„Borðum rétt“ brot á einkaleyfi Eldum rétt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2020 18:25 Fjölskyldurnar á bak við fyrirtækið Eldum rétt. Hrafnhildur Hermannsdóttir sem stýrir markaðsmálum, eiginmaður hennar, Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri og börn þeirra Áróra og Albert. Hanna María Hermannsdóttir og Valur Hermannsson, framkvæmdastjóri ásamt börnum þeirra, Júlíu og Hermanni. Eldum rétt Álfasaga fær ekki að nota slagorðið „Máltíð í góðu jafnvægi fyrir þig borðum rétt,“ til sölu og markaðssetningar á matarpökkum og annarri tengdri vöru. Slagorðið er talið svipa of til slagorðs Eldum rétt, „Eldum rétt,“ sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á. Að þessu komst Héraðsdómur Reykjaness og kemur fram í dómi sem féll í dag. Þá er Álfasögu einnig óheimilt að starfrækja heimasíðuna bordumrett.is. Eldum rétt hóf rekstur árið 2013 og hefur notað heitið Eldum Rétt frá þeim tíma. Í janúar 2014 hóf fyrirtækið sölu á matarpökkum sem viðskiptavinir kaupa og elda síðan sjálfir samkvæmt uppskrift og nota hráefni sem fylgir með. Eldum rétt óskaði eftir skráningu vörumerkja „Eldum rétt“ þann 7. apríl 2017 og fékk þau skráð þann 30. apríl sama ár. Um svipað leyti varð fyrirtækið þess áskynja að Álfasaga notaði auðkennið „Borðum rétt“ og sendi Álfasögu í kjölfarið bréf þar sem tekið er fram að Eldum rétt væri rétthafi vörumerkisins sem Álfasaga bryti gegn með notkun „Borðum rétt.“ Samkvæmt frásögn Eldum rétt svaraði Álfaborg því þannig að hún hygðist ekki nota „Borðum rétt“ sem vörumerki. Þann 26. október sama ár sótti Álfaborg um skráningu hjá Einkaleyfastofunni á vörumerkinu „Máltíð í góðu jafnvægi fyrir þig borðum rétt.“ Þann 21. júní síðastliðinn ákvað sýslumaður að banna notkun „Máltíð í góðu jafnvægi fyrir þig borðum rétt“ og starfrækslu heimasíðunnar bordumrett.is með lögum þar sem það bryti, vegna ruglingshættu, gegn vörumerkjarétti Eldum rétt. Þá tók Einkaleyfastofa, sem nú heitir Hugverkastofa, ákvörðun um að samþykkja ekki skráningu á vörumerkinu „Máltíð í góðu jafnvægi fyrir þig borðum rétt“ vegna ruglingshættu. Dómsmál Matur Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Álfasaga fær ekki að nota slagorðið „Máltíð í góðu jafnvægi fyrir þig borðum rétt,“ til sölu og markaðssetningar á matarpökkum og annarri tengdri vöru. Slagorðið er talið svipa of til slagorðs Eldum rétt, „Eldum rétt,“ sem fyrirtækið hefur einkaleyfi á. Að þessu komst Héraðsdómur Reykjaness og kemur fram í dómi sem féll í dag. Þá er Álfasögu einnig óheimilt að starfrækja heimasíðuna bordumrett.is. Eldum rétt hóf rekstur árið 2013 og hefur notað heitið Eldum Rétt frá þeim tíma. Í janúar 2014 hóf fyrirtækið sölu á matarpökkum sem viðskiptavinir kaupa og elda síðan sjálfir samkvæmt uppskrift og nota hráefni sem fylgir með. Eldum rétt óskaði eftir skráningu vörumerkja „Eldum rétt“ þann 7. apríl 2017 og fékk þau skráð þann 30. apríl sama ár. Um svipað leyti varð fyrirtækið þess áskynja að Álfasaga notaði auðkennið „Borðum rétt“ og sendi Álfasögu í kjölfarið bréf þar sem tekið er fram að Eldum rétt væri rétthafi vörumerkisins sem Álfasaga bryti gegn með notkun „Borðum rétt.“ Samkvæmt frásögn Eldum rétt svaraði Álfaborg því þannig að hún hygðist ekki nota „Borðum rétt“ sem vörumerki. Þann 26. október sama ár sótti Álfaborg um skráningu hjá Einkaleyfastofunni á vörumerkinu „Máltíð í góðu jafnvægi fyrir þig borðum rétt.“ Þann 21. júní síðastliðinn ákvað sýslumaður að banna notkun „Máltíð í góðu jafnvægi fyrir þig borðum rétt“ og starfrækslu heimasíðunnar bordumrett.is með lögum þar sem það bryti, vegna ruglingshættu, gegn vörumerkjarétti Eldum rétt. Þá tók Einkaleyfastofa, sem nú heitir Hugverkastofa, ákvörðun um að samþykkja ekki skráningu á vörumerkinu „Máltíð í góðu jafnvægi fyrir þig borðum rétt“ vegna ruglingshættu.
Dómsmál Matur Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira