Innleysa útistandandi hluti í Heimavöllum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júní 2020 10:47 Heimavellir sérhæfir sig í útleigu íbúða. Vísir/VIlhelm Hið norska félag Fredensborg ICE ehf hefur eignast 99,45 prósent hlutafjár í Heimavöllum eftir uppgjör á yfirtökutilboði félagsins til hluthafa félagsins fór fram. 242 hluthafar tóku tilboðinu og mun Fredensborg nýta heimild til þess að innleysa útistandandi hluti í Heimavöllum. Greint var frá því í mars síðastliðnum að Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hafi keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Í framhaldi af kaupunum gerði félagið öðrum hluthöfum yfirtökutilboð á genginu 1,5 á hlut. Í tilkynningu til kauphallar segir að alls hafi 242 hluthafar sem áttu samtals 2.735.828.198 hluti í Heimavöllum, eða sem nemur 24,32 prósent hlutafjár í félaginu, tekið tilboðinu. Eignarhlutur Fredensborg ICE ehf. nam 73,93 prósent fyrir tilboðið en mun nema 98,25% af heildarhlutafé við uppgjör viðskipta eða 99,45% þegar leiðrétt hefur verið fyrir eigin hlutum, að því er fram kemur í tilkynningunnni. Hluthafar sem tóku tilboðinu fá greitt með reiðufé og fer greiðsla fram eigi síðar en þann 22. júní næstkomandi í samræmi við skilmála tilboðsins. Eftir uppgjörið hefur Fredensborg ICe eignast meira en 9/10 hlutafjár og atkvæðisréttar í Heimavöllum. Í tilkynningunni segir að félagið hafi, ásamt stjórn Heimavalla, ákveðið að beita innlausnarrétti samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Mun hluthöfum Heimavalla hf., sem innlausnin tekur til, verða send tilkynning um innlausnina á næstu dögum. Innlausnarverðið er 1,5 kr. fyrir hvern hlut í Heimavöllum hf. og greitt verður fyrir hlutina með reiðufé. Er um að ræða sama verð og Fredensborg ICE ehf. bauð hluthöfum Heimavalla hf. í yfirtökutilboði sem lauk 15. júní, að því er segir í tilkynningunni. Fredensborg ICE hefur í hyggju að afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland. Húsnæðismál Markaðir Noregur Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hið norska félag Fredensborg ICE ehf hefur eignast 99,45 prósent hlutafjár í Heimavöllum eftir uppgjör á yfirtökutilboði félagsins til hluthafa félagsins fór fram. 242 hluthafar tóku tilboðinu og mun Fredensborg nýta heimild til þess að innleysa útistandandi hluti í Heimavöllum. Greint var frá því í mars síðastliðnum að Fredensborg ICE ehf, dótturfélag hins norska Fredensborg AS, hafi keypt næstum tvo þriðju hluta í Heimavöllum, sem sérhæfir sig í útleigu íbúða. Í framhaldi af kaupunum gerði félagið öðrum hluthöfum yfirtökutilboð á genginu 1,5 á hlut. Í tilkynningu til kauphallar segir að alls hafi 242 hluthafar sem áttu samtals 2.735.828.198 hluti í Heimavöllum, eða sem nemur 24,32 prósent hlutafjár í félaginu, tekið tilboðinu. Eignarhlutur Fredensborg ICE ehf. nam 73,93 prósent fyrir tilboðið en mun nema 98,25% af heildarhlutafé við uppgjör viðskipta eða 99,45% þegar leiðrétt hefur verið fyrir eigin hlutum, að því er fram kemur í tilkynningunnni. Hluthafar sem tóku tilboðinu fá greitt með reiðufé og fer greiðsla fram eigi síðar en þann 22. júní næstkomandi í samræmi við skilmála tilboðsins. Eftir uppgjörið hefur Fredensborg ICe eignast meira en 9/10 hlutafjár og atkvæðisréttar í Heimavöllum. Í tilkynningunni segir að félagið hafi, ásamt stjórn Heimavalla, ákveðið að beita innlausnarrétti samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti. Mun hluthöfum Heimavalla hf., sem innlausnin tekur til, verða send tilkynning um innlausnina á næstu dögum. Innlausnarverðið er 1,5 kr. fyrir hvern hlut í Heimavöllum hf. og greitt verður fyrir hlutina með reiðufé. Er um að ræða sama verð og Fredensborg ICE ehf. bauð hluthöfum Heimavalla hf. í yfirtökutilboði sem lauk 15. júní, að því er segir í tilkynningunni. Fredensborg ICE hefur í hyggju að afskrá Heimavelli af aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland.
Húsnæðismál Markaðir Noregur Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira