Fundað fram eftir kvöldi: Í vondri stöðu ef samningar takast ekki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2020 19:22 Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. Síðasta fundi í kjaradeilunni lauk um klukkan tvö í nótt og í hádeginu í dag komu samninganefndir aftur saman til fundar. Á sjötta tímanum í dag sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að fundað yrði fram eftir kvöldi, eða eins lengi og árangursríkt verði að halda áfram. Samninganefndir vildu ekkert tjá sig við upphaf fundarins í morgun. Ríkissáttasemjari sagði þó að viðræðurnar væru gríðarlega þungar og flóknar. „En samtalið er virkt. Annars hefðum við ekki setið að svo lengi og við höldum áfram núna." Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir jákvætt að samtal sé í gangi. „Á meðan það er fundað er von til þess að samningar náist. Við höldum í vonina um að þetta klárist." Hlutafjárútboð félgasins hefst næsta mánudag, þann 29. júní, og mikil áhersla hefur verið lögð á að landa kjarasamningi fyrir þann tíma. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," segir Bogi Nils. Flugfélagið hefur dregið úr flugáætlun sinni til Bandaríkjanna, nú þegar ólíklegt þykir að bandarískir ferðamenn séu á leið hingað til lands á næstunni. Áætlað var að bæta við sjö áfangastöðum í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Nú stendur til að bæta Seattle á lista yfir áfangastaði, og halda áfram flugi til Boston. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa að vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið er mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér, en við höfum gert ráð fyrir því í okkar plönum og okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í alllangan tíma.“ Icelandair Kjaramál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Fundað verður fram eftir kvöldi í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Forstjóri félagsins segir jákvætt að samtal sé í gangi. Takist samningar ekki sé félagið í vondri stöðu. Síðasta fundi í kjaradeilunni lauk um klukkan tvö í nótt og í hádeginu í dag komu samninganefndir aftur saman til fundar. Á sjötta tímanum í dag sagði Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, að fundað yrði fram eftir kvöldi, eða eins lengi og árangursríkt verði að halda áfram. Samninganefndir vildu ekkert tjá sig við upphaf fundarins í morgun. Ríkissáttasemjari sagði þó að viðræðurnar væru gríðarlega þungar og flóknar. „En samtalið er virkt. Annars hefðum við ekki setið að svo lengi og við höldum áfram núna." Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir jákvætt að samtal sé í gangi. „Á meðan það er fundað er von til þess að samningar náist. Við höldum í vonina um að þetta klárist." Hlutafjárútboð félgasins hefst næsta mánudag, þann 29. júní, og mikil áhersla hefur verið lögð á að landa kjarasamningi fyrir þann tíma. „Það er einn af mikilvægum lyklum í þessari endurskipulagningu sem við erum í. Ef það tekst ekki erum við í vondri stöðu," segir Bogi Nils. Flugfélagið hefur dregið úr flugáætlun sinni til Bandaríkjanna, nú þegar ólíklegt þykir að bandarískir ferðamenn séu á leið hingað til lands á næstunni. Áætlað var að bæta við sjö áfangastöðum í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Nú stendur til að bæta Seattle á lista yfir áfangastaði, og halda áfram flugi til Boston. „Þetta er ekki högg frá því sem við vorum að horfa á í vor. Við gerðum alltaf ráð fyrir að þurfa að vinna þetta mjög dýnamískt. Tengiflugið er mjög mikilvægt fyrir okkar kerfi. Við áætlum að til lengri tíma taki þetta við sér, en við höfum gert ráð fyrir því í okkar plönum og okkar endurskipulagningu að þetta geti verið svona í alllangan tíma.“
Icelandair Kjaramál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði