„Eins og að vera á toppi allra toppa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2020 12:37 Hraundrangi er eitt þekktasta kennileyti Norðurlands. Garpur Elísabetarson og Jónas G. Sigurðsson skelltu sér upp á topp um helguna. Mynd/Garpur Elísabetarson Ævintýramaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson gerði sér lítið fyrir um helgina og skellti sér upp á Hraundranga í Öxnadal ásamt félaga sínum. Að standa uppi á toppi drangans er eins og að vera á toppi allra toppa að sögn Garps. Myndband af ferðinni má sjá hér í fréttinni. Garpur ræddi við þá félaga Heimir Karls og Gulla Helga í Bítinu í morgun um klifurferðina upp á hinn 1.075 metra háa fjallstind á Drangafjalli í Öxnadal. Dranginn er afskaplega þekkt kennileyti á leiðinni til Akureyrar, margir sem hafa séð hann frá þjóðvegi 1 sem liggur um dalinn. Fáum dettur þó í hug að brölta upp, en Garpur og félagi hans Jónas G. Sigurðsson hafa haft hug á því að klífa drangann frá því að þeir sáu hann í Flyover Iceland á síðasta ári. „Svo hringdi hann á fimmtudaginn. Veðrið er gott á sunnudaginn, við erum að fara að skella okkur,“ segir Garpur að skilaboðin hafi verið frá Jónasi. Þeir héldu norður á leið og hófu fjallgönguna á sunnudaginn. „Svo þegar við mættum á svæðið á sunnudeginum og stoppuðum bílinn og kíktum á drangann, snjór í hlíðunum og svona. Þá stóð mér ekki alveg á sama,“ sagði Garpur, sem skrásetur ævintýri sín samviskusamlega á Instagram. Hann segir þó að ferðin upp hafi ekkert verið sérstaklega erfið líkamlega, enda þeir báðir vanir fjallamenn. Ferðin er þó ekki án áskorana. Garpur og Jónas, sáttir með að vera á toppi Hraundranga.Mynd/Garpur Elísabetarson „Það er erfitt fyrir hausinn á þér. Þetta er svo rosalega nakið. Þú sérð mikið, þú sérð svo mikið og þó þú sért í línu. Það er kannski það sem mér fannst erfiðast, og ég er ekki lofthræddur venjulega, en maður sér niður í allar áttir og þetta verður alltaf hærra og hærra. Tæknilega klifurslega er þetta ekkert þannig erfitt,“ sagði Garpur. Og þegar á toppinn er komið er þetta allt þess virði. „Tilfinningin er að vera á þessum topp er eins og að vera á toppi allra toppa. Þegar maður er lítill þá teiknar maður fjöll eins og enginn geti staðið upp á þeim. Þegar ég var lítill þá hugsaði ég alltaf hvernig fólk stendur upp á fjöllum að því að þetta gengur ekki upp, þetta er bara einhver oddur. Svo ertu upp á fjalli og það er bara eins og barn hafi teiknað þetta,“ sagði Garður aðspurður um hvernig tilfinning það er að standa þarna uppi á þessum nokkurra fermetra breiða oddi. Dranginn er hrikalegur.Mynd/Garpur Elísabetarson Og útsýnið er ekki af verri endanum, yfir Öxnadal, Hörgárdal og víðar. „Það er geggjað. Ég vildi bara vera þarna. Við vorum þarna í einn og hálfan tíma að fljúga drónanum og taka myndir. Jonni vinur minn var mun minna lofthræddur en ég. Hann dró mig út á ystu nöf. Hann sagði að ég þyrfti að koma út á eina tánna til að sjá, þú sérð niður í báða dalina og alveg niður þessa þúsund metra. Ég bað hann bara um að halda í höndina á mér og við áttum þarna góða stund.“ Myndband af ferðinni má sjá hér að ofan, hér að neðan má hlusta á viðtalið við Garp. Hörgársveit Fjallamennska Bítið Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira
Ævintýramaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson gerði sér lítið fyrir um helgina og skellti sér upp á Hraundranga í Öxnadal ásamt félaga sínum. Að standa uppi á toppi drangans er eins og að vera á toppi allra toppa að sögn Garps. Myndband af ferðinni má sjá hér í fréttinni. Garpur ræddi við þá félaga Heimir Karls og Gulla Helga í Bítinu í morgun um klifurferðina upp á hinn 1.075 metra háa fjallstind á Drangafjalli í Öxnadal. Dranginn er afskaplega þekkt kennileyti á leiðinni til Akureyrar, margir sem hafa séð hann frá þjóðvegi 1 sem liggur um dalinn. Fáum dettur þó í hug að brölta upp, en Garpur og félagi hans Jónas G. Sigurðsson hafa haft hug á því að klífa drangann frá því að þeir sáu hann í Flyover Iceland á síðasta ári. „Svo hringdi hann á fimmtudaginn. Veðrið er gott á sunnudaginn, við erum að fara að skella okkur,“ segir Garpur að skilaboðin hafi verið frá Jónasi. Þeir héldu norður á leið og hófu fjallgönguna á sunnudaginn. „Svo þegar við mættum á svæðið á sunnudeginum og stoppuðum bílinn og kíktum á drangann, snjór í hlíðunum og svona. Þá stóð mér ekki alveg á sama,“ sagði Garpur, sem skrásetur ævintýri sín samviskusamlega á Instagram. Hann segir þó að ferðin upp hafi ekkert verið sérstaklega erfið líkamlega, enda þeir báðir vanir fjallamenn. Ferðin er þó ekki án áskorana. Garpur og Jónas, sáttir með að vera á toppi Hraundranga.Mynd/Garpur Elísabetarson „Það er erfitt fyrir hausinn á þér. Þetta er svo rosalega nakið. Þú sérð mikið, þú sérð svo mikið og þó þú sért í línu. Það er kannski það sem mér fannst erfiðast, og ég er ekki lofthræddur venjulega, en maður sér niður í allar áttir og þetta verður alltaf hærra og hærra. Tæknilega klifurslega er þetta ekkert þannig erfitt,“ sagði Garpur. Og þegar á toppinn er komið er þetta allt þess virði. „Tilfinningin er að vera á þessum topp er eins og að vera á toppi allra toppa. Þegar maður er lítill þá teiknar maður fjöll eins og enginn geti staðið upp á þeim. Þegar ég var lítill þá hugsaði ég alltaf hvernig fólk stendur upp á fjöllum að því að þetta gengur ekki upp, þetta er bara einhver oddur. Svo ertu upp á fjalli og það er bara eins og barn hafi teiknað þetta,“ sagði Garður aðspurður um hvernig tilfinning það er að standa þarna uppi á þessum nokkurra fermetra breiða oddi. Dranginn er hrikalegur.Mynd/Garpur Elísabetarson Og útsýnið er ekki af verri endanum, yfir Öxnadal, Hörgárdal og víðar. „Það er geggjað. Ég vildi bara vera þarna. Við vorum þarna í einn og hálfan tíma að fljúga drónanum og taka myndir. Jonni vinur minn var mun minna lofthræddur en ég. Hann dró mig út á ystu nöf. Hann sagði að ég þyrfti að koma út á eina tánna til að sjá, þú sérð niður í báða dalina og alveg niður þessa þúsund metra. Ég bað hann bara um að halda í höndina á mér og við áttum þarna góða stund.“ Myndband af ferðinni má sjá hér að ofan, hér að neðan má hlusta á viðtalið við Garp.
Hörgársveit Fjallamennska Bítið Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sjá meira