Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júlí 2020 08:02 Frá fjöldafundi gærdagsins. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Trump hélt ávarpið fyrir framan Mt. Rushmore, eitt þekktasta minnismerki Bandaríkjanna, en andlit fjögurra fyrirrennara Trump eru þar meitluð í fjallið. Bæði New York Times og Washington Post segja að skilaboð ávarpsins hafi verið myrk, þannig hafi Trump stillt upp þeim sem hafa rifið niður styttur og minnismerki í mótmælaskyni sem óvinunum sem vilji rífa niður Bandaríkin. „Við erum að horfa upp á miskunnarlausa herferð sem er ætluð til þess að þurrka út söguna okkur, gera lítið úr hetjum okkar, eyða gildum okkar og innræta börnin okkar,“ sagði Trump. „Æstur múgurinn er að reyna að rífa niður styttur af forfeðrum okkar, vanhelga okkar helgustu minnismerki og leysa úr læðingi glæpaöldu í borgum okkar.“ Að því er fram kemur í New York Times fór mesta púðrið í ávarpi Trump að mæra sjálfan sig sem sterkan leiðtoga sem myndi verja réttindi Bandaríkjamanna, efla og styðja löggæslu og menningu landsins. Þá gagnrýndi Trump harðlega útilokunarmenninguna svokölluðu, cancel-culture, sem hann sagði mótmælendur óspart nýta sér til þess að ógna andstæðingum sínum Fyrir framan útskornu höggmyndirnar af George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Rooselvelt, sagði Trump að arfleið þessara fyrrverandi forseta væri í hættu vegna mótmælenda sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Í kjölfar mikilla mótmæla í Bandaríkjunum vegna kynþáttafordóma innan lögreglunnar eftir dauða George Floyd hafa mótmælendur víða rifið niður styttur af mönnum sem tengdir hafa verið þrælahaldi. Þá segir í frétt Washington Post að Trump hafi í fordæmt hreyfinguna sem knúið hefur áfram mótmælin í Bandaríkjunum að undanförnu. Sagði Trump að um róttæka hugmyndafræði væri að ræða sem sigldi undir flaggi félagslegs réttlætis en myndi í raun „eyðileggja réttlæti og samfélagið“. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ hafa ekki fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Trump hélt ávarpið fyrir framan Mt. Rushmore, eitt þekktasta minnismerki Bandaríkjanna, en andlit fjögurra fyrirrennara Trump eru þar meitluð í fjallið. Bæði New York Times og Washington Post segja að skilaboð ávarpsins hafi verið myrk, þannig hafi Trump stillt upp þeim sem hafa rifið niður styttur og minnismerki í mótmælaskyni sem óvinunum sem vilji rífa niður Bandaríkin. „Við erum að horfa upp á miskunnarlausa herferð sem er ætluð til þess að þurrka út söguna okkur, gera lítið úr hetjum okkar, eyða gildum okkar og innræta börnin okkar,“ sagði Trump. „Æstur múgurinn er að reyna að rífa niður styttur af forfeðrum okkar, vanhelga okkar helgustu minnismerki og leysa úr læðingi glæpaöldu í borgum okkar.“ Að því er fram kemur í New York Times fór mesta púðrið í ávarpi Trump að mæra sjálfan sig sem sterkan leiðtoga sem myndi verja réttindi Bandaríkjamanna, efla og styðja löggæslu og menningu landsins. Þá gagnrýndi Trump harðlega útilokunarmenninguna svokölluðu, cancel-culture, sem hann sagði mótmælendur óspart nýta sér til þess að ógna andstæðingum sínum Fyrir framan útskornu höggmyndirnar af George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Rooselvelt, sagði Trump að arfleið þessara fyrrverandi forseta væri í hættu vegna mótmælenda sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. Í kjölfar mikilla mótmæla í Bandaríkjunum vegna kynþáttafordóma innan lögreglunnar eftir dauða George Floyd hafa mótmælendur víða rifið niður styttur af mönnum sem tengdir hafa verið þrælahaldi. Þá segir í frétt Washington Post að Trump hafi í fordæmt hreyfinguna sem knúið hefur áfram mótmælin í Bandaríkjunum að undanförnu. Sagði Trump að um róttæka hugmyndafræði væri að ræða sem sigldi undir flaggi félagslegs réttlætis en myndi í raun „eyðileggja réttlæti og samfélagið“.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ hafa ekki fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira