1.094 króna umbunin í raun niðurlægjandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júní 2020 19:20 Gréta María ásamt dóttur sinni. Til hægri má sjá Grétu Maríu í covid-gallanum á Landspítalanum nú þegar faraldurinn stóð sem hæst. Samsett/Aðsend Gréta María Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítala segir umbunina sem hún fékk í sinn hlut fyrir störf sín í kórónuveirufaraldrinum í raun hafa verið niðurlægjandi. Útborguð upphæð hljóðaði að endingu upp á 1.094 krónur fyrir mánaðarvinnu þegar faraldurinn stóð sem hæst. Landspítali fékk milljarð króna frá ríkissjóði til að umbuna starfsfólki með beinum hætti fyrir störf á spítalanum í faraldri kórónuveirunnar nú á vormánuðum. Páll Matthíasson forstjóri spítalans greindi frá því í pistli sínum fyrr í mánuðinum að starfsfólki hefði verið skipt í tvo hópa, annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við covid-smitaða (A-hópur), ) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur). „Upphæð umbunarinnar fer svo eftir viðveru starfsmanns í mars og apríl s.l. og getur numið allt að 250 þúsund fyrir þá sem skipa A-hóp og 105 þúsund fyrir aðra,“ segir í pistli Páls. Gréta María, sem ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag, kom sérstaklega til starfa aftur sem bakvörður en hún er nú í fæðingarorlofi. Hún mætti á fimm til sex vaktir í viku á spítalanum yfir um mánaðarlangt tímabil og var þannig frá fimm mánaða gömlu barni sínu. Umbunin umrædda kom svo upp úr launaumslaginu nú um mánaðamótin. Heildarupphæð var 6.775 krónur. 5.681 króna var dregin frá og eftir stóðu þá 1.094 krónur. „Ég svo sem bjóst aldrei við neinu í byrjun, enda var ég ekki að gera þetta út af einhverjum bónus. Þegar var tilkynnt að ríkið ætlaði að veita þessum milljarði í þakklætisvott urðu allir þakklátir fyrir það enda rausnarleg gjöf. En svo sér Landspítalinn um að deila því til starfsfólks, þannig að þetta er sennilega það sem þeim fannst vera nóg fyrir okkur í bakvarðarsveitinni eða þá sem eru skráðir í tímavinnu,“ sagði Gréta María. Þá kvaðst hún vita til þess að fleiri hafi fengið sambærilega upphæð, um 6500 krónur fyrir skatt og önnur gjöld. Þá viti hún af hjúkrunarfræðingi sem vann 170 tíma yfir mánuð og fékk 26 þúsund krónur í umbun fyrir skatt. Mikil óánægja meðal fastráðinna Gréta er fastráðin sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku en hefur lengst af unnið á gjörgæslu. Slík vinna krefst mikillar þjálfunar. „Þannig að það hoppar ekki hver sem er inn. Og fasta starfsfólkið þurfti að taka á sig gríðarlega mikla vinnu til að halda þessu gangandi, auk bakvarðarsveitarinnar,“ sagði Gréta. „Þetta er bara svolítið niðurlægjandi ef ég á að segja alveg eins og er. […] Maður var bara hálforðlaus. Fyrst fannst manni þetta fyndið en svo hugsaði maður með sér að þetta væri örugglega einhver villa. En svo þegar maður heyrði frá öðrum þá er þetta sennilega ekki nein villa. En svo er eitthvað hærri upphæð sem fasta starfsfólkið fær sem er í fastri prósentu, enda unnu þau náttúrulega langmest. En mér skilst að það sé mikil óánægja líka hjá þeim því það var talað um að það væri hámark 250 þúsund sem hver gæti fengið sem er á þessum svokölluðu covid-deildum en það var víst enginn nálægt þeirri upphæð, sama hvort þeir ynnu 90 prósent vinnu með 100 yfirvinnutímum yfir þennan tíma. Sumir voru með 50 prósent af þessari upphæð, aðrir 80 prósent.“ Viðtalið við Grétu má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Gréta María Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu Landspítala segir umbunina sem hún fékk í sinn hlut fyrir störf sín í kórónuveirufaraldrinum í raun hafa verið niðurlægjandi. Útborguð upphæð hljóðaði að endingu upp á 1.094 krónur fyrir mánaðarvinnu þegar faraldurinn stóð sem hæst. Landspítali fékk milljarð króna frá ríkissjóði til að umbuna starfsfólki með beinum hætti fyrir störf á spítalanum í faraldri kórónuveirunnar nú á vormánuðum. Páll Matthíasson forstjóri spítalans greindi frá því í pistli sínum fyrr í mánuðinum að starfsfólki hefði verið skipt í tvo hópa, annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við covid-smitaða (A-hópur), ) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur). „Upphæð umbunarinnar fer svo eftir viðveru starfsmanns í mars og apríl s.l. og getur numið allt að 250 þúsund fyrir þá sem skipa A-hóp og 105 þúsund fyrir aðra,“ segir í pistli Páls. Gréta María, sem ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag, kom sérstaklega til starfa aftur sem bakvörður en hún er nú í fæðingarorlofi. Hún mætti á fimm til sex vaktir í viku á spítalanum yfir um mánaðarlangt tímabil og var þannig frá fimm mánaða gömlu barni sínu. Umbunin umrædda kom svo upp úr launaumslaginu nú um mánaðamótin. Heildarupphæð var 6.775 krónur. 5.681 króna var dregin frá og eftir stóðu þá 1.094 krónur. „Ég svo sem bjóst aldrei við neinu í byrjun, enda var ég ekki að gera þetta út af einhverjum bónus. Þegar var tilkynnt að ríkið ætlaði að veita þessum milljarði í þakklætisvott urðu allir þakklátir fyrir það enda rausnarleg gjöf. En svo sér Landspítalinn um að deila því til starfsfólks, þannig að þetta er sennilega það sem þeim fannst vera nóg fyrir okkur í bakvarðarsveitinni eða þá sem eru skráðir í tímavinnu,“ sagði Gréta María. Þá kvaðst hún vita til þess að fleiri hafi fengið sambærilega upphæð, um 6500 krónur fyrir skatt og önnur gjöld. Þá viti hún af hjúkrunarfræðingi sem vann 170 tíma yfir mánuð og fékk 26 þúsund krónur í umbun fyrir skatt. Mikil óánægja meðal fastráðinna Gréta er fastráðin sem hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku en hefur lengst af unnið á gjörgæslu. Slík vinna krefst mikillar þjálfunar. „Þannig að það hoppar ekki hver sem er inn. Og fasta starfsfólkið þurfti að taka á sig gríðarlega mikla vinnu til að halda þessu gangandi, auk bakvarðarsveitarinnar,“ sagði Gréta. „Þetta er bara svolítið niðurlægjandi ef ég á að segja alveg eins og er. […] Maður var bara hálforðlaus. Fyrst fannst manni þetta fyndið en svo hugsaði maður með sér að þetta væri örugglega einhver villa. En svo þegar maður heyrði frá öðrum þá er þetta sennilega ekki nein villa. En svo er eitthvað hærri upphæð sem fasta starfsfólkið fær sem er í fastri prósentu, enda unnu þau náttúrulega langmest. En mér skilst að það sé mikil óánægja líka hjá þeim því það var talað um að það væri hámark 250 þúsund sem hver gæti fengið sem er á þessum svokölluðu covid-deildum en það var víst enginn nálægt þeirri upphæð, sama hvort þeir ynnu 90 prósent vinnu með 100 yfirvinnutímum yfir þennan tíma. Sumir voru með 50 prósent af þessari upphæð, aðrir 80 prósent.“ Viðtalið við Grétu má hlusta á í heild í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira