Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Sylvía Hall skrifar 14. júlí 2020 07:00 Donald Trump og Dr. Anthony Fauci. Vísir/Getty Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Fauci er yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og helsti smitsjúkdómasérfræðingur landsins. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Hvíta húsinu sem lak til fjölmiðla um helgina. Þar er jafnframt talið upp dæmi þess að Fauci tali í mótsögn við sjálfan sig og hafi skipt um skoðun frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjölmiðlar vestanhafs segja minnisblaðið augljósa tilraun Hvíta hússins til þess að koma höggi á sérfræðingana sem hafa stýrt aðgerðum vegna faraldursins, enda hafi þeir ekki alltaf verið sammála forsetanum. Meðal þess sem er talið upp í minnisblaðinu eru tilmæli Fauci um andlitsgrímur og ummæli um alvarleika faraldursins. Þrátt fyrir að Hvíta hússins hafi fullyrt að forsetinn bæri enn traust til Fauci og smitsjúkdómastofnunarinnar og að minnisblaðið endurspeglaði ekki skoðanir allra Hvíta hússins, tók Peter Navarro, efnahagslegur ráðgjafi Trump, í svipaðan streng í viðtali við CBS og sagðist taka tilmælum Fauci með fyrirvara. „Þegar ég varaði við mögulega banvænum heimsfaraldri í minnisblaði seint í janúar sagði Fauci fjölmiðlum að það væri engin ástæða til þess að hafa áhyggjur,“ sagði Navarro. Brett Giroir, aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins og meðlimur í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins, sagði í samtali við fréttastofu NBC að hann bæri mikla virðingu fyrir Fauci. Hann hefði þó ekki alltaf rétt fyrir sér. „Dr. Fauci hefur ekki 100% rétt fyrir sér og hann hefur ekki hag þjóðarinnar í huga, hann viðurkennir það. Hann horfir á þetta frá mjög þröngu lýðheilsusjónarmiði.“ Mikill óróleiki er sagður vera í Hvíta húsinu vegna þess hversu mörg tilfelli greinast í Bandaríkjunum um þessar mundir. Rúmlega 3,3 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú greinst með veiruna og yfir 135 þúsund látið lífið. Faraldurinn virðist verða verri með degi hverjum vestanhafs, sérstaklega í suður- og vesturríkjum Bandaríkjanna, og hafa mörg ríki þurft að grípa til harðari aðgerða og seinka afléttingum á takmörkunum vegna veirunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Fauci er yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og helsti smitsjúkdómasérfræðingur landsins. Þetta kemur fram í minnisblaði frá Hvíta húsinu sem lak til fjölmiðla um helgina. Þar er jafnframt talið upp dæmi þess að Fauci tali í mótsögn við sjálfan sig og hafi skipt um skoðun frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjölmiðlar vestanhafs segja minnisblaðið augljósa tilraun Hvíta hússins til þess að koma höggi á sérfræðingana sem hafa stýrt aðgerðum vegna faraldursins, enda hafi þeir ekki alltaf verið sammála forsetanum. Meðal þess sem er talið upp í minnisblaðinu eru tilmæli Fauci um andlitsgrímur og ummæli um alvarleika faraldursins. Þrátt fyrir að Hvíta hússins hafi fullyrt að forsetinn bæri enn traust til Fauci og smitsjúkdómastofnunarinnar og að minnisblaðið endurspeglaði ekki skoðanir allra Hvíta hússins, tók Peter Navarro, efnahagslegur ráðgjafi Trump, í svipaðan streng í viðtali við CBS og sagðist taka tilmælum Fauci með fyrirvara. „Þegar ég varaði við mögulega banvænum heimsfaraldri í minnisblaði seint í janúar sagði Fauci fjölmiðlum að það væri engin ástæða til þess að hafa áhyggjur,“ sagði Navarro. Brett Giroir, aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins og meðlimur í aðgerðahóp Hvíta hússins vegna kórónuveirufaraldursins, sagði í samtali við fréttastofu NBC að hann bæri mikla virðingu fyrir Fauci. Hann hefði þó ekki alltaf rétt fyrir sér. „Dr. Fauci hefur ekki 100% rétt fyrir sér og hann hefur ekki hag þjóðarinnar í huga, hann viðurkennir það. Hann horfir á þetta frá mjög þröngu lýðheilsusjónarmiði.“ Mikill óróleiki er sagður vera í Hvíta húsinu vegna þess hversu mörg tilfelli greinast í Bandaríkjunum um þessar mundir. Rúmlega 3,3 milljónir Bandaríkjamanna hafa nú greinst með veiruna og yfir 135 þúsund látið lífið. Faraldurinn virðist verða verri með degi hverjum vestanhafs, sérstaklega í suður- og vesturríkjum Bandaríkjanna, og hafa mörg ríki þurft að grípa til harðari aðgerða og seinka afléttingum á takmörkunum vegna veirunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50