Hvað með hreindýrin? Svanur Guðmundsson skrifar 16. júlí 2020 15:59 Það var á fundi fyrir vestan sem einn fiskifræðingur var að útskýra stofnstærðarfræðin fyrir fundarmönnum. Taldi hann upp hvað væri rannsakað og helstu þætti sem ákveða stofnstærð. Kallaði þá einn fundarmanna „en hvað með hreindýrin“. Hrökk fiskifræðingurinn við en hélt þó áfram. Útskýrði hann sónarmælingar og þéttleikarannsóknir með veiðum og aftur var kallað „en hvað með hreindýrin“. Ekki svaraði fiskifræðingurinn og hélt áfram að útskýra hvernig fræðin gátu reiknað út hvað margir fiskar væru í sjónum við Ísland. Þá kallaði fundarmaður enn hærra „en hvað með hreindýrin“. Þá gafst fiskifræðingurinn upp og kallaði til baka „hvað ert þú alltaf að æpa þarna kall, hvað koma hreindýr þessu máli við. “ Jú, svaraði hann, „þeir hafa verið að leita að hreindýrum þarna fyrir austan og finna ekki helminginn af dýrunum. Þeir leita með flugvélum og þyrlum og allt er þetta á einum fleti milli tveggja áa fyrir austan en þeir fundu þau samt ekki. Og svo komu þau einn daginn hlaupandi yfir hæðina. En þú segist geta sagt okkur hvað margir fiskar eru í sjónum hringinn í kringum landið út á 200 mílur og niður á botn.“ Það er staðreynd að fiskifræðin er ung atvinnugrein en við hér á landi og þau lönd sem liggja að Norður-Atlantshafi eru framarlega í fiskirannsóknum og vistkerfisvísindum. Samstarf landanna er mikilvægt og gríðarlega mikið hafsvæði sem þarf að rannsaka. Straumar, selta, hiti, dýrasvif, sýrustig, blómgun og margt, margt fleira þarf að kann svo einhver vitneskja fáist um hvað er að gerast í hafinu sem okkur er svo nauðsynlegt til framfærslu hér á landi. Hafrannsóknir og grunnrannsóknir á hafinu hafa verið ein af okkar sterku stoðum undir sjávarútveginn en það er með það eins og annað, þeim þarf að sinna. Leggja þarf áherslu á þá grunnþætti sem að hafinu snúa og mun meir en nú er gert. Það væri til bóta ef fleiri fengu að vinna með gögn Hafrannsóknarstofnunar. Háskólasamfélagið hefur óskað eftir að vinna með gögnin en ekki fengið. Við erum að fá inn menntað fólk sem hefur unnið við gervigreind og talnaúrvinnslur með nýrri tækni sem gæti hugsanlega fundið nýja nálgun úr þeim gögnum sem fyrir liggja, hjá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og útgerðinni. En það er ljóst að við þurfum líka að auka grunnrannsóknir og efla Hafrannsóknarstofnun. Það er auðvelt að setja útá tillögur Hafrannsóknarstofnunar á hverju ári um hvað megi veiða af hverri fisktegund en staðreyndin er sú að rannsóknir og úrvinnsla Hafró eru þær einu sem við höfum í höndunum. Sögulega séð höfum við oft veitt meira af þorski en nú er gert en við megum ekki taka áhættuna á að veiða meira, svo ekki verði hrun í stofninum. Við myndum sjá það fljótt ef helmingur hreindýra myndi falla að vetri þótt það geti verið vandasamt að telja þau, þó á landi sé. Við getum því með nokkuð mikilli nákvæmni sagt til um hvað megi taka úr þeim stofni. En fiskistofnanna í hafinu umhverfis landið er töluvert flóknara að meta. Ef taldir eru starfsmenn sem skráðir eru á þessum tveim stofnunum, sem sjá um landið og hreindýrin, eða Umhverfisstofnun þá eru þar 154 starfsmenn. Hjá Hafrannsóknarstofnun eru 181 starfsmenn. Vissulega gera þeir fleira hjá Umhverfisstofnun en að telja hreindýr en áherslurnar sjást berlega við samanburð á þessum tveim stofnunum. Sá árangur sem við höfum náð með auðlindastýringu er mikilvægur og sú tækni sem við höfum komið okkur upp við veiðar og vinnslu okkar helstu nytjastofna er til fyrirmyndar en við höfum dregið saman og minnkað áhersluna á hafrannsóknir. Það þarf að laga. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Það var á fundi fyrir vestan sem einn fiskifræðingur var að útskýra stofnstærðarfræðin fyrir fundarmönnum. Taldi hann upp hvað væri rannsakað og helstu þætti sem ákveða stofnstærð. Kallaði þá einn fundarmanna „en hvað með hreindýrin“. Hrökk fiskifræðingurinn við en hélt þó áfram. Útskýrði hann sónarmælingar og þéttleikarannsóknir með veiðum og aftur var kallað „en hvað með hreindýrin“. Ekki svaraði fiskifræðingurinn og hélt áfram að útskýra hvernig fræðin gátu reiknað út hvað margir fiskar væru í sjónum við Ísland. Þá kallaði fundarmaður enn hærra „en hvað með hreindýrin“. Þá gafst fiskifræðingurinn upp og kallaði til baka „hvað ert þú alltaf að æpa þarna kall, hvað koma hreindýr þessu máli við. “ Jú, svaraði hann, „þeir hafa verið að leita að hreindýrum þarna fyrir austan og finna ekki helminginn af dýrunum. Þeir leita með flugvélum og þyrlum og allt er þetta á einum fleti milli tveggja áa fyrir austan en þeir fundu þau samt ekki. Og svo komu þau einn daginn hlaupandi yfir hæðina. En þú segist geta sagt okkur hvað margir fiskar eru í sjónum hringinn í kringum landið út á 200 mílur og niður á botn.“ Það er staðreynd að fiskifræðin er ung atvinnugrein en við hér á landi og þau lönd sem liggja að Norður-Atlantshafi eru framarlega í fiskirannsóknum og vistkerfisvísindum. Samstarf landanna er mikilvægt og gríðarlega mikið hafsvæði sem þarf að rannsaka. Straumar, selta, hiti, dýrasvif, sýrustig, blómgun og margt, margt fleira þarf að kann svo einhver vitneskja fáist um hvað er að gerast í hafinu sem okkur er svo nauðsynlegt til framfærslu hér á landi. Hafrannsóknir og grunnrannsóknir á hafinu hafa verið ein af okkar sterku stoðum undir sjávarútveginn en það er með það eins og annað, þeim þarf að sinna. Leggja þarf áherslu á þá grunnþætti sem að hafinu snúa og mun meir en nú er gert. Það væri til bóta ef fleiri fengu að vinna með gögn Hafrannsóknarstofnunar. Háskólasamfélagið hefur óskað eftir að vinna með gögnin en ekki fengið. Við erum að fá inn menntað fólk sem hefur unnið við gervigreind og talnaúrvinnslur með nýrri tækni sem gæti hugsanlega fundið nýja nálgun úr þeim gögnum sem fyrir liggja, hjá Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu og útgerðinni. En það er ljóst að við þurfum líka að auka grunnrannsóknir og efla Hafrannsóknarstofnun. Það er auðvelt að setja útá tillögur Hafrannsóknarstofnunar á hverju ári um hvað megi veiða af hverri fisktegund en staðreyndin er sú að rannsóknir og úrvinnsla Hafró eru þær einu sem við höfum í höndunum. Sögulega séð höfum við oft veitt meira af þorski en nú er gert en við megum ekki taka áhættuna á að veiða meira, svo ekki verði hrun í stofninum. Við myndum sjá það fljótt ef helmingur hreindýra myndi falla að vetri þótt það geti verið vandasamt að telja þau, þó á landi sé. Við getum því með nokkuð mikilli nákvæmni sagt til um hvað megi taka úr þeim stofni. En fiskistofnanna í hafinu umhverfis landið er töluvert flóknara að meta. Ef taldir eru starfsmenn sem skráðir eru á þessum tveim stofnunum, sem sjá um landið og hreindýrin, eða Umhverfisstofnun þá eru þar 154 starfsmenn. Hjá Hafrannsóknarstofnun eru 181 starfsmenn. Vissulega gera þeir fleira hjá Umhverfisstofnun en að telja hreindýr en áherslurnar sjást berlega við samanburð á þessum tveim stofnunum. Sá árangur sem við höfum náð með auðlindastýringu er mikilvægur og sú tækni sem við höfum komið okkur upp við veiðar og vinnslu okkar helstu nytjastofna er til fyrirmyndar en við höfum dregið saman og minnkað áhersluna á hafrannsóknir. Það þarf að laga. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun