Byrjaðir á hringtorginu sem tengir Vík við jarðgöngin um Reynisfjall Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2020 20:41 Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og annar eigenda Framrásar ehf. í Vík. Eystri gangamunninn inn í Reynisfjall mun koma beint fyrir aftan Jóhann. Stöð 2/Einar Árnason Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Verktakafyrirtækið Framrás, sem er í eigu heimamanna, vinnur þessa dagana að gerð nýs hringtorgs í Vík en jafnframt að endurbótum þjóðvegarins í gegnum þorpið. „Þetta er stærðar verk. Það er malbikað hérna í gegnum þorpið,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og annar eigenda Framrásar ehf. Vinna er hafin við gerð hringtorgsins, sem tengja mun veginn frá jarðgöngunum við þorpið í Vík.Stöð 2/Einar Árnason. Framrásarmenn tóku að sér verkið fyrir 209 milljónir króna en þeir áttu lægsta boð, 85 prósent af kostnaðaráætlun, og eiga að ljúka því fyrir 1. október í haust. Fyrir marga í Vík er gerð hringtorgsins táknrænt upphaf að miklu stærri en umdeildari framkvæmd. Verktakinn Jóhann velkist raunar ekki í vafa. „Þetta er byrjunin á jarðgöngunum, - eða veginum að jarðgöngunum,“ segir hann. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig vegurinn frá jarðgöngunum mun tengjast byggðinni og núverandi hringvegi um nýja hringtorgið.Teikning/Mýrdalshreppur. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir einmitt hvernig hringtorginu er ætlað að vera tenging nýs kafla hringvegarins sem liggja á sunnan við þorpið og í gegnum Reynisfjall. Alþingi markaði raunar stefnuna í lok júnímánaðar með samþykkt samgönguáætlunar og nýrra laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar eru hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli meðal sex verkefna sem ríkissjóði er núna heimilað að fjármagna með gjaldtöku af umferðinni og vinna í samstarfi við einkaaðila. Horft til Reynisfjalls. Jarðgangamuninn Víkurmegin verður skammt ofan fjörukambsins.Stöð 2/Einar Árnason. Engar fastmótaðar tímasetningar eru þó um verkið, umhverfismat er eftir og málið eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga. En jafnvel þótt göngin kæmu aldrei þá myndi nýja hringtorgið samt sem áður gagnast samfélaginu í Vík. „Já, já. Bara bætt aðkoma að þorpinu,“ segir Jóhann Guðlaugsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Nýtt hringtorg sem byrjað er að gera í Vík í Mýrdal er um leið fyrsti áfanginn að tengingu við fyrirhuguð jarðgöng í gegnum Reynisfjall. Alþingi samþykkti á dögunum ný lög sem heimila ríkissjóði að semja við einkaaðila um jarðgöngin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Verktakafyrirtækið Framrás, sem er í eigu heimamanna, vinnur þessa dagana að gerð nýs hringtorgs í Vík en jafnframt að endurbótum þjóðvegarins í gegnum þorpið. „Þetta er stærðar verk. Það er malbikað hérna í gegnum þorpið,“ segir Jóhann Guðlaugsson, ýtustjóri og annar eigenda Framrásar ehf. Vinna er hafin við gerð hringtorgsins, sem tengja mun veginn frá jarðgöngunum við þorpið í Vík.Stöð 2/Einar Árnason. Framrásarmenn tóku að sér verkið fyrir 209 milljónir króna en þeir áttu lægsta boð, 85 prósent af kostnaðaráætlun, og eiga að ljúka því fyrir 1. október í haust. Fyrir marga í Vík er gerð hringtorgsins táknrænt upphaf að miklu stærri en umdeildari framkvæmd. Verktakinn Jóhann velkist raunar ekki í vafa. „Þetta er byrjunin á jarðgöngunum, - eða veginum að jarðgöngunum,“ segir hann. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir hvernig vegurinn frá jarðgöngunum mun tengjast byggðinni og núverandi hringvegi um nýja hringtorgið.Teikning/Mýrdalshreppur. Aðalskipulag Mýrdalshrepps sýnir einmitt hvernig hringtorginu er ætlað að vera tenging nýs kafla hringvegarins sem liggja á sunnan við þorpið og í gegnum Reynisfjall. Alþingi markaði raunar stefnuna í lok júnímánaðar með samþykkt samgönguáætlunar og nýrra laga um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar eru hringvegur um Mýrdal og jarðgöng í Reynisfjalli meðal sex verkefna sem ríkissjóði er núna heimilað að fjármagna með gjaldtöku af umferðinni og vinna í samstarfi við einkaaðila. Horft til Reynisfjalls. Jarðgangamuninn Víkurmegin verður skammt ofan fjörukambsins.Stöð 2/Einar Árnason. Engar fastmótaðar tímasetningar eru þó um verkið, umhverfismat er eftir og málið eldheitt deilumál meðal Mýrdælinga. En jafnvel þótt göngin kæmu aldrei þá myndi nýja hringtorgið samt sem áður gagnast samfélaginu í Vík. „Já, já. Bara bætt aðkoma að þorpinu,“ segir Jóhann Guðlaugsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Sjá meira