Af hverju kýs ég Guðmund Franklín? Stefán Páll Páluson skrifar 26. júní 2020 12:00 Undanfarin ár hefur almenningur risið reglulega upp gegn ríkisstjórninni vegna vinnubragða þeirra; öryrkjar, eldri borgarar ofl. Ég er öryrki. Þingmenn, ráðherrar og í raun svo gott sem allir þeir sem koma að okkar málum hafa annaðhvort svikið gefin loforð eða einfaldlega ekki náð neinum árangri. Hver er ástæðan? Það er ekki vilji innan þings né ríkisstjórnar að leiðrétta skerðingar, loforð sem gefið var 2009, leiðrétting átti að fara fram 2011. Það vita það allir að lífeyrisskerðingar eru ólögmætar. Þessa sögu þekkja allir. Í þessarri stöðu er mikilvægt að hafa í huga að við almenningur eigum verkfæri í kistunni sem við getum notað og það verkfæri er Forseti Íslands. Þetta verkfæri hefur nú ekki verið notað í þágu almennings í 4 ár. Guðmundur Franklín er einstaklingur sem ég treysti til að beita bæði beinum og óbeinum áhrifum forsetaembættisins í þágu okkar öryrkja og eldri borgara. En það er ekki bara málefni öryrkja og eldri borgara sem ráða minni för, ég á börn sem munu erfa landið, börn sem ég vill skilja eftir í betra samfélagi með einstaklinga við stjórn sem láta sér öll málefni almennings varða eins og t.d. orku- og sjávarauðlindir. Að gefa einstaka einstaklingum yfirráð yfir þessum auðlindum er án efa stærstu mistök sem við getum gert. Guðmundur Franklín er sá maður sem hefur kjark til að takast á við það verkefni svo ekki verði úr stórslys sem börnin mín og ykkar munu greiða fyrir ef illa fer. Alls 11% treysta ríkisstjórninni fullkomlega, 22,1% treystir henni mjög vel, og 26,6% treysta henni frekar vel.(samkvæmt þjóðarpúls Gallup) Það er því einmitt núna meira en nokkru sinni fyrr sem við þurfum kjarkmikin forseta, forseta sem beitir beinum og óbeinum áhrifum sínum til að vernda rétt okkar almennings. Kjarkmikill, ákveðin og óhræddur við að rísa upp gegn hagsmunaöflum eru bara nokkrir góðir kostir við Guðmund Franklín sem munu gera hann að góðum forseta. Við þurfum forseta sem hefur tekið þátt í lífinu en ekki bara lesið um það. Við þurfum forseta sem veit hvað það er að missa allt. Við þurfum forseta sem þekkir erfiðleikana sem koma upp við það endurreisa sig. Forsetaembættið snýst nefnilega ekki um að sýna vöðvana og vekja upp ótta. Hver sá sem heldur slíku fram veit ekki ekki hvað forsetaembættið er og gengur erinda hagsmunaafla sem við viljum ekki að stjórni þeim forseta sem við kjósum okkur í lýðræðislegum kosningum. Ekki láta neinn blekkja ykkur í að halda það að embættið sé gagnslaust. Ef svo væri þá værum við ekki með forseta enda tilgangslaust að vera með einstakling á launum við að gera ekkert annað en að ganga erinda alþingis. Ég kýs með lýðræði gegn hagsmunaöflum. Ég kýs Guðmund Franklín svo börnin mín búi í betra samfélagi. #minnforseti #Franklín2020 #fyrirbörninmín #klárlega Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2020 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur almenningur risið reglulega upp gegn ríkisstjórninni vegna vinnubragða þeirra; öryrkjar, eldri borgarar ofl. Ég er öryrki. Þingmenn, ráðherrar og í raun svo gott sem allir þeir sem koma að okkar málum hafa annaðhvort svikið gefin loforð eða einfaldlega ekki náð neinum árangri. Hver er ástæðan? Það er ekki vilji innan þings né ríkisstjórnar að leiðrétta skerðingar, loforð sem gefið var 2009, leiðrétting átti að fara fram 2011. Það vita það allir að lífeyrisskerðingar eru ólögmætar. Þessa sögu þekkja allir. Í þessarri stöðu er mikilvægt að hafa í huga að við almenningur eigum verkfæri í kistunni sem við getum notað og það verkfæri er Forseti Íslands. Þetta verkfæri hefur nú ekki verið notað í þágu almennings í 4 ár. Guðmundur Franklín er einstaklingur sem ég treysti til að beita bæði beinum og óbeinum áhrifum forsetaembættisins í þágu okkar öryrkja og eldri borgara. En það er ekki bara málefni öryrkja og eldri borgara sem ráða minni för, ég á börn sem munu erfa landið, börn sem ég vill skilja eftir í betra samfélagi með einstaklinga við stjórn sem láta sér öll málefni almennings varða eins og t.d. orku- og sjávarauðlindir. Að gefa einstaka einstaklingum yfirráð yfir þessum auðlindum er án efa stærstu mistök sem við getum gert. Guðmundur Franklín er sá maður sem hefur kjark til að takast á við það verkefni svo ekki verði úr stórslys sem börnin mín og ykkar munu greiða fyrir ef illa fer. Alls 11% treysta ríkisstjórninni fullkomlega, 22,1% treystir henni mjög vel, og 26,6% treysta henni frekar vel.(samkvæmt þjóðarpúls Gallup) Það er því einmitt núna meira en nokkru sinni fyrr sem við þurfum kjarkmikin forseta, forseta sem beitir beinum og óbeinum áhrifum sínum til að vernda rétt okkar almennings. Kjarkmikill, ákveðin og óhræddur við að rísa upp gegn hagsmunaöflum eru bara nokkrir góðir kostir við Guðmund Franklín sem munu gera hann að góðum forseta. Við þurfum forseta sem hefur tekið þátt í lífinu en ekki bara lesið um það. Við þurfum forseta sem veit hvað það er að missa allt. Við þurfum forseta sem þekkir erfiðleikana sem koma upp við það endurreisa sig. Forsetaembættið snýst nefnilega ekki um að sýna vöðvana og vekja upp ótta. Hver sá sem heldur slíku fram veit ekki ekki hvað forsetaembættið er og gengur erinda hagsmunaafla sem við viljum ekki að stjórni þeim forseta sem við kjósum okkur í lýðræðislegum kosningum. Ekki láta neinn blekkja ykkur í að halda það að embættið sé gagnslaust. Ef svo væri þá værum við ekki með forseta enda tilgangslaust að vera með einstakling á launum við að gera ekkert annað en að ganga erinda alþingis. Ég kýs með lýðræði gegn hagsmunaöflum. Ég kýs Guðmund Franklín svo börnin mín búi í betra samfélagi. #minnforseti #Franklín2020 #fyrirbörninmín #klárlega
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar