Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 2 Hópur presta í Þjóðkirkjunni skrifar 19. júní 2020 09:00 Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er ekki til þess fallið að bæta umgjörðina utan um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra manna að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þær sem frumvarpið leggur til muni fremur ýkja og ýfa fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Við höfum áður beint sjónum okkar að 8. grein frumvarpsins en nú tökum við til umfjöllunar álit okkar á Dyflinnarreglugerðinni og 11.grein frumvarpsins. Dyflinnarreglugerðin Dyflinnarreglugerðin hefur verið fastur liður í umræðunni um málefni flóttafólks- og hælisleitenda undanfarin ár. Frumvarp það sem hér er til umræðu virðist leggja upp með þá áætlun að beita Dyflinnarreglugerðinni þegar þess er nokkur kostur til að hafna bersýnilega tilhæfulausum umsóknum, að mati yfirvalda, hratt og örugglega. Að okkar mati gengur þetta gegn anda reglugerðarinnar. Dyflinnarreglugerðin var ekki gerð til að gefa ríkjum ástæðu til að varpa ábyrgð sinni á straumi flóttamanna yfir á önnur ríki hvenær sem kostur gefst. Mikilvægt er að undirstrika að Dyflinnarreglugerðin er heimild. Stjórnvöld mega sýna fólki í neyð mannúð þó að þau hafi fengið alþjóðlega vernd í landi sem er ófært um að veita þeim möguleika á mannsæmandi lífi. Þess vegna finnst okkur skjóta skökku við ef hin nýju lög draga úr mannúð Íslands gagnvart fólki í slíkri stöðu. 11. grein frumvarpsins Í greinargerð frumvarpsins um 11.gr. er tekið fram að ástæða ,,þykir til að breyta íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar svo að löggjöfin sjálf verði ekki aðalástæða þess að fólk leitar hingað til lands eftir alþjóðlegri vernd en þannig má draga úr frekari fjölgun umsókna." Einnig segir í 2. kafla greinargerðinnar: ,,Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur." Í þessu samhengi bendum við á þrjú mikilvæg atriði. 1) Í fyrsta lagi furðum við okkur á viðhorfi og vinnubrögðum frumvarpsflytjanda. Það er gríðarlega mikið til af gögnum, skýrslum og vitnisburðum um slæmar og ómannsæmandi aðstæður flóttafólks sem er með landvistarleyfi í löndum eins og Grikklandi, Ítalíu, Ungverjalandi eða Búlgaríu. Við getum ekki ímyndað okkur að yfirvöld hafi ekki nægar upplýsingar um aðstæður í þessum löndum og því verðum við að telja að þau kjósi að horfa framhjá þeim. Að horft sé framhjá mannréttindum fólks á flótta auk þess að virða ekki hugsjónir um samstarf innan álfunnar allrar í málaflokknum eru að okkar mati óásættanleg vinnubrögð. 2) Við setjum spurningarmerki við þau viðhorf sem birtast í greinargerðinni um nauðsyn breytinga á „íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar (...)" Íslensk löggjöf á að bregðast við raunverulegri þörf umsækjanda um alþjóðlega vernd sem er í samræmi við kröfur mannréttinda fyrst og síðast óháð viðmiðum nágrannaþjóða. 3) Í starfi okkar innan kirkjunnar leita til okkar margir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í öðru ríki. Þegar við hlustum á sögur þessara einstaklinga skiljum við hve margvíslegar ástæður eru fyrir því að þeir koma hingað til Íslands þrátt fyrirað hafa landvistarleyfi í Grikklandi eða á Ítalíu. Sumar ástæðurnar eru, að okkar mati, svo alvarlegar og sterkar að við teljum að umsóknirnar ættu að verða teknar til efnismeðferðar. Þess vegna fullyrðum við að mikilvægt sé að sérhver umsókn um vernd skuli eiga möguleika á efnismeðferð. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur, þar sem horft er til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka til frekari skoðunar. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30 Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Nýtt frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga horfir til þess að takmarka enn frekar réttindi hælisleitenda- og flóttafólks. Margt í frumvarpi því sem hér er til umfjöllunar er ekki til þess fallið að bæta umgjörðina utan um þennan málaflokk og virðist ekki vera sett fram til að mæta fólki og milda áföll þess með sjálfsögð mannréttindi allra manna að leiðarljósi. Hættan er sú að breytingar þær sem frumvarpið leggur til muni fremur ýkja og ýfa fyrirliggjandi áföll þeirra einstaklinga sem hingað leita eftir skjóli, einangra þá enn frekar og takmarka möguleika þeirra á mannsæmandi lífi meðan þeir dvelja hér á landi. Við höfum áður beint sjónum okkar að 8. grein frumvarpsins en nú tökum við til umfjöllunar álit okkar á Dyflinnarreglugerðinni og 11.grein frumvarpsins. Dyflinnarreglugerðin Dyflinnarreglugerðin hefur verið fastur liður í umræðunni um málefni flóttafólks- og hælisleitenda undanfarin ár. Frumvarp það sem hér er til umræðu virðist leggja upp með þá áætlun að beita Dyflinnarreglugerðinni þegar þess er nokkur kostur til að hafna bersýnilega tilhæfulausum umsóknum, að mati yfirvalda, hratt og örugglega. Að okkar mati gengur þetta gegn anda reglugerðarinnar. Dyflinnarreglugerðin var ekki gerð til að gefa ríkjum ástæðu til að varpa ábyrgð sinni á straumi flóttamanna yfir á önnur ríki hvenær sem kostur gefst. Mikilvægt er að undirstrika að Dyflinnarreglugerðin er heimild. Stjórnvöld mega sýna fólki í neyð mannúð þó að þau hafi fengið alþjóðlega vernd í landi sem er ófært um að veita þeim möguleika á mannsæmandi lífi. Þess vegna finnst okkur skjóta skökku við ef hin nýju lög draga úr mannúð Íslands gagnvart fólki í slíkri stöðu. 11. grein frumvarpsins Í greinargerð frumvarpsins um 11.gr. er tekið fram að ástæða ,,þykir til að breyta íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar svo að löggjöfin sjálf verði ekki aðalástæða þess að fólk leitar hingað til lands eftir alþjóðlegri vernd en þannig má draga úr frekari fjölgun umsókna." Einnig segir í 2. kafla greinargerðinnar: ,,Nauðsynlegt þykir að bregðast við þessari stöðu með því að kveða skýrt á um að þeir sem þegar njóta verndar í Evrópu geti ekki að ástæðulausu knúið fram endurtekna málsmeðferð hér á landi og að Dyflinnarreglugerðinni sé beitt þegar þess er kostur." Í þessu samhengi bendum við á þrjú mikilvæg atriði. 1) Í fyrsta lagi furðum við okkur á viðhorfi og vinnubrögðum frumvarpsflytjanda. Það er gríðarlega mikið til af gögnum, skýrslum og vitnisburðum um slæmar og ómannsæmandi aðstæður flóttafólks sem er með landvistarleyfi í löndum eins og Grikklandi, Ítalíu, Ungverjalandi eða Búlgaríu. Við getum ekki ímyndað okkur að yfirvöld hafi ekki nægar upplýsingar um aðstæður í þessum löndum og því verðum við að telja að þau kjósi að horfa framhjá þeim. Að horft sé framhjá mannréttindum fólks á flótta auk þess að virða ekki hugsjónir um samstarf innan álfunnar allrar í málaflokknum eru að okkar mati óásættanleg vinnubrögð. 2) Við setjum spurningarmerki við þau viðhorf sem birtast í greinargerðinni um nauðsyn breytinga á „íslenskri löggjöf til samræmis við löggjöf og viðmið nágrannaþjóða okkar (...)" Íslensk löggjöf á að bregðast við raunverulegri þörf umsækjanda um alþjóðlega vernd sem er í samræmi við kröfur mannréttinda fyrst og síðast óháð viðmiðum nágrannaþjóða. 3) Í starfi okkar innan kirkjunnar leita til okkar margir umsækjendur um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í öðru ríki. Þegar við hlustum á sögur þessara einstaklinga skiljum við hve margvíslegar ástæður eru fyrir því að þeir koma hingað til Íslands þrátt fyrirað hafa landvistarleyfi í Grikklandi eða á Ítalíu. Sumar ástæðurnar eru, að okkar mati, svo alvarlegar og sterkar að við teljum að umsóknirnar ættu að verða teknar til efnismeðferðar. Þess vegna fullyrðum við að mikilvægt sé að sérhver umsókn um vernd skuli eiga möguleika á efnismeðferð. Að okkar mati er ljóst að hugsa þarf þetta frumvarp betur, þar sem horft er til langtímaafleiðinga verði það að lögum. Ósk okkar er að frumvarpið verði dregið til baka til frekari skoðunar. Undirrituð eru starfandi prestar í Þjóðkirkju Íslands og hafa unnið að málefnum fólks á flótta í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Hjalti Jón Sverrisson Kjartan Jónsson Magnús Björn Björnsson Toshiki Toma
Alvarlegar athugasemdir presta við frumvarp um útlendingalög - 1 Undanfarnar vikur og mánuði hafa íslensk stjórnvöld leitast við að virða mannhelgi sérhvers lífs í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid19. 18. júní 2020 13:30
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun