Þær sem létust voru ekki í bílbeltum eða barnabílstól Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2020 09:16 Lögregla við vettvang slyssins við brúna yfir Núpsvötn. Vísir/jóhann k. Ökumaður bifreiðar sem fór út af brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember 2018 ók of hratt og virti ekki viðvörunarmerki við brúna. Þá voru farþegar sem létust í slysinu ekki spenntir í öryggisbelti og ungabarn sem lést var ekki í barnabílstól. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa frá 30. júní síðastliðnum. Allir í bílnum voru erlendir ferðamenn. Ökumaður bílsins, sem var af gerðinni Toyota Land Cruiser, ók inn á brúna yfir Núpsvötn og missti þar stjórn á bifreiðinni. Bíllinn fór upp á vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan. Fallið var um átta metrar. Þrjár létust í slysinu, 11 mánaða stúlka og tvær konur, 33 og 36 ára. Þær sátu í annarri og öftustu sætaröð bílsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að farþegi í framsæti bifreiðarinnar hafi lýst því að bifreiðin hefði farið að rása til á brúnni skömmu eftir að ökumaður ók inn á hana. Ökumaður hefði reynt, án árangurs, að ná stjórn á henni. Bifreiðin hefði síðan rekist á vegriðið og í kjölfarið kastast út af brúnni. Farþegi og börn spennt í belti Sjö voru í bifreiðinni. Ökumaður og einn farþegi í framsæti, í næstu sætaröð voru þrír farþegar, þar af tvö börn, og í öftustu röð voru tveir farþegar, þar af eitt ungabarn. Ökumaður, farþegi í framsæti og tveir farþegar sem sátu í sætaröðinni fyrir aftan ökumanninn slösuðust töluvert í slysinu. Rannsókn á bifreiðinni eftir slysið gaf til kynna að farþegi í framsæti hafi sennilega verið með öryggisbelti spennt og bendir framburður farþegans til þess að börn í sætaröð fyrir aftan ökumann hafi einnig verið spennt í öryggisbelti. Sennilegt er að ökumaður og þeir farþegar sem létust hafi ekki verið með öryggisbeltin spennt. Ungabarnið var ekki fest í barnabílstól eða annan öryggisbúnað þegar slysið varð, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Bíllinn var nýskráður árið 2006 og með fulla skoðun, búinn nýlegum vetrardekkjum. Ekkert kom fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsakir slyssins. Orsakagreining bendir til þess að ökumaður hafi ekið of hratt inn á brúna og ekki virt viðvörunarmerki við hana. Hraðaútreikningar gáfu til kynna að bílnum hefði verið ekið á um 114 ± 8 kílómetra hraða fyrir slysið, þar sem hámarkshraði á vettvangi var 90 km/klst. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 50 km/klst eftir slysið. Þá var veggrip á brúnni sennilega skert vegna ísingar. Þá bendir rannsóknarnefnd á að hönnunarstaðlar hafi breyst síðan brúin yfir Núpsvötn var opnuð fyrir umferð 1973. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að reisa nýja brú yfir Núpsvötn á árinu og hvetur nefndin Vegagerðina og stjórnvöld til að fylgja þessum áætlunum eftir. Samgönguslys Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Ökumaður bifreiðar sem fór út af brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember 2018 ók of hratt og virti ekki viðvörunarmerki við brúna. Þá voru farþegar sem létust í slysinu ekki spenntir í öryggisbelti og ungabarn sem lést var ekki í barnabílstól. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa frá 30. júní síðastliðnum. Allir í bílnum voru erlendir ferðamenn. Ökumaður bílsins, sem var af gerðinni Toyota Land Cruiser, ók inn á brúna yfir Núpsvötn og missti þar stjórn á bifreiðinni. Bíllinn fór upp á vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan. Fallið var um átta metrar. Þrjár létust í slysinu, 11 mánaða stúlka og tvær konur, 33 og 36 ára. Þær sátu í annarri og öftustu sætaröð bílsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að farþegi í framsæti bifreiðarinnar hafi lýst því að bifreiðin hefði farið að rása til á brúnni skömmu eftir að ökumaður ók inn á hana. Ökumaður hefði reynt, án árangurs, að ná stjórn á henni. Bifreiðin hefði síðan rekist á vegriðið og í kjölfarið kastast út af brúnni. Farþegi og börn spennt í belti Sjö voru í bifreiðinni. Ökumaður og einn farþegi í framsæti, í næstu sætaröð voru þrír farþegar, þar af tvö börn, og í öftustu röð voru tveir farþegar, þar af eitt ungabarn. Ökumaður, farþegi í framsæti og tveir farþegar sem sátu í sætaröðinni fyrir aftan ökumanninn slösuðust töluvert í slysinu. Rannsókn á bifreiðinni eftir slysið gaf til kynna að farþegi í framsæti hafi sennilega verið með öryggisbelti spennt og bendir framburður farþegans til þess að börn í sætaröð fyrir aftan ökumann hafi einnig verið spennt í öryggisbelti. Sennilegt er að ökumaður og þeir farþegar sem létust hafi ekki verið með öryggisbeltin spennt. Ungabarnið var ekki fest í barnabílstól eða annan öryggisbúnað þegar slysið varð, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Bíllinn var nýskráður árið 2006 og með fulla skoðun, búinn nýlegum vetrardekkjum. Ekkert kom fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsakir slyssins. Orsakagreining bendir til þess að ökumaður hafi ekið of hratt inn á brúna og ekki virt viðvörunarmerki við hana. Hraðaútreikningar gáfu til kynna að bílnum hefði verið ekið á um 114 ± 8 kílómetra hraða fyrir slysið, þar sem hámarkshraði á vettvangi var 90 km/klst. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 50 km/klst eftir slysið. Þá var veggrip á brúnni sennilega skert vegna ísingar. Þá bendir rannsóknarnefnd á að hönnunarstaðlar hafi breyst síðan brúin yfir Núpsvötn var opnuð fyrir umferð 1973. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að reisa nýja brú yfir Núpsvötn á árinu og hvetur nefndin Vegagerðina og stjórnvöld til að fylgja þessum áætlunum eftir.
Samgönguslys Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Sjá meira
Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent