Báru kennsl á líkamsleifar sem TikTok-notendur fundu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2020 18:50 Líkamsleifarnar fundust af nokkrum unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok. Getty/Rafael Henrique/Donald Miralle Lögregluyfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á líkamsleifar tveggja einstaklinga sem fundust í síðasta mánuði af unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok. Fórnarlömbin voru þau Jessica Lewis, 35 ára, og kærastinn hennar Austin Wenner, 27 ára. Talið er að parið hafi verið myrt og er málið nú rannsakað sem slíkt. Unglingarnir sem fundu líkamsleifarnar komu auga á ferðatösku sem innihélt einn plastpokanna sem líkum parsins hafði verið komið fyrir í. Taskan fannst á strönd í vesturhluta Seattle borgar og gerði unglingarnir lögreglunni viðvart. Í myndbandinu sem unglingarnir tóku upp þann 19. júní síðastliðinn sést ein stúlka úr hópnum opna ferðatöskuna, sem er svört á lit, með priki og kvarta yfir fnyknum sem steig upp úr töskunni. Myndbandinu deildu þau næsta dag á TikTok. Unglingarnir segjast hafa farið á ströndina samkvæmt leiðbeiningum snjallforrits sem sendir notendur í handahófskennda ævintýraleit. „Við erum ánægð með að myndbandið sé í dreifingu. Við töluðum við krakkana sem tengjast málinu og þau deildu með okkur upplýsingum sem þau hafa undir höndum,“ sagði Mark Jamieson, rannsóknarlögreglumaður í Seattle. „Krakkarnir fundu tösku á ströndinni sem lyktaði illa og hringdu í neyðarlínuna… Lögreglumenn mættu á staðinn eftir einn og hálfan tíma. Þeir rannsökuðu töskuna og komust að því að líklega væri um líkamsleifar að ræða og hringdu í kjölfarið í rannsóknarlögreglumenn og embætti réttarmeinafræðings,“ bætti hann við. Annar poki fannst í sjónum en í honum voru einnig líkamsleifar að sögn fréttastofu CNN. Talið er að líkamsleifarnar hafi verið í pokunum í einhverja daga áður en þeir fundust. Hvorki hafði verið tilkynnt um hvarf Lewis né Wenner. Gina Jaschke, frænka Lewis, leitaði til fjölmiðla og hvatti fólk til að stíga fram ef það hefði einhverjar upplýsingar um málið. „Þau voru bara venjulegt, gott fólk. Enginn á það skilið sem þau þurftu að líða,“ sagði hún í samtali við fréttastofu KIRO. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Seattle í Bandaríkjunum hafa borið kennsl á líkamsleifar tveggja einstaklinga sem fundust í síðasta mánuði af unglingum sem voru að taka upp myndband fyrir samfélagsmiðilinn TikTok. Fórnarlömbin voru þau Jessica Lewis, 35 ára, og kærastinn hennar Austin Wenner, 27 ára. Talið er að parið hafi verið myrt og er málið nú rannsakað sem slíkt. Unglingarnir sem fundu líkamsleifarnar komu auga á ferðatösku sem innihélt einn plastpokanna sem líkum parsins hafði verið komið fyrir í. Taskan fannst á strönd í vesturhluta Seattle borgar og gerði unglingarnir lögreglunni viðvart. Í myndbandinu sem unglingarnir tóku upp þann 19. júní síðastliðinn sést ein stúlka úr hópnum opna ferðatöskuna, sem er svört á lit, með priki og kvarta yfir fnyknum sem steig upp úr töskunni. Myndbandinu deildu þau næsta dag á TikTok. Unglingarnir segjast hafa farið á ströndina samkvæmt leiðbeiningum snjallforrits sem sendir notendur í handahófskennda ævintýraleit. „Við erum ánægð með að myndbandið sé í dreifingu. Við töluðum við krakkana sem tengjast málinu og þau deildu með okkur upplýsingum sem þau hafa undir höndum,“ sagði Mark Jamieson, rannsóknarlögreglumaður í Seattle. „Krakkarnir fundu tösku á ströndinni sem lyktaði illa og hringdu í neyðarlínuna… Lögreglumenn mættu á staðinn eftir einn og hálfan tíma. Þeir rannsökuðu töskuna og komust að því að líklega væri um líkamsleifar að ræða og hringdu í kjölfarið í rannsóknarlögreglumenn og embætti réttarmeinafræðings,“ bætti hann við. Annar poki fannst í sjónum en í honum voru einnig líkamsleifar að sögn fréttastofu CNN. Talið er að líkamsleifarnar hafi verið í pokunum í einhverja daga áður en þeir fundust. Hvorki hafði verið tilkynnt um hvarf Lewis né Wenner. Gina Jaschke, frænka Lewis, leitaði til fjölmiðla og hvatti fólk til að stíga fram ef það hefði einhverjar upplýsingar um málið. „Þau voru bara venjulegt, gott fólk. Enginn á það skilið sem þau þurftu að líða,“ sagði hún í samtali við fréttastofu KIRO.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira