Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2020 19:20 Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna á þessu ári vegna þess að farþegaskip eru nánast alveg hætt að koma til Íslands. Bókanir fyrir næsta ár líta vel út en það er þó sýnd veiði en ekki gefin. Ævintýraleg fjölgun hefur verið á komum farþegaskipa til Faxaflóahafna á undanförnum árum. En nú er sagan önnur. Það er nánast ekkert um að vera í þeim efnum við Sunahöfn. Aðeins eitt farþegaskip hefur komið til Faxaflóahafna í sumar og von er á öðru á laugardag. Gunnar Tryggvason aðstoðar hafnarstjóri Faxaflóahafna segir aðí fyrra hafi 190 farþegaskip komið til Faxaflóahafna meðvel rúmlega tvö hundruðþúsund farþega. Frá síðasta vori og fram á næsta haust hafi verið búist viðtæplega tvö hundruð skipum. Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna segir tekjur hafnanna af farþegaskipum verða um 15 prósent af heildartekjum þeirra.Vísir/Frikki „Það er bara eitt af þeim komið og núna eigum við von á næsta á laugardaginn," segir Gunnar. Hafið þið einhverja hugmynd um hvað mörg skip eiga eftir að koma það sem eftir lifir sumars og fram á haust? "Nei. Við gerum ráðfyrir að þaðverði bara örfáskip í viðbót. Það eru þessi leiðangursskip svo kölluð. Litlu skipin sem koma þá með farþegana í gegnum Keflavíkurflugvöll og fara um borð hér,“ segir Gunnar. Erfitt sé að spá fyrir um fjölda skipa framundan því þau afbóki yfirleitt komu sína með skömmum fyrirvara. Heildartekjur Faxaflóahafna eru um 4,2 milljarðar króna og þar af voru tekjurnar af farþegaskipunum tæp fimmtán prósent. Rúmlega tvöhundruð þúsund farþegar komu með 190 farþegaskipum til Faxaflóahafna í fyrra. Á þessu ári hefur aðeins eitt skip komið.Vísir/Vilhelm „Það eru um sexhundruð milljónir sem við verðum af. Við spörum auðvitað einhvern kostnað á móti. En þetta er framlegðarhár bransi og þar af leiðandi erum við að tapa stórum hluta af þessum peningum,“ segir Gunnar. Svipaða sögu er að segja frá höfnum á Akureyri og Ísafirði. Farþegaflutningar með Norrænu til Seyðisfjarðar eru hins vegar að taka við sér og komu 750 manns með ferjunni þangað í dag. Þrátt fyrir þetta bakslag verður ekki horfið frá fjárfrekum áætlunum um rafvæðingu Faxaflóahafna til aðdraga úr mengun. „Annars vegar er fyrsti fasinn í tengingu gámaskipa. Hann er á fullu og vonandi verður hann tilbúinn fyrir vorið. En varðandi fyrsta skemmtiferðaskipið erum viðað tala um 2022 eða 2023,“segir Gunnar Tryggvason. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Dölunum Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sjá meira
Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna á þessu ári vegna þess að farþegaskip eru nánast alveg hætt að koma til Íslands. Bókanir fyrir næsta ár líta vel út en það er þó sýnd veiði en ekki gefin. Ævintýraleg fjölgun hefur verið á komum farþegaskipa til Faxaflóahafna á undanförnum árum. En nú er sagan önnur. Það er nánast ekkert um að vera í þeim efnum við Sunahöfn. Aðeins eitt farþegaskip hefur komið til Faxaflóahafna í sumar og von er á öðru á laugardag. Gunnar Tryggvason aðstoðar hafnarstjóri Faxaflóahafna segir aðí fyrra hafi 190 farþegaskip komið til Faxaflóahafna meðvel rúmlega tvö hundruðþúsund farþega. Frá síðasta vori og fram á næsta haust hafi verið búist viðtæplega tvö hundruð skipum. Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna segir tekjur hafnanna af farþegaskipum verða um 15 prósent af heildartekjum þeirra.Vísir/Frikki „Það er bara eitt af þeim komið og núna eigum við von á næsta á laugardaginn," segir Gunnar. Hafið þið einhverja hugmynd um hvað mörg skip eiga eftir að koma það sem eftir lifir sumars og fram á haust? "Nei. Við gerum ráðfyrir að þaðverði bara örfáskip í viðbót. Það eru þessi leiðangursskip svo kölluð. Litlu skipin sem koma þá með farþegana í gegnum Keflavíkurflugvöll og fara um borð hér,“ segir Gunnar. Erfitt sé að spá fyrir um fjölda skipa framundan því þau afbóki yfirleitt komu sína með skömmum fyrirvara. Heildartekjur Faxaflóahafna eru um 4,2 milljarðar króna og þar af voru tekjurnar af farþegaskipunum tæp fimmtán prósent. Rúmlega tvöhundruð þúsund farþegar komu með 190 farþegaskipum til Faxaflóahafna í fyrra. Á þessu ári hefur aðeins eitt skip komið.Vísir/Vilhelm „Það eru um sexhundruð milljónir sem við verðum af. Við spörum auðvitað einhvern kostnað á móti. En þetta er framlegðarhár bransi og þar af leiðandi erum við að tapa stórum hluta af þessum peningum,“ segir Gunnar. Svipaða sögu er að segja frá höfnum á Akureyri og Ísafirði. Farþegaflutningar með Norrænu til Seyðisfjarðar eru hins vegar að taka við sér og komu 750 manns með ferjunni þangað í dag. Þrátt fyrir þetta bakslag verður ekki horfið frá fjárfrekum áætlunum um rafvæðingu Faxaflóahafna til aðdraga úr mengun. „Annars vegar er fyrsti fasinn í tengingu gámaskipa. Hann er á fullu og vonandi verður hann tilbúinn fyrir vorið. En varðandi fyrsta skemmtiferðaskipið erum viðað tala um 2022 eða 2023,“segir Gunnar Tryggvason.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Dölunum Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sjá meira