Svona er skimunaraðstaðan á Keflavíkurflugvelli Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 14:47 Tíu básar verða settir upp í fyrstu og verður hægt að skima tvö þúsund farþega á sólarhring. Vísir/Einar Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu skimunaraðstöðunnar á Keflavíkurflugvelli. Skimunin mun hefjast á mánudag þegar landið verður opnað fyrir ferðamönnum innan Schengen á ný. Stefnt er að því að skima alla ferðamenn sem koma hingað til lands en börn fædd 2005 og seinna munu ekki þurfa að fara í skimun. Skimunin verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en mun eftir það kosta 15 þúsund krónur. Frá Leifsstöð í dag.Vísir/Einar Búnaðurinn var prufukeyrður í dag og voru Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðstödd. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra segir daginn í dag fara í prófanir og kannað verði hvort leiðirnar í gegnum flugstöðina séu skýrar. Frá og með morgundeginum verða allir farþegar skimaðir við komuna hingað til lands.Vísir/Einar Von er á nokkur hundruð farþegum á mánudag í sjö vélum. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Vísir/Einar Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Farþegar munu hafa val um að fara í skimun eða þá tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Niðurstöður úr skimun munu liggja fyrir innan sólarhrings frá því þeir komu til landsins. Vísir/Einar Vísir/Einar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir, flugfélögin renna blint í sjóinn með flugframboðið. Áhuginn sé þó meiri en reiknað var með eftir að áætlanir um opnun voru fyrst kynntar. „Þá fyrst voru ekki nema þrjár vélar á áætlun en sætanýtingin í þessum vélum er afskaplega lág og við eigum ekki von á nema einhverjum hundruðum farþega á mánudaginn. Þannig það er gott að geta prufukeyrt þetta með minni hóp," segir Víðir. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Von á sjö vélum til Keflavíkur á mánudag Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. 13. júní 2020 10:03 Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. 12. júní 2020 18:25 Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Verið er að leggja lokahönd á uppsetningu skimunaraðstöðunnar á Keflavíkurflugvelli. Skimunin mun hefjast á mánudag þegar landið verður opnað fyrir ferðamönnum innan Schengen á ný. Stefnt er að því að skima alla ferðamenn sem koma hingað til lands en börn fædd 2005 og seinna munu ekki þurfa að fara í skimun. Skimunin verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en mun eftir það kosta 15 þúsund krónur. Frá Leifsstöð í dag.Vísir/Einar Búnaðurinn var prufukeyrður í dag og voru Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir viðstödd. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra segir daginn í dag fara í prófanir og kannað verði hvort leiðirnar í gegnum flugstöðina séu skýrar. Frá og með morgundeginum verða allir farþegar skimaðir við komuna hingað til lands.Vísir/Einar Von er á nokkur hundruð farþegum á mánudag í sjö vélum. Flestir koma frá Kaupmannahöfn og þá helst Íslendingar að koma heim í frí. Vísir/Einar Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. Fyrstu farþegarnir sem verða skimaðir á vellinum koma með vél SAS frá Kaupmannahöfn og lenda um klukkan hálf ellefu. Aðrar vélar koma frá Osló, Færeyjum, Stokkhólmi og Frankfurt í Þýskalandi. Farþegar munu hafa val um að fara í skimun eða þá tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Niðurstöður úr skimun munu liggja fyrir innan sólarhrings frá því þeir komu til landsins. Vísir/Einar Vísir/Einar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn segir, flugfélögin renna blint í sjóinn með flugframboðið. Áhuginn sé þó meiri en reiknað var með eftir að áætlanir um opnun voru fyrst kynntar. „Þá fyrst voru ekki nema þrjár vélar á áætlun en sætanýtingin í þessum vélum er afskaplega lág og við eigum ekki von á nema einhverjum hundruðum farþega á mánudaginn. Þannig það er gott að geta prufukeyrt þetta með minni hóp," segir Víðir.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Von á sjö vélum til Keflavíkur á mánudag Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. 13. júní 2020 10:03 Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. 12. júní 2020 18:25 Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Von á sjö vélum til Keflavíkur á mánudag Samkvæmt flugáætlun er von á sjö flugvélum til Keflavíkur á mánudag. 13. júní 2020 10:03
Allir þurfa að vera með andlitsgrímur Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð. 12. júní 2020 18:25
Segir ekkert ríki í raun vita hvernig eigi að opna landamæri eftir heimsfaraldur Víðir Reynisson ræddi fyrirhugaða opnun landamæranna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. júní 2020 11:22