Með samstöðu náum við árangri Drífa Snædal skrifar 5. júní 2020 14:30 Það var gleðilegt að sjá svo marga mæta á Austurvöll á miðvikudag í samstöðu gegn rasisma þótt tilefnið væri ömurlegt. Verkalýðshreyfingin er hreyfing lýðræðis, mannréttinda og friðar. Hreyfing almennings gegn öflum sem sundra og kúga. Þess vegna hljóta samtök vinnandi fólks að taka stöðu með hinum kúguðu gegn kerfisbundinni niðurlægingu og valdbeitingu. Staða mála í Bandaríkjunum er svo alvarleg að hún ógnar friði þar í landi og þar með heimsfriðnum. Um leið varpar hún ljósi á kerfisbundið kynþáttamisrétti sem þrífst um allan heim. Það er því þörf á friðarsamstöðu sem aldrei fyrr. Munum að sterkasta aflið gegn inngrónu misrétti og stofnanabundnum rasisma er samstaða. Þar dugar ekkert minna en fjöldahreyfing og við skulum öll vera hluti af henni. Á innlendum vettvangi náði ASÍ að afstýra stórslysi um síðustu helgi í tengslum við lagasetningu um greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti. Góðu heilli og eftir mikinn þrýsting samþykkti Alþingi að gera breytingar í þá veru að fyrirtækjum beri að endurráða fólk á sömu kjörum og það var á. Þetta skilyrði gildir í 6 mánuði frá uppsögn. Það er því ekki hægt að fá fé úr ríkissjóði til að greiða fólki á uppsagnarfresti og ætla svo að endurráða það á lakari kjörum. Þetta skipti miklu máli og er til marks um hvað sameinuð verkalýðshreyfing getur gert. Ég hvet fólk til að kynna sér réttindi sín í tengslum við úrræði stjórnvalda, það er töluverð hætta á að réttindi glatist ef ekki er fylgst með. Þar er stéttarfélagið þinn bakhjarl. Munum að njóta sólar og sumars eftir erfiðan vetur, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Það var gleðilegt að sjá svo marga mæta á Austurvöll á miðvikudag í samstöðu gegn rasisma þótt tilefnið væri ömurlegt. Verkalýðshreyfingin er hreyfing lýðræðis, mannréttinda og friðar. Hreyfing almennings gegn öflum sem sundra og kúga. Þess vegna hljóta samtök vinnandi fólks að taka stöðu með hinum kúguðu gegn kerfisbundinni niðurlægingu og valdbeitingu. Staða mála í Bandaríkjunum er svo alvarleg að hún ógnar friði þar í landi og þar með heimsfriðnum. Um leið varpar hún ljósi á kerfisbundið kynþáttamisrétti sem þrífst um allan heim. Það er því þörf á friðarsamstöðu sem aldrei fyrr. Munum að sterkasta aflið gegn inngrónu misrétti og stofnanabundnum rasisma er samstaða. Þar dugar ekkert minna en fjöldahreyfing og við skulum öll vera hluti af henni. Á innlendum vettvangi náði ASÍ að afstýra stórslysi um síðustu helgi í tengslum við lagasetningu um greiðslu launakostnaðar á uppsagnarfresti. Góðu heilli og eftir mikinn þrýsting samþykkti Alþingi að gera breytingar í þá veru að fyrirtækjum beri að endurráða fólk á sömu kjörum og það var á. Þetta skilyrði gildir í 6 mánuði frá uppsögn. Það er því ekki hægt að fá fé úr ríkissjóði til að greiða fólki á uppsagnarfresti og ætla svo að endurráða það á lakari kjörum. Þetta skipti miklu máli og er til marks um hvað sameinuð verkalýðshreyfing getur gert. Ég hvet fólk til að kynna sér réttindi sín í tengslum við úrræði stjórnvalda, það er töluverð hætta á að réttindi glatist ef ekki er fylgst með. Þar er stéttarfélagið þinn bakhjarl. Munum að njóta sólar og sumars eftir erfiðan vetur, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar