipa þá í stjórnina sem eru annars vegar verkalýðsfélögin og hins vegar Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór. „Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er einfaldlega óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila sem formaður VR er í þessu tilviki.“ Halldór segir Fjármálaeftirlitið verða að láta sig málið varða. „Ég vænti þess að Fjármálaeftirlitið muni stíga fram af miklum krafti vegna þessa máls ella hljóta margir að hugsa hver sé tilgangur Fjármálaeftirlitsins í þessu. Næstu skref hvað varðar yfirlýsingar tengdar lífeyrissjóðunum, boltinn liggur þar hjá Fjármálaeftirlitinu og það verður fylgst vel með hver viðbrögð þeirra verða,“ sagði Halldór. Hann segir ákvörðun Icelandair löglega. „Það hefur ekki verið neinn skortur á gífuryrðum frá verkalýðshreyfingunni um atburði gærdagsins. Frá Samtökum atvinnulífsins er það alveg skýrt að hér er um lögmætar aðgerðir Icelandair að ræða enda hefði félagið aldrei farið í þessar aðgerðir ef við teldum að þetta væri brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur eða öðrum lögum sem gilda á íslandi“ sagði Halldór. Það sé dómstóla að skera úr um túlkun einstakra lagagreina, ekki verkalýðshreyfinga. „Það er siðaðra manna háttur að ef það eru deilur um túlkun einstakra lagagreina þá er hægt að vísa þessu til dómstóla sem skera úr um það og við munum ekki víkja okkur undan því og taka til fullra varna ef þörf krefur,“ sagði Halldór.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49 Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49
Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00
Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10