Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júní 2020 18:38 Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. Í upphafi vikunnar fannst maður látinn utandyra á svæðinu og fékkst það staðfest frá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er grunur um að hann hafi látist vegna ofneyslu vímuefna. Til stendur að reisa smáhýsi í Hlíðahverfi, fyrir neðan Eskihlíð. Smáhýsi eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði á svæðinu. Hægra megin við smáhýsin er Konukot starfrækt og þar fyrir neðan er heimili fyrir geðfatlaða karlmenn. Nokkrir íbúar sendu bréf á borgina þar sem fram kemur að þeim þyki það stórkostlegt ábyrgðarleysi að reisa smáhýsi á sama svæði og fyrrnefnd úrræði. Fram kemur að íbúar séu nokkuð varir við núverandi starfsemi. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu sem og í anddyrum blokka. „Það er ekki langt síðan það gerðist að ungur krakki fann fullt af sprautunálum á svæðinu,“ sagði Lena Viderø, formaður Foreldrafélags Hlíðaskóla. „Hér er gönguleið sem liggur að Valsheimilinu og hér er kassi ætlaður notuðum sprautunálum.“ Fyrir framan smáhýsin er göngu- og hjólastígur. En um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Ályktun frá Knattspyrnufélagi Vals.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur sent ályktun á Velferðarsvið borgarinnar þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna nálægðar við Hlíðarenda þar sem íþróttastarfsemi fer fram. „Fólk verður auðvitað að búa einhvers staðar. Fólk með þennan vanda verður að fá lausn sinna mála en málið er það að nú þegar eru þung úrræði í þessu hverfi og það er spurning hvort það sé á það bætandi,“ sagði Lena. Lena er formaður foreldrafélags Hlíðaskóla. Hún segir mikilvægt að hjálpa þeim hópi sem þarf á þjónustu smáhýsa að halda, en staðsetningin sé vanhugsuð.Stöð 2 Lena gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samskiptaleysi. „Mér finnst mjög mikilvægt að foreldrar fái leyfi til að hafa áhyggjur og fái að viðra þær,“ sagði Lena. Ert þú ánægð með samtal borgarinnar? „Nei það get ég ekki sagt,“ sagði Lena. Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. Í upphafi vikunnar fannst maður látinn utandyra á svæðinu og fékkst það staðfest frá lögreglu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er grunur um að hann hafi látist vegna ofneyslu vímuefna. Til stendur að reisa smáhýsi í Hlíðahverfi, fyrir neðan Eskihlíð. Smáhýsi eru ætluð einstaklingum sem erfiðlega hefur gengið að útvega búsetuúrræði vegna áfengis- og vímuefnaneyslu eða annarra veikinda. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði á svæðinu. Hægra megin við smáhýsin er Konukot starfrækt og þar fyrir neðan er heimili fyrir geðfatlaða karlmenn. Nokkrir íbúar sendu bréf á borgina þar sem fram kemur að þeim þyki það stórkostlegt ábyrgðarleysi að reisa smáhýsi á sama svæði og fyrrnefnd úrræði. Fram kemur að íbúar séu nokkuð varir við núverandi starfsemi. Víða séu sprautur og nálar í nærumhverfinu sem og í anddyrum blokka. „Það er ekki langt síðan það gerðist að ungur krakki fann fullt af sprautunálum á svæðinu,“ sagði Lena Viderø, formaður Foreldrafélags Hlíðaskóla. „Hér er gönguleið sem liggur að Valsheimilinu og hér er kassi ætlaður notuðum sprautunálum.“ Fyrir framan smáhýsin er göngu- og hjólastígur. En um hann fara börn reglulega til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Ályktun frá Knattspyrnufélagi Vals.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Stjórn Knattspyrnufélagsins Vals hefur sent ályktun á Velferðarsvið borgarinnar þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna nálægðar við Hlíðarenda þar sem íþróttastarfsemi fer fram. „Fólk verður auðvitað að búa einhvers staðar. Fólk með þennan vanda verður að fá lausn sinna mála en málið er það að nú þegar eru þung úrræði í þessu hverfi og það er spurning hvort það sé á það bætandi,“ sagði Lena. Lena er formaður foreldrafélags Hlíðaskóla. Hún segir mikilvægt að hjálpa þeim hópi sem þarf á þjónustu smáhýsa að halda, en staðsetningin sé vanhugsuð.Stöð 2 Lena gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samskiptaleysi. „Mér finnst mjög mikilvægt að foreldrar fái leyfi til að hafa áhyggjur og fái að viðra þær,“ sagði Lena. Ert þú ánægð með samtal borgarinnar? „Nei það get ég ekki sagt,“ sagði Lena.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira