Mikilvægt að eiga vin í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. júlí 2020 10:00 Rannsókn sem framkvæmd var í tíu löndum sýnir að mjög margir upplifa sig einmana í vinnunni. Vísir/Getty Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Global Work Connectivity stóð fyrir í tíu löndum má sjá að allt að helmingur starfsfólks í ólíkum atvinnugreinum er einmana í vinnunni. Þessi einmanaleiki skýrist þá fyrst og fremst af því að þessi hópur fólks segist ekki að eiga vin í vinnunni og finnur þar af leiðandi til einmanaleika. Rannsóknin náði til um tvö þúsund starfsmanna og stjórnenda og til viðbótar við það að greina hversu algengt það er að fólk sé einmana í vinnu er líka hægt að lesa úr niðurstöðunum hvers vegna það skiptir svo miklu máli að eignast vin eða vini í vinnunni. Ekki aðeins getur vinskapur haft jákvæð áhrif á líðan starfsmanna heldur sýndu niðurstöður að einmanaleiki dregur úr getu til framleiðni í vinnu. Fólk sem á hins vegar vin í vinnunni upplifir þann vinskap sem hvatningu til að vinna meira eða hraðar. Þá sögðust 60% svarenda vera líklegri til að starfa áfram hjá vinnuveitanda ef þeir ættu vin í vinnunni. Þeir sem sögðust ekki eiga vini í vinnunni, voru hins vegar líklegir til að vera að svipast um eftir öðru starfi eða ætla sér að gera það. Fólk sem á vin í vinnunni mælist betur helgað starfinu (e. engagement) en einmana starfsfólk og fólk sem á vin í vinnunni er líklegri til að sýna frumkvæði í starfi. Fyrirtækjamenningin skiptir miklu máli um það hvort margir eru einmana í vinnunni eða ekki. Á vinnustöðum þar sem staðið er fyrir reglulegum viðburðum eða hópeflisstundum mældust mun færri starfsmenn einmana. Starfsánægjan helst líka í hendur við það hvort fólk á vin í vinnunni eða ekki og starfsfólk sem er einmana í vinnunni á erfiðara með að takast á við breytingar á vinnustaðnum því það upplifir sig ekki með neitt stuðningsnet meðal vinnufélaga. Til að sporna við einmanaleika í vinnu er mikilvægast að vinna að einhverri tengslamyndun við samstarfsfélaga sem síðan geta leitt til vinskapar. Að borða með vinnufélögum í hádeginu er ein leið og eins getur það myndað tengsl að bjóðast til að taka að sér verkefni eða að aðstoða vinnufélaga. Þá er mælt með því að bíða ekki eftir því að vinnufélagar kynni sig fyrir þér heldur taka af skarið og kynna sig fyrir vinnufélögum. Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Global Work Connectivity stóð fyrir í tíu löndum má sjá að allt að helmingur starfsfólks í ólíkum atvinnugreinum er einmana í vinnunni. Þessi einmanaleiki skýrist þá fyrst og fremst af því að þessi hópur fólks segist ekki að eiga vin í vinnunni og finnur þar af leiðandi til einmanaleika. Rannsóknin náði til um tvö þúsund starfsmanna og stjórnenda og til viðbótar við það að greina hversu algengt það er að fólk sé einmana í vinnu er líka hægt að lesa úr niðurstöðunum hvers vegna það skiptir svo miklu máli að eignast vin eða vini í vinnunni. Ekki aðeins getur vinskapur haft jákvæð áhrif á líðan starfsmanna heldur sýndu niðurstöður að einmanaleiki dregur úr getu til framleiðni í vinnu. Fólk sem á hins vegar vin í vinnunni upplifir þann vinskap sem hvatningu til að vinna meira eða hraðar. Þá sögðust 60% svarenda vera líklegri til að starfa áfram hjá vinnuveitanda ef þeir ættu vin í vinnunni. Þeir sem sögðust ekki eiga vini í vinnunni, voru hins vegar líklegir til að vera að svipast um eftir öðru starfi eða ætla sér að gera það. Fólk sem á vin í vinnunni mælist betur helgað starfinu (e. engagement) en einmana starfsfólk og fólk sem á vin í vinnunni er líklegri til að sýna frumkvæði í starfi. Fyrirtækjamenningin skiptir miklu máli um það hvort margir eru einmana í vinnunni eða ekki. Á vinnustöðum þar sem staðið er fyrir reglulegum viðburðum eða hópeflisstundum mældust mun færri starfsmenn einmana. Starfsánægjan helst líka í hendur við það hvort fólk á vin í vinnunni eða ekki og starfsfólk sem er einmana í vinnunni á erfiðara með að takast á við breytingar á vinnustaðnum því það upplifir sig ekki með neitt stuðningsnet meðal vinnufélaga. Til að sporna við einmanaleika í vinnu er mikilvægast að vinna að einhverri tengslamyndun við samstarfsfélaga sem síðan geta leitt til vinskapar. Að borða með vinnufélögum í hádeginu er ein leið og eins getur það myndað tengsl að bjóðast til að taka að sér verkefni eða að aðstoða vinnufélaga. Þá er mælt með því að bíða ekki eftir því að vinnufélagar kynni sig fyrir þér heldur taka af skarið og kynna sig fyrir vinnufélögum.
Góðu ráðin Vinnumarkaður Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira