Deilan langvinna á milli Sigmars og Skúla send aftur til Landsréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2020 10:15 Sigmar Vilhjámsson í héraðsdómi þegar málið var tekið fyrir þar á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Deilan langvinna á milli Sigmars Vilhjálmssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar um lóðarréttindi á Hvolsvelli hefur verið send aftur til meðferðar Landsréttar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í morgun. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að lóðirnar yrðu seldar Fox ehf, sem Sigmar mótmælti og benti svo á ítrekað fyrir dómi að Pálmar Harðarson, eigandi Fox ehf., og Skúli væru góðir vinir. Sá síðarnefndi mótmælti því ekki. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðun hluthafafundar Stemmu þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu Fox ehf. lóðaréttindi að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli þar sem byggt var Lava-eldfjallasetrið, auk stofnkostnaðar og annarra réttinda tengdra þeim, var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi lóð númer 12 en Skúli var sýknaður vegna lóðar 14. Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar sem ákvað að taka málið fyrir, og nú liggur niðurstaðan fyrir. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi dæmt málið á röngum grundvelli. Samkvæmt skýru orðalagi í lögum um hlutafélög sé það forsenda þess að dómstóll geti breytt ákvörðun hluthafafundar að breytingar sé krafist af málsaðila. Segir í dómi Hæstaréttar að hvorugur aðila hafi á nokkru stigi meðferðar málsins krafist breytingar á ákvörðun hluthafafundarins með þeim hætti sem gert var í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða Landsréttar hafi því verið í andstöðu við lög um hlutafélög og lög um meðferð einkamála. Málið hafi því verið dæmt á röngum grundvelli. Var málinu því vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Deilan langvinna á milli Sigmars Vilhjálmssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar um lóðarréttindi á Hvolsvelli hefur verið send aftur til meðferðar Landsréttar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í morgun. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að lóðirnar yrðu seldar Fox ehf, sem Sigmar mótmælti og benti svo á ítrekað fyrir dómi að Pálmar Harðarson, eigandi Fox ehf., og Skúli væru góðir vinir. Sá síðarnefndi mótmælti því ekki. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðun hluthafafundar Stemmu þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu Fox ehf. lóðaréttindi að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli þar sem byggt var Lava-eldfjallasetrið, auk stofnkostnaðar og annarra réttinda tengdra þeim, var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi lóð númer 12 en Skúli var sýknaður vegna lóðar 14. Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar sem ákvað að taka málið fyrir, og nú liggur niðurstaðan fyrir. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi dæmt málið á röngum grundvelli. Samkvæmt skýru orðalagi í lögum um hlutafélög sé það forsenda þess að dómstóll geti breytt ákvörðun hluthafafundar að breytingar sé krafist af málsaðila. Segir í dómi Hæstaréttar að hvorugur aðila hafi á nokkru stigi meðferðar málsins krafist breytingar á ákvörðun hluthafafundarins með þeim hætti sem gert var í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða Landsréttar hafi því verið í andstöðu við lög um hlutafélög og lög um meðferð einkamála. Málið hafi því verið dæmt á röngum grundvelli. Var málinu því vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira