Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2020 08:07 Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Viðtalið er tekið við rafhleðslustöð fyrir bíla í Kringlunni í Reykjavík. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta var raunar eitt mikilvægasta hlutverk Keflavíkurflugvallar um fimmtán ára skeið á árunum eftir stríð að þjóna sem eldsneytisstoppistöð þegar flugvélar drifu ekki yfir Atlantahafið án millilendingar. Þær nýttu þá einnig Gander á Nýfundnalandi og Prestvík í Skotlandi. Og enn í dag nýta skammdrægari vélar völlinn með þessum hætti. Eldsneyti dælt á flugvél bandaríska flugfélagsins TWA á Keflavíkurflugvelli í kringum árið 1950. Farþegaflugvélar eftirstríðsáranna urðu að millilenda á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið allt þar til þotuöldin gekk í garð í kringum 1960. Þá mátti stundum sjá heimsfræga Hollywood-leikara í flugstöðinni eins og Humphrey Bogart.Mynd/Úr safni Knúts Höiriis. Þeir hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, velta því nú upp hvort huga þurfi að rafhleðslustöð. „Sumir segja að þetta sé handan við hornið. En ég held að það sé nú svolítill tími í að rafvélar fari að draga frá Íslandi til annarra landa. En við erum að hugsa til margra áratuga. Hérna getum við boðið upp á græna, íslenska, hreina orku og gert flugið umhverfisvænt – eins umhverfisvænt og það getur orðið – dregið úr hljóðvistarvandræðum og svoleiðis. Þannig að þetta er mjög stórt tækifæri,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pipistrel-flugvél við rafhleðslustöð. Hún varð í síðustu viku fyrsta rafmagnsflugvélin til að fá alþjóðlegt lofthæfisskírteini þegar hún hlaut vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Áður hafði hún verið rekin sem tilraunavél.Mynd/Pipistrel USA. Níu sæta vél flaug í fyrsta sinn fyrir rafmagni í síðasta mánuði, áformað er að nítján sæta vél flytji farþega eftir fimm ár og því er spáð að 200 sæta rafmagnsvélar verði komnar eftir áratug. Þeir hjá þróunarfélaginu segjast hugsa þrjátíu ár fram í tímann. „Innan tíu ára er talað um að stærri vélar geti farið að draga kannski þúsund kílómetra. Það nægir okkur ekki. En við erum að hugsa til lengri tíma þannig að þetta er klárlega innan okkar tímaramma.“ En vélar framtíðarinnar gætu líka verið mannlausir drónar. „Mannlausir rafmagns cargo drónar, sem gætu stoppað við í Keflavík og hlaðið á leiðinni frá Evrópu til Ameríku og öfugt. Þetta gæti verið kjörið til þess. Þeir þurfa líka stoppistöð til þess að hlaða á leiðinni,“ segir Pálmi Freyr. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta var raunar eitt mikilvægasta hlutverk Keflavíkurflugvallar um fimmtán ára skeið á árunum eftir stríð að þjóna sem eldsneytisstoppistöð þegar flugvélar drifu ekki yfir Atlantahafið án millilendingar. Þær nýttu þá einnig Gander á Nýfundnalandi og Prestvík í Skotlandi. Og enn í dag nýta skammdrægari vélar völlinn með þessum hætti. Eldsneyti dælt á flugvél bandaríska flugfélagsins TWA á Keflavíkurflugvelli í kringum árið 1950. Farþegaflugvélar eftirstríðsáranna urðu að millilenda á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið allt þar til þotuöldin gekk í garð í kringum 1960. Þá mátti stundum sjá heimsfræga Hollywood-leikara í flugstöðinni eins og Humphrey Bogart.Mynd/Úr safni Knúts Höiriis. Þeir hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, velta því nú upp hvort huga þurfi að rafhleðslustöð. „Sumir segja að þetta sé handan við hornið. En ég held að það sé nú svolítill tími í að rafvélar fari að draga frá Íslandi til annarra landa. En við erum að hugsa til margra áratuga. Hérna getum við boðið upp á græna, íslenska, hreina orku og gert flugið umhverfisvænt – eins umhverfisvænt og það getur orðið – dregið úr hljóðvistarvandræðum og svoleiðis. Þannig að þetta er mjög stórt tækifæri,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pipistrel-flugvél við rafhleðslustöð. Hún varð í síðustu viku fyrsta rafmagnsflugvélin til að fá alþjóðlegt lofthæfisskírteini þegar hún hlaut vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Áður hafði hún verið rekin sem tilraunavél.Mynd/Pipistrel USA. Níu sæta vél flaug í fyrsta sinn fyrir rafmagni í síðasta mánuði, áformað er að nítján sæta vél flytji farþega eftir fimm ár og því er spáð að 200 sæta rafmagnsvélar verði komnar eftir áratug. Þeir hjá þróunarfélaginu segjast hugsa þrjátíu ár fram í tímann. „Innan tíu ára er talað um að stærri vélar geti farið að draga kannski þúsund kílómetra. Það nægir okkur ekki. En við erum að hugsa til lengri tíma þannig að þetta er klárlega innan okkar tímaramma.“ En vélar framtíðarinnar gætu líka verið mannlausir drónar. „Mannlausir rafmagns cargo drónar, sem gætu stoppað við í Keflavík og hlaðið á leiðinni frá Evrópu til Ameríku og öfugt. Þetta gæti verið kjörið til þess. Þeir þurfa líka stoppistöð til þess að hlaða á leiðinni,“ segir Pálmi Freyr. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24
Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33