En hver er sannleikurinn? Katrín Oddsdóttir skrifar 14. júní 2020 09:30 Nú er eflaust von sumra að hula gleymskunnar leggist yfir rangfærslurnar sem fjármálaráðuneytið viðhafði um Þorvald Gylfason. Fólk er búið að æsa sig í nokkra daga. Bjarni búinn að stíga fram og segjast hafa verið í miklum rétti. Það sem mig þyrstir í á þessari stundu eru upplýsingar frá Norrænu ráðherranefndinni og stjórnendum ritrýnda tímaritsins sem um ræðir, um það hvort túlkun Bjarna á því að það sé hlutverk ráðherra í hverju landi fyrir sig að hafa virk afskipti af ráðningu ritstjóra, á grundvelli pólitískra skoðana viðkomandi fræðimanns, sé rétt. Bjarni gaf í skyn, í einu viðtalinu sem ég sá, að þessi framganga væri málefnaleg m.a. vegna þess að ráðuneytið greiddi fyrir útgáfu tímaritisins. Ef málum er farið eins og Bjarni segir: Að þarna sé um að ræða einhvers konar málgagn fjármálaráðuneyta sem þeim beri að stýra efnislega myndi ég halda að hollast væri að við sem skattgreiðendur hættum umsvifalaust að greiða fyrir útgáfu þessa tímarits. Ef málum er hins vegar farið eins og segir á vefsíðu umrædds tímaritins, að um er að ræða frjálst og óháð fræðirit sem fjallar um hagfræðimál á tilteknu svæði, ættu þeir sem standa að tímaritinu að stíga fram og lýsa því yfir. Það er auðvelt að blindast gagnvart ómálefnalegri valdbeitingu á litlu landi sem okkar. Þá verður þeim mun mikilvægara að fá alþjóðlegan spegil á gjörðir og orð ráðamanna. Þess vegna væri ég mjög glöð ef fjölmiðlar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fram afstöðu útgefanda tímaritsins til fullyrðingar fjármálaráðherra Íslands. Hér teflir í grunninn um mikilvæga hagsmuni: Mega sérfræðingar á Íslandi vænta þess að tjái þeir pólitískar skoðanir sínar, verði þær notaðar gegn þeim? Hvernig samrýmist slíkt stjórnarskrárvörðu tjáningar- og skoðanafrelsi og sjónarmiðum um mikilvægi opinnar samfélagsumræðu? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Stjórnsýsla Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Sjá meira
Nú er eflaust von sumra að hula gleymskunnar leggist yfir rangfærslurnar sem fjármálaráðuneytið viðhafði um Þorvald Gylfason. Fólk er búið að æsa sig í nokkra daga. Bjarni búinn að stíga fram og segjast hafa verið í miklum rétti. Það sem mig þyrstir í á þessari stundu eru upplýsingar frá Norrænu ráðherranefndinni og stjórnendum ritrýnda tímaritsins sem um ræðir, um það hvort túlkun Bjarna á því að það sé hlutverk ráðherra í hverju landi fyrir sig að hafa virk afskipti af ráðningu ritstjóra, á grundvelli pólitískra skoðana viðkomandi fræðimanns, sé rétt. Bjarni gaf í skyn, í einu viðtalinu sem ég sá, að þessi framganga væri málefnaleg m.a. vegna þess að ráðuneytið greiddi fyrir útgáfu tímaritisins. Ef málum er farið eins og Bjarni segir: Að þarna sé um að ræða einhvers konar málgagn fjármálaráðuneyta sem þeim beri að stýra efnislega myndi ég halda að hollast væri að við sem skattgreiðendur hættum umsvifalaust að greiða fyrir útgáfu þessa tímarits. Ef málum er hins vegar farið eins og segir á vefsíðu umrædds tímaritins, að um er að ræða frjálst og óháð fræðirit sem fjallar um hagfræðimál á tilteknu svæði, ættu þeir sem standa að tímaritinu að stíga fram og lýsa því yfir. Það er auðvelt að blindast gagnvart ómálefnalegri valdbeitingu á litlu landi sem okkar. Þá verður þeim mun mikilvægara að fá alþjóðlegan spegil á gjörðir og orð ráðamanna. Þess vegna væri ég mjög glöð ef fjölmiðlar myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá fram afstöðu útgefanda tímaritsins til fullyrðingar fjármálaráðherra Íslands. Hér teflir í grunninn um mikilvæga hagsmuni: Mega sérfræðingar á Íslandi vænta þess að tjái þeir pólitískar skoðanir sínar, verði þær notaðar gegn þeim? Hvernig samrýmist slíkt stjórnarskrárvörðu tjáningar- og skoðanafrelsi og sjónarmiðum um mikilvægi opinnar samfélagsumræðu? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar