Leita nýs vitnis í Hagen-málinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 23:57 Skjáskot úr upptöku öryggismyndavélar í Lørenskógi. Dreginn er ljós hringur utan um manninn sem leitað er að. Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. Maðurinn er nýtt vitni í málinu en lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á hann. Mikil vinna hefur verið lögð í að setja saman upptökur úr ótal öryggismyndavélum til að kortleggja ferð mannsins umræddan dag. Lítið hefur fengist gefið upp um manninn, fyrir utan það að hann hafi stöðu vitnis og hafi verið á gangi í grennd við heimili Anne-Elisabeth og eiginmanns hennar, Toms Hagens, á mikilvægum tímapunkti. Hann er ekki grunaður um aðild að málinu. Þá hefur lögregla ekki áhuga á að ræða við aðrar manneskjur sem verða á vegi mannsins á upptökunum. Lögreglu hefur borist fjöldi ábendinga eftir að upptökurnar voru birtar í dag. Lögregla vill hins vegar ekki tjá sig um efni ábendinganna að svo stöddu, að því er fram kemur í uppfærðri frétt norska ríkisútvarpsins nú í kvöld. Þar er einnig haft eftir lögreglu að hún hafi komist yfir um sex þúsund klukkutímar af upptökum úr öryggismyndavélum, sem fara þurfi yfir við rannsókn málsins. Þá hefur lögregla áður lýst eftir vitnum sem sést hafa á upptökum í grennd við heimili hjónanna í Lørenskógi og skrifstofu Toms Hagen. Tom Hagen var handtekinn í lok apríl grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana eða átt aðild að dauða hennar. Honum var sleppt úr haldi í maí og neitar sök. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Lögregla í Noregi vill nú ná tali af manni sem sást á upptökum öryggismyndavéla í Lørenskógi þann 31. október 2018, daginn sem Anne-Elisabeth Hagen hvarf. Maðurinn er nýtt vitni í málinu en lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á hann. Mikil vinna hefur verið lögð í að setja saman upptökur úr ótal öryggismyndavélum til að kortleggja ferð mannsins umræddan dag. Lítið hefur fengist gefið upp um manninn, fyrir utan það að hann hafi stöðu vitnis og hafi verið á gangi í grennd við heimili Anne-Elisabeth og eiginmanns hennar, Toms Hagens, á mikilvægum tímapunkti. Hann er ekki grunaður um aðild að málinu. Þá hefur lögregla ekki áhuga á að ræða við aðrar manneskjur sem verða á vegi mannsins á upptökunum. Lögreglu hefur borist fjöldi ábendinga eftir að upptökurnar voru birtar í dag. Lögregla vill hins vegar ekki tjá sig um efni ábendinganna að svo stöddu, að því er fram kemur í uppfærðri frétt norska ríkisútvarpsins nú í kvöld. Þar er einnig haft eftir lögreglu að hún hafi komist yfir um sex þúsund klukkutímar af upptökum úr öryggismyndavélum, sem fara þurfi yfir við rannsókn málsins. Þá hefur lögregla áður lýst eftir vitnum sem sést hafa á upptökum í grennd við heimili hjónanna í Lørenskógi og skrifstofu Toms Hagen. Tom Hagen var handtekinn í lok apríl grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana eða átt aðild að dauða hennar. Honum var sleppt úr haldi í maí og neitar sök.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira