Magn birkifrjókorna í Garðabæ sprengdi skalann Telma Tómasson skrifar 9. júní 2020 14:16 Þetta er þessi tími ársins. Getty Óvenju mikið magn birkifrjókorna mældist í Garðabæ í byrjun júní og sprengdi meðaltalsskalann. Forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun segir nokkra samverkandi þætti hafa valdið sveiflunni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gert frjómælingar frá árinu 1988 og er meginmarkmiðið að mæla magn frjókorna í andrúmslofti og greina þau til tegunda. Mælingar fara fram í apríl til september, en vöktun frjókorna fer fram með tveimur frjógildrum, önnur er á þaki húsnæðis Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ og hin á Borgum á Akureyri. Gildin í Garðabæ voru óvenju há nú í byrjun júní og sprengdu meðaltalskúrfuna svo um munaði. Venjulega eru gildin um 40 frjó á rúmmetra en fóru í 251. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir þetta langt yfir meðaltalinu. „Þarna er margt sem leggst á eitt. Þarna er óvenjulega mikið þurrviðri sem er þarna og hagstæð vindátt, svo þetta kemur mikið í gildruna á þessum tíma. Það er líka óvenjulega lítið dagana áður, svo kemur þarna gusa. Þetta eru því tilviljanakenndar sveiflur sem má alltaf búast við.“ Alltaf að færast fyrr Að sögn Guðmundar standa vonir til að gefa út frjókornaspá í framtíðinni. Markvissari mælingar fengjust þó með fleiri gildrum sem myndu gefa fyllri mynd af sveiflum á milli tímabila og ára. „Aðalbreytingin er að þetta er alltaf að færast fyrr. Blómgunartíminn er nú heldur að skríða nær eða verða fyrr á vorin en verið hefur. Sem er náttúrulega bara út af hlýnandi loftslagi.“ Mikilvægt að fá rétta greiningu Birki- og grasfrjókorn eru þær tegundir sem helst valda ofnæmi hér á landi, en þúsundir Íslendinga eru greindir með astma- og ofnæmissjúkdóm. „Við þekkjum þetta að fólk er að koma á þessum tíma og endurnýja lyfin sín, þeir sem eru greindir. Síðan leitar fólk auðvitað á heilsugæslu og til sérfræðilækna þegar þeir eru með einkenni sem það getur ekki skýrt. Það er mjög mikilvægt að fá rétta greiningu og fá rétta meðferð og vera viðbúinn því að geta varist þessu sem kemur auðvitað árlega yfirleitt,“ segir Teitur Guðmundsson læknir. Finna má niðurstöður frjókornamælinga á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, ni.is. Garðabær Heilsa Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Óvenju mikið magn birkifrjókorna mældist í Garðabæ í byrjun júní og sprengdi meðaltalsskalann. Forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun segir nokkra samverkandi þætti hafa valdið sveiflunni. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gert frjómælingar frá árinu 1988 og er meginmarkmiðið að mæla magn frjókorna í andrúmslofti og greina þau til tegunda. Mælingar fara fram í apríl til september, en vöktun frjókorna fer fram með tveimur frjógildrum, önnur er á þaki húsnæðis Náttúrufræðistofnunar í Urriðaholti í Garðabæ og hin á Borgum á Akureyri. Gildin í Garðabæ voru óvenju há nú í byrjun júní og sprengdu meðaltalskúrfuna svo um munaði. Venjulega eru gildin um 40 frjó á rúmmetra en fóru í 251. Guðmundur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir þetta langt yfir meðaltalinu. „Þarna er margt sem leggst á eitt. Þarna er óvenjulega mikið þurrviðri sem er þarna og hagstæð vindátt, svo þetta kemur mikið í gildruna á þessum tíma. Það er líka óvenjulega lítið dagana áður, svo kemur þarna gusa. Þetta eru því tilviljanakenndar sveiflur sem má alltaf búast við.“ Alltaf að færast fyrr Að sögn Guðmundar standa vonir til að gefa út frjókornaspá í framtíðinni. Markvissari mælingar fengjust þó með fleiri gildrum sem myndu gefa fyllri mynd af sveiflum á milli tímabila og ára. „Aðalbreytingin er að þetta er alltaf að færast fyrr. Blómgunartíminn er nú heldur að skríða nær eða verða fyrr á vorin en verið hefur. Sem er náttúrulega bara út af hlýnandi loftslagi.“ Mikilvægt að fá rétta greiningu Birki- og grasfrjókorn eru þær tegundir sem helst valda ofnæmi hér á landi, en þúsundir Íslendinga eru greindir með astma- og ofnæmissjúkdóm. „Við þekkjum þetta að fólk er að koma á þessum tíma og endurnýja lyfin sín, þeir sem eru greindir. Síðan leitar fólk auðvitað á heilsugæslu og til sérfræðilækna þegar þeir eru með einkenni sem það getur ekki skýrt. Það er mjög mikilvægt að fá rétta greiningu og fá rétta meðferð og vera viðbúinn því að geta varist þessu sem kemur auðvitað árlega yfirleitt,“ segir Teitur Guðmundsson læknir. Finna má niðurstöður frjókornamælinga á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands, ni.is.
Garðabær Heilsa Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent