Veröld sem er Drífa Snædal skrifar 15. júlí 2020 10:25 Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands felldu nýgerðan kjarasamning með afgerandi hætti á dögunum. Samningurinn var þess eðlis að komið var til móts við þrönga stöðu Icelandair og dylst fáum þær erfiðu viðræður sem stóðu yfir vikum og mánuðum saman eftir að flugfreyjur og -þjónar höfðu reyndar verið kjarasamningslausar og án launahækkana í tvö ár (ólíkt öðrum flugstéttum). Af hendi Icelandair einkenndist ferlið af vanvirðingu gagnvart flugfreyjum og -þjónum og sjónarmiðum þeirra, stundum var komið með miklu offorsi og reynt að gera starfsfólk ábyrgt fyrir framtíð félagsins og svo heyrðist ekkert vikum saman. Undirliggjandi voru óljósar hótanir um „að leita annarra leiða“ sem má túlka sem hótanir um að ráða gerviverktaka eða semja við önnur félög en flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair eiga aðild að. Sem sagt að brjóta á bak aftur reglur íslenska vinnumarkaðarins, samstöðu heillar stéttar og fara í undirboð. Það er ekki síst þessi vanvirðing gagnvart eigin starfsfólki og heilli stétt sem gerir það að verkum að flugfreyjur og -þjónar voru treg til að samþykkja samninginn. Nú tekur steininn úr þegar aðstoðarframkvæmdastjóri SA ritar grein á Vísi og velur kaldhæðnislega að leita í smiðju mannvinarins Stefan Zweig eftir titli á greininni „Veröld sem var“. Tilgangurinn virðist vera að gera flugfreyjum og -þjónum grein fyrir því að kjaraskerðing sé nauðsynleg öllum til heilla. Enn kveður við yfirlætislegur tónn þar sem „útskýrt“ er hvernig hlutirnir ganga fyrir sig raunverulega. Sem svar við þessu vil ég segja: Stjórnendur Icelandair og SA myndu gera betur með því að setjast að samningaborðinu aftur, sýna viðsemjendum virðingu og meðtaka skilaboð félaga í Flugfreyjufélaginu. Það þarf að gera betur! Ég hef fylgst með viðræðunum síðustu vikur og mánuði og get fullvissað viðsemjendur um að það stendur ekki á starfsfólki að leita lausna. Alþýðusamband Íslands stendur þétt við bakið á þeim og mun gera skýlausa kröfu um að stuðningur úr ríkissjóði eða aukið hlutafé úr lífeyrissjóðum sé háð því að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði. Það er erfitt að bera saman laun flugstétta hér á landi við önnur lönd enda er launasamsetningin, álög og starfstengdar greiðslur mjög misjafnar eftir flugfélögum og löndum. Hér á landi er dýrt að lifa og laun almennt hærri. Að krefjast umtalsverðrar kjaraskerðingar einnar stéttar í ljósi ástandsins er ógn við allar stéttir hér á landi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Tengdar fréttir Veröld sem var Icelandair rær nú lífróður. 14. júlí 2020 15:00 Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands felldu nýgerðan kjarasamning með afgerandi hætti á dögunum. Samningurinn var þess eðlis að komið var til móts við þrönga stöðu Icelandair og dylst fáum þær erfiðu viðræður sem stóðu yfir vikum og mánuðum saman eftir að flugfreyjur og -þjónar höfðu reyndar verið kjarasamningslausar og án launahækkana í tvö ár (ólíkt öðrum flugstéttum). Af hendi Icelandair einkenndist ferlið af vanvirðingu gagnvart flugfreyjum og -þjónum og sjónarmiðum þeirra, stundum var komið með miklu offorsi og reynt að gera starfsfólk ábyrgt fyrir framtíð félagsins og svo heyrðist ekkert vikum saman. Undirliggjandi voru óljósar hótanir um „að leita annarra leiða“ sem má túlka sem hótanir um að ráða gerviverktaka eða semja við önnur félög en flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair eiga aðild að. Sem sagt að brjóta á bak aftur reglur íslenska vinnumarkaðarins, samstöðu heillar stéttar og fara í undirboð. Það er ekki síst þessi vanvirðing gagnvart eigin starfsfólki og heilli stétt sem gerir það að verkum að flugfreyjur og -þjónar voru treg til að samþykkja samninginn. Nú tekur steininn úr þegar aðstoðarframkvæmdastjóri SA ritar grein á Vísi og velur kaldhæðnislega að leita í smiðju mannvinarins Stefan Zweig eftir titli á greininni „Veröld sem var“. Tilgangurinn virðist vera að gera flugfreyjum og -þjónum grein fyrir því að kjaraskerðing sé nauðsynleg öllum til heilla. Enn kveður við yfirlætislegur tónn þar sem „útskýrt“ er hvernig hlutirnir ganga fyrir sig raunverulega. Sem svar við þessu vil ég segja: Stjórnendur Icelandair og SA myndu gera betur með því að setjast að samningaborðinu aftur, sýna viðsemjendum virðingu og meðtaka skilaboð félaga í Flugfreyjufélaginu. Það þarf að gera betur! Ég hef fylgst með viðræðunum síðustu vikur og mánuði og get fullvissað viðsemjendur um að það stendur ekki á starfsfólki að leita lausna. Alþýðusamband Íslands stendur þétt við bakið á þeim og mun gera skýlausa kröfu um að stuðningur úr ríkissjóði eða aukið hlutafé úr lífeyrissjóðum sé háð því að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði. Það er erfitt að bera saman laun flugstétta hér á landi við önnur lönd enda er launasamsetningin, álög og starfstengdar greiðslur mjög misjafnar eftir flugfélögum og löndum. Hér á landi er dýrt að lifa og laun almennt hærri. Að krefjast umtalsverðrar kjaraskerðingar einnar stéttar í ljósi ástandsins er ógn við allar stéttir hér á landi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar