„Eins og að vera á toppi allra toppa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2020 12:37 Hraundrangi er eitt þekktasta kennileyti Norðurlands. Garpur Elísabetarson og Jónas G. Sigurðsson skelltu sér upp á topp um helguna. Mynd/Garpur Elísabetarson Ævintýramaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson gerði sér lítið fyrir um helgina og skellti sér upp á Hraundranga í Öxnadal ásamt félaga sínum. Að standa uppi á toppi drangans er eins og að vera á toppi allra toppa að sögn Garps. Myndband af ferðinni má sjá hér í fréttinni. Garpur ræddi við þá félaga Heimir Karls og Gulla Helga í Bítinu í morgun um klifurferðina upp á hinn 1.075 metra háa fjallstind á Drangafjalli í Öxnadal. Dranginn er afskaplega þekkt kennileyti á leiðinni til Akureyrar, margir sem hafa séð hann frá þjóðvegi 1 sem liggur um dalinn. Fáum dettur þó í hug að brölta upp, en Garpur og félagi hans Jónas G. Sigurðsson hafa haft hug á því að klífa drangann frá því að þeir sáu hann í Flyover Iceland á síðasta ári. „Svo hringdi hann á fimmtudaginn. Veðrið er gott á sunnudaginn, við erum að fara að skella okkur,“ segir Garpur að skilaboðin hafi verið frá Jónasi. Þeir héldu norður á leið og hófu fjallgönguna á sunnudaginn. „Svo þegar við mættum á svæðið á sunnudeginum og stoppuðum bílinn og kíktum á drangann, snjór í hlíðunum og svona. Þá stóð mér ekki alveg á sama,“ sagði Garpur, sem skrásetur ævintýri sín samviskusamlega á Instagram. Hann segir þó að ferðin upp hafi ekkert verið sérstaklega erfið líkamlega, enda þeir báðir vanir fjallamenn. Ferðin er þó ekki án áskorana. Garpur og Jónas, sáttir með að vera á toppi Hraundranga.Mynd/Garpur Elísabetarson „Það er erfitt fyrir hausinn á þér. Þetta er svo rosalega nakið. Þú sérð mikið, þú sérð svo mikið og þó þú sért í línu. Það er kannski það sem mér fannst erfiðast, og ég er ekki lofthræddur venjulega, en maður sér niður í allar áttir og þetta verður alltaf hærra og hærra. Tæknilega klifurslega er þetta ekkert þannig erfitt,“ sagði Garpur. Og þegar á toppinn er komið er þetta allt þess virði. „Tilfinningin er að vera á þessum topp er eins og að vera á toppi allra toppa. Þegar maður er lítill þá teiknar maður fjöll eins og enginn geti staðið upp á þeim. Þegar ég var lítill þá hugsaði ég alltaf hvernig fólk stendur upp á fjöllum að því að þetta gengur ekki upp, þetta er bara einhver oddur. Svo ertu upp á fjalli og það er bara eins og barn hafi teiknað þetta,“ sagði Garður aðspurður um hvernig tilfinning það er að standa þarna uppi á þessum nokkurra fermetra breiða oddi. Dranginn er hrikalegur.Mynd/Garpur Elísabetarson Og útsýnið er ekki af verri endanum, yfir Öxnadal, Hörgárdal og víðar. „Það er geggjað. Ég vildi bara vera þarna. Við vorum þarna í einn og hálfan tíma að fljúga drónanum og taka myndir. Jonni vinur minn var mun minna lofthræddur en ég. Hann dró mig út á ystu nöf. Hann sagði að ég þyrfti að koma út á eina tánna til að sjá, þú sérð niður í báða dalina og alveg niður þessa þúsund metra. Ég bað hann bara um að halda í höndina á mér og við áttum þarna góða stund.“ Myndband af ferðinni má sjá hér að ofan, hér að neðan má hlusta á viðtalið við Garp. Hörgársveit Fjallamennska Bítið Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Ævintýramaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson gerði sér lítið fyrir um helgina og skellti sér upp á Hraundranga í Öxnadal ásamt félaga sínum. Að standa uppi á toppi drangans er eins og að vera á toppi allra toppa að sögn Garps. Myndband af ferðinni má sjá hér í fréttinni. Garpur ræddi við þá félaga Heimir Karls og Gulla Helga í Bítinu í morgun um klifurferðina upp á hinn 1.075 metra háa fjallstind á Drangafjalli í Öxnadal. Dranginn er afskaplega þekkt kennileyti á leiðinni til Akureyrar, margir sem hafa séð hann frá þjóðvegi 1 sem liggur um dalinn. Fáum dettur þó í hug að brölta upp, en Garpur og félagi hans Jónas G. Sigurðsson hafa haft hug á því að klífa drangann frá því að þeir sáu hann í Flyover Iceland á síðasta ári. „Svo hringdi hann á fimmtudaginn. Veðrið er gott á sunnudaginn, við erum að fara að skella okkur,“ segir Garpur að skilaboðin hafi verið frá Jónasi. Þeir héldu norður á leið og hófu fjallgönguna á sunnudaginn. „Svo þegar við mættum á svæðið á sunnudeginum og stoppuðum bílinn og kíktum á drangann, snjór í hlíðunum og svona. Þá stóð mér ekki alveg á sama,“ sagði Garpur, sem skrásetur ævintýri sín samviskusamlega á Instagram. Hann segir þó að ferðin upp hafi ekkert verið sérstaklega erfið líkamlega, enda þeir báðir vanir fjallamenn. Ferðin er þó ekki án áskorana. Garpur og Jónas, sáttir með að vera á toppi Hraundranga.Mynd/Garpur Elísabetarson „Það er erfitt fyrir hausinn á þér. Þetta er svo rosalega nakið. Þú sérð mikið, þú sérð svo mikið og þó þú sért í línu. Það er kannski það sem mér fannst erfiðast, og ég er ekki lofthræddur venjulega, en maður sér niður í allar áttir og þetta verður alltaf hærra og hærra. Tæknilega klifurslega er þetta ekkert þannig erfitt,“ sagði Garpur. Og þegar á toppinn er komið er þetta allt þess virði. „Tilfinningin er að vera á þessum topp er eins og að vera á toppi allra toppa. Þegar maður er lítill þá teiknar maður fjöll eins og enginn geti staðið upp á þeim. Þegar ég var lítill þá hugsaði ég alltaf hvernig fólk stendur upp á fjöllum að því að þetta gengur ekki upp, þetta er bara einhver oddur. Svo ertu upp á fjalli og það er bara eins og barn hafi teiknað þetta,“ sagði Garður aðspurður um hvernig tilfinning það er að standa þarna uppi á þessum nokkurra fermetra breiða oddi. Dranginn er hrikalegur.Mynd/Garpur Elísabetarson Og útsýnið er ekki af verri endanum, yfir Öxnadal, Hörgárdal og víðar. „Það er geggjað. Ég vildi bara vera þarna. Við vorum þarna í einn og hálfan tíma að fljúga drónanum og taka myndir. Jonni vinur minn var mun minna lofthræddur en ég. Hann dró mig út á ystu nöf. Hann sagði að ég þyrfti að koma út á eina tánna til að sjá, þú sérð niður í báða dalina og alveg niður þessa þúsund metra. Ég bað hann bara um að halda í höndina á mér og við áttum þarna góða stund.“ Myndband af ferðinni má sjá hér að ofan, hér að neðan má hlusta á viðtalið við Garp.
Hörgársveit Fjallamennska Bítið Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira