Mikill hugur og kraftur í íslenskum garðyrkjubændum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júní 2020 12:55 Sveinn Sæland, sem er garðyrkjubóndi á Espiflöt en þar eru ræktuð afskorin blóm. Sveinn og hans fjölskylda er að fara að stækka stöðina eins og fleiri garðyrkjubændur í Reykholti. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikill hugur og kraftur er í íslenskum garðyrkjubændum, sem margir hverjir eru að stækka stöðvarnar sínar vegna mikillar eftirspurnar eftir íslensku grænmeti og blómum. Um 140 garðyrkjubændur eru í landinu og þar með í Sambandi garðyrkjubænda, sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna og íslenskrar garðyrkju. Félagsmenn rækta og vinna margvíslegar afurðir s.s. afskorin blóm, pottablóm, kartöflur, grænmeti, rófur, garðplöntur, kryddjurtir, trjáplöntur, ávexti og ber. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð eru mikið ræktað af tómötum, gúrkum, jarðarberjum og afskornum blómum. Þar eru þrír garðyrkjubændur að fara að stækka stöðvarnar sínar. Sveinn Sæland á Espiflöt, sem ræktar afskorin blóm er einn af þessum bændum. „Það sem er að gerast núna er mjög gaman því að þegar ég horfi út um stofugluggann þá sé ég níu þúsund fermetra af gróðurhúsum rísa beint fyrir framan augun á mér og eftir þessa stækkun, sem verður komin í notkun í haust þá verður hér í Reykholti stærsta gúrkuræktun í landinu, stærsta tómataræktun í landinu, blómaræktun og jarðarberjaræktun,“ segir Sveinn og bætir við, „Þetta er svolítið sérstakt að þetta skuli gerast í þessu litla þorpi hér þar sem búa ekki nema um 300 íbúar. Það er eitthvað í umhverfinu sem veldur því að menn velja að byggja hér.“ Sala á afskornum blómum og íslensku grænmeti hefur verið mjög mikil á tímum kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveinn segir að stækkun garðyrkjustöðvanna þriggja munu skapa mörg ný störf en garðyrkjustöðvarnar sem um ræðir eru Friðheimar, Gufuhlíð og Espiflöt. „Þetta kemur til með að skapa á milli fimmtán og tuttugu ný störf í þessu litla þorpi og umhverfi. Hér á Espiflöt erum við með fjórtán, fimmtán manns í vinnu og við sækjum starfskrafta úr nærumhverfinu alfarið.“ Sveinn segir garðyrkjubændur finna mjög vel fyrir mjög vaxandi eftirspurn eftir íslensku grænmeti og blómum og því sé ekkert hik á þeim garðyrkjubændum, sem hafa ákveðið að stækka stöðvarnar sínar. Salan hafa t.d. verið mjög góð á tímum kórónuveirunnar. „Framtíðin leggst mjög vel í okkur og það er sérstaklega gaman hvað neysla blóma jókst á þessu tímabili og það sýnir svolítið hugsanabreytingu hjá fólki þegar að kreppir og blómin tikka vel inn í það,“ segir Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Garðyrkja Bláskógabyggð Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Mikill hugur og kraftur er í íslenskum garðyrkjubændum, sem margir hverjir eru að stækka stöðvarnar sínar vegna mikillar eftirspurnar eftir íslensku grænmeti og blómum. Um 140 garðyrkjubændur eru í landinu og þar með í Sambandi garðyrkjubænda, sem vinnur að sameiginlegum hagsmunum félagsmanna og íslenskrar garðyrkju. Félagsmenn rækta og vinna margvíslegar afurðir s.s. afskorin blóm, pottablóm, kartöflur, grænmeti, rófur, garðplöntur, kryddjurtir, trjáplöntur, ávexti og ber. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð eru mikið ræktað af tómötum, gúrkum, jarðarberjum og afskornum blómum. Þar eru þrír garðyrkjubændur að fara að stækka stöðvarnar sínar. Sveinn Sæland á Espiflöt, sem ræktar afskorin blóm er einn af þessum bændum. „Það sem er að gerast núna er mjög gaman því að þegar ég horfi út um stofugluggann þá sé ég níu þúsund fermetra af gróðurhúsum rísa beint fyrir framan augun á mér og eftir þessa stækkun, sem verður komin í notkun í haust þá verður hér í Reykholti stærsta gúrkuræktun í landinu, stærsta tómataræktun í landinu, blómaræktun og jarðarberjaræktun,“ segir Sveinn og bætir við, „Þetta er svolítið sérstakt að þetta skuli gerast í þessu litla þorpi hér þar sem búa ekki nema um 300 íbúar. Það er eitthvað í umhverfinu sem veldur því að menn velja að byggja hér.“ Sala á afskornum blómum og íslensku grænmeti hefur verið mjög mikil á tímum kórónuveirunnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveinn segir að stækkun garðyrkjustöðvanna þriggja munu skapa mörg ný störf en garðyrkjustöðvarnar sem um ræðir eru Friðheimar, Gufuhlíð og Espiflöt. „Þetta kemur til með að skapa á milli fimmtán og tuttugu ný störf í þessu litla þorpi og umhverfi. Hér á Espiflöt erum við með fjórtán, fimmtán manns í vinnu og við sækjum starfskrafta úr nærumhverfinu alfarið.“ Sveinn segir garðyrkjubændur finna mjög vel fyrir mjög vaxandi eftirspurn eftir íslensku grænmeti og blómum og því sé ekkert hik á þeim garðyrkjubændum, sem hafa ákveðið að stækka stöðvarnar sínar. Salan hafa t.d. verið mjög góð á tímum kórónuveirunnar. „Framtíðin leggst mjög vel í okkur og það er sérstaklega gaman hvað neysla blóma jókst á þessu tímabili og það sýnir svolítið hugsanabreytingu hjá fólki þegar að kreppir og blómin tikka vel inn í það,“ segir Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi á Espiflöt í Biskupstungum í Bláskógabyggð.
Garðyrkja Bláskógabyggð Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira