Tekjurnar úr 700 milljónum niður í 700 þúsund Kristín Ólafsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 2. júlí 2020 22:30 Þórir Garðarsson er framkvæmdastjóri Gray line Stöð 2/Egill Tekjur rútufyrirtækisins Gray line fóru úr sjö hundruð milljónum á þriggja mánaða tímabili niður í sjö hundruð þúsund eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Félagið er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. Gray line er eitt þeirra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem gripið hafa til þess ráðs að óska eftir greiðsluskjóli, í samræmi við lög um um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem Alþingi samþykkti í júní. „Eins og staðan er í dag þá sjáum við því miður ekki til lands. Við áttum kannski von á að eitthvað færi að rofa til núna í júlí en það er svosem ekki mikið að ske. Það sem við sjáum í kortunum er að bókanir fyrir seinnipart haustsins, nóvember, desember, janúar, febrúar eftir áramótin eru ágætlega góðar miðað við á síðasta ári en sumarmánuðirnir eru eiginlega farnir fyrir vind sýnist mér,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray line. Þrátt fyrir erfiða stöðu sjái hann fram á það takist að halda fyrirtækinu á floti en yfir 90% starfsfólks hefur verið sagt upp og vinnur nú uppsagnarfrest. „Síðan fækkar töluvert eftir þennan mánuð en við erum ekki búin að taka ákvörðunum það hversu margir verða áfram inn í haustið, inn í ágúst,“ segir Þórir. Þá hefur húsnæði fyrirtækisins við Klettagarða verið auglýst til sölu. „Þetta er bara hús. Það sem skiptir mestu máli er að fyrirtækið komi vel út úr þessu og geti haldið áfram að afla hér tekna.“ Hann segir að skimun á landamærum um miðjan júní hafi litlu breytt, enn sem komið er. Innkoman sé ennþá lítil sem engin. „Við erum að tala um að mánuðina fyrir covid vorum við með 700 milljónir í tekjur fyrir þá þrjá mánuði. Síðustu þrjá mánuði eftir covid þá vorum við með 700 þúsund. Þannig að það er eitt prómill,“ segir Þórir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Tekjur rútufyrirtækisins Gray line fóru úr sjö hundruð milljónum á þriggja mánaða tímabili niður í sjö hundruð þúsund eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Félagið er komið í greiðsluskjól og fasteignir hafa verið settar á sölu. Gray line er eitt þeirra fyrirtækja í ferðaþjónustu sem gripið hafa til þess ráðs að óska eftir greiðsluskjóli, í samræmi við lög um um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar sem Alþingi samþykkti í júní. „Eins og staðan er í dag þá sjáum við því miður ekki til lands. Við áttum kannski von á að eitthvað færi að rofa til núna í júlí en það er svosem ekki mikið að ske. Það sem við sjáum í kortunum er að bókanir fyrir seinnipart haustsins, nóvember, desember, janúar, febrúar eftir áramótin eru ágætlega góðar miðað við á síðasta ári en sumarmánuðirnir eru eiginlega farnir fyrir vind sýnist mér,“ segir Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray line. Þrátt fyrir erfiða stöðu sjái hann fram á það takist að halda fyrirtækinu á floti en yfir 90% starfsfólks hefur verið sagt upp og vinnur nú uppsagnarfrest. „Síðan fækkar töluvert eftir þennan mánuð en við erum ekki búin að taka ákvörðunum það hversu margir verða áfram inn í haustið, inn í ágúst,“ segir Þórir. Þá hefur húsnæði fyrirtækisins við Klettagarða verið auglýst til sölu. „Þetta er bara hús. Það sem skiptir mestu máli er að fyrirtækið komi vel út úr þessu og geti haldið áfram að afla hér tekna.“ Hann segir að skimun á landamærum um miðjan júní hafi litlu breytt, enn sem komið er. Innkoman sé ennþá lítil sem engin. „Við erum að tala um að mánuðina fyrir covid vorum við með 700 milljónir í tekjur fyrir þá þrjá mánuði. Síðustu þrjá mánuði eftir covid þá vorum við með 700 þúsund. Þannig að það er eitt prómill,“ segir Þórir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent