Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn var sýknaður. Vísir/Vilhelm Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Lögreglumaðurinn var kærður fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi en talið var að tæplega 1.900 grömm af kannabisefnum og 1,700 ml af kannabisblönduðum vökva hafi verið í húsnæði sem hann gerði leit í þann 22. maí 2019. Þegar aðrir lögreglumenn leituðu í húsnæðinu daginn eftir fundust fíkniefnin. Lögreglumaðurinn, ásamt öðrum lögreglumanni, gerði húsleit hjá tveimur mönnum eftir að hafa fundið kannabislykt berast af heimilinu og fengu þeir samþykki húsráðanda til að fara inn á heimilið. Í atvikaskýrslu sem síðarnefndur lögreglumaður undirritaði kemur meðal annars fram að annar húsráðandi hafi upplýst að hann væri að sjóða afklippur af kannabis til að búa til olíu. Þá hafi mátt sjá lítinn stálpott inni í eldhúsinu með fremur miklu magni af kannabisafklippum að því er fram kemur í dómnum. Á vaskinum hafi tvær glærar matarskálar staðið með mauksoðnum kannabisafklippum. Inni í stofu hafi staðið hvít fata sem lögreglumaðurinn taldi minnst tíu lítra sem var hálffull af kannabislaufum sem annar húsráðanda kvaðst vera búinn að sigta frá og var að undirbúa að sjóða. Þetta kemur allt fram í atvikaskýrslu sem var ódagsett en undirrituð af öðrum lögreglumannanna, þeim sem ekki var kærður. Einnig hafi svartur ruslapoki verið á gólfinu sem ákærði lögreglumaðurinn skoðaði. Þá kemur fram að lögreglumennirnir hafi farið af vettvangi án þess að aðhafast frekar varðandi efnin og hafi ákærði tekið þá ákvörðun. Einnig hafi hann beðið lögreglumanninn sem skrifaði skýrsluna að ræða ekki þá niðurstöðu hans að leggja ekki hald á efnin við aðra lögreglumenn. Sást ekki í gólfið fyrir drasli Daginn eftir hafi lögreglumaðurinn sem ritaði skýrsluna og varðstjóri farið aftur á heimilið, fundið megna kannabislykt frá því og í framhaldi farið inn í húsið, hitt húsráðanda og lagt hald á fíkniefnin. Tekið var fram í atvikaskýrslunni að varla hafi sést í gólfið á heimilinu fyrir drasli og varla hafi verið hægt að ganga þar um gólf. Húsnæðið hafi verið mjög skítugt og sýndu myndir sem teknar voru á vettvangi síðara skiptið að svo hafi verið. Ákærði lögreglumaðurinn lýsti því fyrir dómnum að húsráðandi hafi sýnt þeim pottinn sem ákærði sagði „3-500 millilítra af gruggugu skítugu vatni.“ Húsráðandi hafi sagt að í pottinum væri afgangs kannabiskurl og mulningur sem hann hafi notað til að búa til cbd-olíu. Þá hafi hann spurt húsráðanda hvort frekari fíkniefni væri að finna á heimilinu en hann hafi sagt að eingöngu væri um fíkniefnin í pottinum að ræða. Samkvæmt niðurstöðum dómsins er ekki talin næg sönnun fyrir því að mauk eða sjáanlegar kannabisafklippur hafi verið í pottinum heldur efni í vökvaformi. Þá þykir sannað að um hafi verið að ræða samskonar vökva og lagt var hald á daginn eftir. Þá er ekki talin hafa verið færð sönnun þess að potturinn hafi verið á eldavél í húsnæðinu að kvöldi 22. maí 2019. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Lögreglumaðurinn var kærður fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi en talið var að tæplega 1.900 grömm af kannabisefnum og 1,700 ml af kannabisblönduðum vökva hafi verið í húsnæði sem hann gerði leit í þann 22. maí 2019. Þegar aðrir lögreglumenn leituðu í húsnæðinu daginn eftir fundust fíkniefnin. Lögreglumaðurinn, ásamt öðrum lögreglumanni, gerði húsleit hjá tveimur mönnum eftir að hafa fundið kannabislykt berast af heimilinu og fengu þeir samþykki húsráðanda til að fara inn á heimilið. Í atvikaskýrslu sem síðarnefndur lögreglumaður undirritaði kemur meðal annars fram að annar húsráðandi hafi upplýst að hann væri að sjóða afklippur af kannabis til að búa til olíu. Þá hafi mátt sjá lítinn stálpott inni í eldhúsinu með fremur miklu magni af kannabisafklippum að því er fram kemur í dómnum. Á vaskinum hafi tvær glærar matarskálar staðið með mauksoðnum kannabisafklippum. Inni í stofu hafi staðið hvít fata sem lögreglumaðurinn taldi minnst tíu lítra sem var hálffull af kannabislaufum sem annar húsráðanda kvaðst vera búinn að sigta frá og var að undirbúa að sjóða. Þetta kemur allt fram í atvikaskýrslu sem var ódagsett en undirrituð af öðrum lögreglumannanna, þeim sem ekki var kærður. Einnig hafi svartur ruslapoki verið á gólfinu sem ákærði lögreglumaðurinn skoðaði. Þá kemur fram að lögreglumennirnir hafi farið af vettvangi án þess að aðhafast frekar varðandi efnin og hafi ákærði tekið þá ákvörðun. Einnig hafi hann beðið lögreglumanninn sem skrifaði skýrsluna að ræða ekki þá niðurstöðu hans að leggja ekki hald á efnin við aðra lögreglumenn. Sást ekki í gólfið fyrir drasli Daginn eftir hafi lögreglumaðurinn sem ritaði skýrsluna og varðstjóri farið aftur á heimilið, fundið megna kannabislykt frá því og í framhaldi farið inn í húsið, hitt húsráðanda og lagt hald á fíkniefnin. Tekið var fram í atvikaskýrslunni að varla hafi sést í gólfið á heimilinu fyrir drasli og varla hafi verið hægt að ganga þar um gólf. Húsnæðið hafi verið mjög skítugt og sýndu myndir sem teknar voru á vettvangi síðara skiptið að svo hafi verið. Ákærði lögreglumaðurinn lýsti því fyrir dómnum að húsráðandi hafi sýnt þeim pottinn sem ákærði sagði „3-500 millilítra af gruggugu skítugu vatni.“ Húsráðandi hafi sagt að í pottinum væri afgangs kannabiskurl og mulningur sem hann hafi notað til að búa til cbd-olíu. Þá hafi hann spurt húsráðanda hvort frekari fíkniefni væri að finna á heimilinu en hann hafi sagt að eingöngu væri um fíkniefnin í pottinum að ræða. Samkvæmt niðurstöðum dómsins er ekki talin næg sönnun fyrir því að mauk eða sjáanlegar kannabisafklippur hafi verið í pottinum heldur efni í vökvaformi. Þá þykir sannað að um hafi verið að ræða samskonar vökva og lagt var hald á daginn eftir. Þá er ekki talin hafa verið færð sönnun þess að potturinn hafi verið á eldavél í húsnæðinu að kvöldi 22. maí 2019.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira