Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. júlí 2020 12:22 Le Boreal lagðist að Miðbakka í morgun. Vísir/Baldur Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. Þetta vekur bjartsýni á að fleiri skip sigli í kjölfarið, segir upplýsingafulltrúi skipamiðlunar. Franska skemmtiferðaskipið le Boreal lagðist við Miðbakka laust eftir níu í morgun. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík en það siglir út aftur klukkan hálf tíu í kvöld. Farþegar skipsins koma með leiguflugvél frá París til Keflavíkur um klukkan hálf tólf og fara þar í skimun. Farþegar sem eru 50 talsins þurfa sjálfir að passa uppá fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímur. Þegar neikvæð niðurstaða kemur úr skimun má fólk fara um borð í skipið og sýna SMS því til staðfestingar. Gyða Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi Gáru skipamiðlunar, sem þjónustar skipið. „Um borð í skipinu er síðan fylgst með farþegum daglega. Það eru bæði læknir og hjúkrunarfræðingur um borð. Það eru allir farþegar hitamældir daglega og skipið hefur komið sér upp viðbragðsáætlun og nýjum starfsháttum til að bregðast við Covid,“ segir Gyða og bætir við að útgerðin greiði fyrir skimanir farþeganna á Keflavíkurflugvelli. Hún segir sem dæmi að skipið taki 200 farþega en vegna kórónuveirufaraldurisns séu aðeins 50 í þessari ferð. „Þessi útgerð hefur haldið mikilli tryggð við Ísland í mörg ár. við erum auðvitað mjög stolt af þeim að vera þau fyrstu til að stíga þetta skref, að hefja siglingar á nýjan leik. eins farþegarnir um borð, þeir sýna auðvitað líka hugrekki að bóka sig í svona ferð. Þarna skilar sér hin frábæra vinna sem íslenska þjóðin hefur unnið á undanförnum mánuðum í baráttunni við Covid.“ Hún segir að ef ferðin heppnist vel muni það hafa áhrif á að fleiri skip komi í kjölfarið. „Þetta eru fáir farþegar og ekki margar viðkomur en við tökum þessu sem bjartsýnistákni, að það sé hérna að koma skemmtiferðaskip.“ Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt franska skemmtiferðaskipinu Le Bellot sem tekur um 100 farþega og kemur í fyrsta sinn til Íslands á morgun. Skipaflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. Þetta vekur bjartsýni á að fleiri skip sigli í kjölfarið, segir upplýsingafulltrúi skipamiðlunar. Franska skemmtiferðaskipið le Boreal lagðist við Miðbakka laust eftir níu í morgun. Þetta er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík en það siglir út aftur klukkan hálf tíu í kvöld. Farþegar skipsins koma með leiguflugvél frá París til Keflavíkur um klukkan hálf tólf og fara þar í skimun. Farþegar sem eru 50 talsins þurfa sjálfir að passa uppá fjarlægðartakmörk og hafa andlitsgrímur. Þegar neikvæð niðurstaða kemur úr skimun má fólk fara um borð í skipið og sýna SMS því til staðfestingar. Gyða Guðmundsdóttir er upplýsingafulltrúi Gáru skipamiðlunar, sem þjónustar skipið. „Um borð í skipinu er síðan fylgst með farþegum daglega. Það eru bæði læknir og hjúkrunarfræðingur um borð. Það eru allir farþegar hitamældir daglega og skipið hefur komið sér upp viðbragðsáætlun og nýjum starfsháttum til að bregðast við Covid,“ segir Gyða og bætir við að útgerðin greiði fyrir skimanir farþeganna á Keflavíkurflugvelli. Hún segir sem dæmi að skipið taki 200 farþega en vegna kórónuveirufaraldurisns séu aðeins 50 í þessari ferð. „Þessi útgerð hefur haldið mikilli tryggð við Ísland í mörg ár. við erum auðvitað mjög stolt af þeim að vera þau fyrstu til að stíga þetta skref, að hefja siglingar á nýjan leik. eins farþegarnir um borð, þeir sýna auðvitað líka hugrekki að bóka sig í svona ferð. Þarna skilar sér hin frábæra vinna sem íslenska þjóðin hefur unnið á undanförnum mánuðum í baráttunni við Covid.“ Hún segir að ef ferðin heppnist vel muni það hafa áhrif á að fleiri skip komi í kjölfarið. „Þetta eru fáir farþegar og ekki margar viðkomur en við tökum þessu sem bjartsýnistákni, að það sé hérna að koma skemmtiferðaskip.“ Le Boreal kemur nokkrum sinnum til Reykjavíkur í sumar ásamt franska skemmtiferðaskipinu Le Bellot sem tekur um 100 farþega og kemur í fyrsta sinn til Íslands á morgun.
Skipaflutningar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira