Kjaradeila flugfreyja: „Alltaf von þegar fólk talar saman“ Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2020 12:23 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir er starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Ekkert hefur verið fundað á milli aðila í tvær vikur. Lítið hefur gerst í viðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair frá því Flugfreyjufélagið hafnaði svokölluðu lokatilboði flugfélagsins 20. maí síðastliðinn. Tvær vikur eru síðan samningsaðilar funduðu hjá ríkissáttasemjara en sá fundur var árángurslaus. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Aðilar hittast hjá sáttasemjara í fyrsta skipti síðan 5. júní. Ríkissáttasemjari boðaði til lögboðins fundar núna í dag.“ Hverju áttu von á í viðræðunum í dag? „Ég á allavega von á samtali og það er nú alltaf von þegar fólk talar saman þannig að ég fer bjartsýn inn í daginn.“ Engar óformlegar viðræður hafa átt sér stað á milli aðila frá síðasta fundi. „Samninganefndin okkar hefur verið dugleg að hittast og hitta félagsmenn á opnum húsum og við erum að reyna leita allra leiða sem við sjáum að hægt væri að fara,“ segir Guðlaug Líney. Hún segir marga hluti í viðræðunum óleysta. „Í stuttu málið er þetta aukið vinnuframlag og kannski breyting á starfsöryggi stéttarinnar til framtíðar sem er það sem við erum helst ósátt um.“ Líkt og áður hefur komið fram eru ferðamenn farnir að koma til landsins aftur eftir tilslakanir á landamærum Íslands. Icelandair áætlar að auka flugframboð sitt í júlí gangi allt eftir. Guðlaug segir Flugfreyjufélagið sem stendur ekki vera íhuga aðgerðir. „Ekki að svo stöddu,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair koma saman til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Ekkert hefur verið fundað á milli aðila í tvær vikur. Lítið hefur gerst í viðræðum Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair frá því Flugfreyjufélagið hafnaði svokölluðu lokatilboði flugfélagsins 20. maí síðastliðinn. Tvær vikur eru síðan samningsaðilar funduðu hjá ríkissáttasemjara en sá fundur var árángurslaus. Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segist bjartsýn fyrir fundinn í dag. „Aðilar hittast hjá sáttasemjara í fyrsta skipti síðan 5. júní. Ríkissáttasemjari boðaði til lögboðins fundar núna í dag.“ Hverju áttu von á í viðræðunum í dag? „Ég á allavega von á samtali og það er nú alltaf von þegar fólk talar saman þannig að ég fer bjartsýn inn í daginn.“ Engar óformlegar viðræður hafa átt sér stað á milli aðila frá síðasta fundi. „Samninganefndin okkar hefur verið dugleg að hittast og hitta félagsmenn á opnum húsum og við erum að reyna leita allra leiða sem við sjáum að hægt væri að fara,“ segir Guðlaug Líney. Hún segir marga hluti í viðræðunum óleysta. „Í stuttu málið er þetta aukið vinnuframlag og kannski breyting á starfsöryggi stéttarinnar til framtíðar sem er það sem við erum helst ósátt um.“ Líkt og áður hefur komið fram eru ferðamenn farnir að koma til landsins aftur eftir tilslakanir á landamærum Íslands. Icelandair áætlar að auka flugframboð sitt í júlí gangi allt eftir. Guðlaug segir Flugfreyjufélagið sem stendur ekki vera íhuga aðgerðir. „Ekki að svo stöddu,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði