Einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður í hverju liði Sindri Sverrisson skrifar 15. júní 2020 10:05 Troy Deeney hefur skorað sex mörk fyrir Watford á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni sem ljúka á í sumar. VÍSIR/GETTY Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að sennilega sé að minnsta kosti einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður leikmaður í hverju fótboltaliði og að nú sé betra en nokkru sinni fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. Samkynhneigð virðist alltaf hafa verið mikið leyndarmál í fótbolta karla og sáralítið er um að leikmenn á hæsta stigi komi út úr skápnum, öfugt við fótbolta kvenna þar sem að sumar af stærstu stjörnum íþróttarinnar eru samkynhneigðar og óhræddar við að aðrir viti af því. Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, talaði til að mynda ekki um það fyrr en árið 2014, eftir að skórnir voru komnir á hilluna, að hann væri samkynhneigður. Deeney segir ljóst að menn séu hræddir við að taka af skarið og verða fyrstu opinberu hommarnir í fótboltanum. Hundrað manns myndu fylgja í kjölfarið í fyrstu viku „Ég held að þeir sem séu samkynhneigðir eða úr því samfélagi séu mjög hikandi við að þurfa að axla þá ábyrgð að vera fyrstir til að koma út úr skápnum. Ég tel að þegar sá fyrsti kemur út þá muni fjöldi manna fylgja í kjölfarið,“ sagði Deeney í hlaðvarpsþætti hjá BBC. „Ég er viss um að ef einhver tæki af skarið þá myndu fyrstu vikuna á eftir að minnsta kosti 100 manns segja „ég líka“. Bara vegna þess að þeir vilja ekki vera í forsvari fyrir þetta,“ sagði Deeney, sem lék æfingaleik með Watford á laugardag og verður líklega með liðinu þegar það mætir Leicester á laugardag í fyrsta leiknum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Deeney telur að nú sé auðveldara en áður fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. „Ég held að umhverfið fyrir samkynhneigt íþróttafólk úr öllum greinum sé betra en nokkru sinni fyrr. Ég velti því líka fyrir mér af hverju fólk klárar ferilinn sinn í fótbolta, ruðningi eða annarri íþrótt og segist svo vera samkynhneigt. Mér finnst eins og að það hljóti að vera rosaleg byrði að bera, að leyna því í gegnum allan íþróttaferilinn,“ sagði Deeney. Enski boltinn Fótbolti Hinsegin Tengdar fréttir „Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að sennilega sé að minnsta kosti einn samkynhneigður eða tvíkynhneigður leikmaður í hverju fótboltaliði og að nú sé betra en nokkru sinni fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. Samkynhneigð virðist alltaf hafa verið mikið leyndarmál í fótbolta karla og sáralítið er um að leikmenn á hæsta stigi komi út úr skápnum, öfugt við fótbolta kvenna þar sem að sumar af stærstu stjörnum íþróttarinnar eru samkynhneigðar og óhræddar við að aðrir viti af því. Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger, fyrrverandi leikmaður Aston Villa, talaði til að mynda ekki um það fyrr en árið 2014, eftir að skórnir voru komnir á hilluna, að hann væri samkynhneigður. Deeney segir ljóst að menn séu hræddir við að taka af skarið og verða fyrstu opinberu hommarnir í fótboltanum. Hundrað manns myndu fylgja í kjölfarið í fyrstu viku „Ég held að þeir sem séu samkynhneigðir eða úr því samfélagi séu mjög hikandi við að þurfa að axla þá ábyrgð að vera fyrstir til að koma út úr skápnum. Ég tel að þegar sá fyrsti kemur út þá muni fjöldi manna fylgja í kjölfarið,“ sagði Deeney í hlaðvarpsþætti hjá BBC. „Ég er viss um að ef einhver tæki af skarið þá myndu fyrstu vikuna á eftir að minnsta kosti 100 manns segja „ég líka“. Bara vegna þess að þeir vilja ekki vera í forsvari fyrir þetta,“ sagði Deeney, sem lék æfingaleik með Watford á laugardag og verður líklega með liðinu þegar það mætir Leicester á laugardag í fyrsta leiknum eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. Deeney telur að nú sé auðveldara en áður fyrir íþróttafólk að koma út úr skápnum. „Ég held að umhverfið fyrir samkynhneigt íþróttafólk úr öllum greinum sé betra en nokkru sinni fyrr. Ég velti því líka fyrir mér af hverju fólk klárar ferilinn sinn í fótbolta, ruðningi eða annarri íþrótt og segist svo vera samkynhneigt. Mér finnst eins og að það hljóti að vera rosaleg byrði að bera, að leyna því í gegnum allan íþróttaferilinn,“ sagði Deeney.
Enski boltinn Fótbolti Hinsegin Tengdar fréttir „Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
„Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. 27. maí 2020 22:00
Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30