Telur Ísland ekki vera að heltast úr markaðssetningarlestinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 20:42 Ferðamenn gætu farið að tínast til landsins næsu mánuði. Vísir/vilhelm Ferðamenn sem líklegir eru til millilandaferðalaga næstu mánuði telja Ísland einn af öruggustu áfangastöðum sem völ er á með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Þetta herma niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir Breta, Bandaríkjamenn og Þjóðverja. Fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu segir að erlend fjölmiðlaumfjöllun um góðan árangur Íslands í baráttunni við veiruna hafi verið góð markaðssetning og Ísland sé því ekki að missa af lestinni í þeim efnum. Því var velt upp í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær að þegar leitað væri á netinu að öruggustu löndum heims með tilliti til kórónuveirunnar kæmu upp listar hvar Ísland væri hvergi að finna. Lýst var yfir áhyggjum af því að Ísland væri þannig að missa af lestinni hvað varðar markaðssetningu sem öruggt Covid-land á erlendri grundu. Daði Guðjónsson fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki taka undir að Ísland væri að missa af lestinni og benti á niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir innan „kjarnamarkaðssvæða“, þ.e. Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Þar kemur bersýnilega í ljós að það ríkir mikið traust gagnvart Íslandi sem áfangastað og sem landi að berjast gegn Covid-19. Eins og hefur komið fram í fréttum, Ísland skapar sér heimsathygli fyrir árangurinn,“ sagði Daði. „Þegar fólk er spurt opið, hvaða löndum treystirðu og Ísland er þar á meðal, 70 prósent af þessum ferðamönnum sem eru líklegri til að ferðast fyrr en aðrir þegar landamæri fara að opnast segjast treysta Íslandi gagnvart því að taka vel á málefnum varðandi Covid-19. Við erum þar á pari við Danmörku, Þýskaland og Kanada.“ Þá benti Daði á að umfjöllun erlendra fjölmiðla um árangur Íslands í baráttunni við veiruna hefði verið mjög mikil – og komið Íslandi rækilega á kortið í þessum efnum. „Það má líka geta þess að bara frá í lok febrúar og fram í miðjan maí var búið að birta um 50 þúsund fréttir í erlendum miðlum um árangur Íslands í tengslum við Covid. Og við sjáum það bersýnilega í könnununni að það er að skila sér til ferðamannanna sem eru kannski að huga að ferðalagi á næstu mánuðum og við erum á meðal þeirra efstu af löndunum sem eru að vinna gegn þessu ástandi,“ sagði Daði. „En þetta er áskorun með Ísland og smæð landsins að við fáum ekki að vera með á þessum listum því verg landsframleiðsla er ekki nógu há til að þeir taki okkur inn á þessa lista.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Ferðamenn sem líklegir eru til millilandaferðalaga næstu mánuði telja Ísland einn af öruggustu áfangastöðum sem völ er á með tilliti til kórónuveirufaraldursins. Þetta herma niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir Breta, Bandaríkjamenn og Þjóðverja. Fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu segir að erlend fjölmiðlaumfjöllun um góðan árangur Íslands í baráttunni við veiruna hafi verið góð markaðssetning og Ísland sé því ekki að missa af lestinni í þeim efnum. Því var velt upp í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar í gær að þegar leitað væri á netinu að öruggustu löndum heims með tilliti til kórónuveirunnar kæmu upp listar hvar Ísland væri hvergi að finna. Lýst var yfir áhyggjum af því að Ísland væri þannig að missa af lestinni hvað varðar markaðssetningu sem öruggt Covid-land á erlendri grundu. Daði Guðjónsson fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann vildi ekki taka undir að Ísland væri að missa af lestinni og benti á niðurstöður könnunar á vegum Íslandsstofu sem lögð var fyrir innan „kjarnamarkaðssvæða“, þ.e. Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Þar kemur bersýnilega í ljós að það ríkir mikið traust gagnvart Íslandi sem áfangastað og sem landi að berjast gegn Covid-19. Eins og hefur komið fram í fréttum, Ísland skapar sér heimsathygli fyrir árangurinn,“ sagði Daði. „Þegar fólk er spurt opið, hvaða löndum treystirðu og Ísland er þar á meðal, 70 prósent af þessum ferðamönnum sem eru líklegri til að ferðast fyrr en aðrir þegar landamæri fara að opnast segjast treysta Íslandi gagnvart því að taka vel á málefnum varðandi Covid-19. Við erum þar á pari við Danmörku, Þýskaland og Kanada.“ Þá benti Daði á að umfjöllun erlendra fjölmiðla um árangur Íslands í baráttunni við veiruna hefði verið mjög mikil – og komið Íslandi rækilega á kortið í þessum efnum. „Það má líka geta þess að bara frá í lok febrúar og fram í miðjan maí var búið að birta um 50 þúsund fréttir í erlendum miðlum um árangur Íslands í tengslum við Covid. Og við sjáum það bersýnilega í könnununni að það er að skila sér til ferðamannanna sem eru kannski að huga að ferðalagi á næstu mánuðum og við erum á meðal þeirra efstu af löndunum sem eru að vinna gegn þessu ástandi,“ sagði Daði. „En þetta er áskorun með Ísland og smæð landsins að við fáum ekki að vera með á þessum listum því verg landsframleiðsla er ekki nógu há til að þeir taki okkur inn á þessa lista.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15 Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36 Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Auglýsingastofan umdeilda ætlar að herja á tvær túristatýpur Auglýsingaherferð bresku auglýsingastofunnar M&C Saatchi og íslensku auglýsingastofunnar Peel í tengslum við markaðsverkefnið „Ísland - Saman í sókn“ mun herja á tvær týpur af ferðamönnum sem forsvarsmenn M&C Saatchi telja líklegri en aðrir til þess að ferðast núna. 4. júní 2020 20:15
Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Gjaldþrot blasir við stórum hluta þeirra rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofa sem starfa í landinu vegna algers tekjuhruns. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn blasa við sem komi bæði til móts við ferðaskrifstofur og viðskiptavini þeirra. 4. júní 2020 13:36
Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Bretar eru sagðir hafa mikinn áhuga á norðurljósum. 4. júní 2020 07:24