Icelandair hefur um þrjár vikur til að ná samningum fyrir 30 milljarða hlutafjárútboð til björgunar félaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2020 19:20 Icelandair VILHELM Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Þann 26. júní var kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands kynntur félagsmönnum. Um 400 mættu á fundinn og úr salnum heyrðist reglulega dynjandi lófaklapp. Þá sagði formaður Flugfreyjufélagsins að hún ætti von á að samningurinn yrði samþykktur. „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands í viðtali eftir félagsfund Flugfreyjufélags Íslands þann 26. júní þar sem kjarasamningur var kynntur félagsmönnum. 12 dögum síðar var samningurinn kolfelldur. Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hittust í Karphúsinu klukkan þrjú í dag og lauk fundi klukkan hálf sjö. Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni klukkan 14 á þriðjudag. Samninganefndir byrjuðu á því að funda í sitt hvoru lagi í dag. Ljóst er að staðan er mjög snúin en forstjóri Icelandair segir að samningurinn hafi verið sá besti sem bauðst. „Við komumst því miður ekkert lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Ég myndi halda að það væri öllum til heilla að félagið bakki með sínar kröfur og við getum þá skrifað undir nýjan samning sem yrði vonandi samþykktur,“ sagði Guðlaug. Miðað við þessi orð beggja aðila ertu vongóður um að samningar náist yfir höfuð? „Ég vakna vonglaður á hverjum degi það er ekkert víst að það klikki,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Icelandair hefur sagt ætla að ljúka samningum í júlímánuði. Félagið hefur því rúma tuttugu daga til að semja við flugfreyjur auk þess að landa samningi við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutajár fyrir hlutafjárútboðið sem fram fer í ágúst. Hvað er hægt að gefa þessu margar tilraunir til viðbótar? „Eins margar og þarf,“ sagði Aðalsteinn. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný. 10. júlí 2020 07:00 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Icelandair hefur aðeins rúma tuttugu daga til að ganga frá samingum við lánadrottna, Boeing verksmiðjurnar og flugfreyjur áður en fyrirhugað hlutafjárútboð til björgunar félaginu fer fram í byrjun ágúst. Samninganefndir fyrirtækisins og flugfreyja komu saman til fyrsta fundar í dag eftir að flugfreyjur kolfelldu nýgerðan kjarasamning. Þann 26. júní var kjarasamningur Flugfreyjufélags Íslands kynntur félagsmönnum. Um 400 mættu á fundinn og úr salnum heyrðist reglulega dynjandi lófaklapp. Þá sagði formaður Flugfreyjufélagsins að hún ætti von á að samningurinn yrði samþykktur. „Já ég fer mjög bjartsýn inn í þessa viku og held að við endum með samþykktan samning,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands í viðtali eftir félagsfund Flugfreyjufélags Íslands þann 26. júní þar sem kjarasamningur var kynntur félagsmönnum. 12 dögum síðar var samningurinn kolfelldur. Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hittust í Karphúsinu klukkan þrjú í dag og lauk fundi klukkan hálf sjö. Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni klukkan 14 á þriðjudag. Samninganefndir byrjuðu á því að funda í sitt hvoru lagi í dag. Ljóst er að staðan er mjög snúin en forstjóri Icelandair segir að samningurinn hafi verið sá besti sem bauðst. „Við komumst því miður ekkert lengra í þessum viðræðum. Við getum ekki boðið betur en við erum búin að bjóða,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Ég myndi halda að það væri öllum til heilla að félagið bakki með sínar kröfur og við getum þá skrifað undir nýjan samning sem yrði vonandi samþykktur,“ sagði Guðlaug. Miðað við þessi orð beggja aðila ertu vongóður um að samningar náist yfir höfuð? „Ég vakna vonglaður á hverjum degi það er ekkert víst að það klikki,“ sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari. Icelandair hefur sagt ætla að ljúka samningum í júlímánuði. Félagið hefur því rúma tuttugu daga til að semja við flugfreyjur auk þess að landa samningi við Boeing verksmiðjurnar vegna Max flugvélanna og afla gríðarlega mikils hlutajár fyrir hlutafjárútboðið sem fram fer í ágúst. Hvað er hægt að gefa þessu margar tilraunir til viðbótar? „Eins margar og þarf,“ sagði Aðalsteinn.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný. 10. júlí 2020 07:00 Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20 Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný. 10. júlí 2020 07:00
Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði. 9. júlí 2020 19:20
Forstjóri Icelandair segir ekki lengra komist með flugfreyjum Deila Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands er kominn í enn harðari hnút eftir að flugfreyjur felldu nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. 8. júlí 2020 20:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði