Vellíðan skólanemenda Gunnar Einarsson skrifar 4. júní 2020 13:30 Í Garðabæ er framsækið og öflugt skólastarf á öllum skólastigum þar sem hagsmunir nemenda eru ávallt í fyrirrúmi. Vellíðan barna er forsenda árangurs hvort sem það er í námi eða félagslegri tengslamyndum og mikilvægt að hlúa að andlegri heilsu nemendanna okkar alveg eins og líkamlegri. Garðabær er nú að fara af stað með tilraunaverkefni í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Mín líðan fyrir börn á elsta stigi grunnskóla Garðabæjar sem eru að glíma við kvíða. Nemendurnir munu eiga kost á nokkrum viðtölum við sálfræðing í fjarþjónustu í gegnum netið þar sem þau fá aðstoð og leiðbeiningar. Fyrstu viðtölin fara af stað nú í lok vorannar í Sjálandsskóla en verða svo í boði í fleiri skólum Garðabæjar fram að áramótum þegar verkefnið verður tekið út og endurmetið. Með því að bjóða upp á þessa nýjung sem felst í þessu tilraunaverkefni er verið að bæta við þá mikilvægu sálfræðiþjónustu sem þegar er til staðar og veitt af sálfræðingum sem starfa hjá fræðslusviði Garðabæjar. Við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja Við sem störfum hjá og fyrir Garðabæ höfum það að leiðarljósi að standa vörð um vellíðan nemenda. Eitt af aðalfyrirheitum Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var að efla aðgengi að sérfræðingum innan skólanna, svo sem náms- og starfsráðgjöfum og sálfræðingum. Tilraunaverkefnið „Mín líðan“ er liður í að efna það kosningaloforð. Fyrir tveimur árum ritaði ég grein sem bar heitið „Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt“ og á það enn við sem þar var ritað. Aukin vanlíðan ungmenna er ekki vandamál eins heldur verðum við sem samfélag að takast á við það í sameiningu hvort sem það eru leik- og grunnskólar sveitarfélaga eða stofnanir ríkis, frístunda- og íþróttafélög, foreldrar og allir sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Við í Garðabæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ er framsækið og öflugt skólastarf á öllum skólastigum þar sem hagsmunir nemenda eru ávallt í fyrirrúmi. Vellíðan barna er forsenda árangurs hvort sem það er í námi eða félagslegri tengslamyndum og mikilvægt að hlúa að andlegri heilsu nemendanna okkar alveg eins og líkamlegri. Garðabær er nú að fara af stað með tilraunaverkefni í samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Mín líðan fyrir börn á elsta stigi grunnskóla Garðabæjar sem eru að glíma við kvíða. Nemendurnir munu eiga kost á nokkrum viðtölum við sálfræðing í fjarþjónustu í gegnum netið þar sem þau fá aðstoð og leiðbeiningar. Fyrstu viðtölin fara af stað nú í lok vorannar í Sjálandsskóla en verða svo í boði í fleiri skólum Garðabæjar fram að áramótum þegar verkefnið verður tekið út og endurmetið. Með því að bjóða upp á þessa nýjung sem felst í þessu tilraunaverkefni er verið að bæta við þá mikilvægu sálfræðiþjónustu sem þegar er til staðar og veitt af sálfræðingum sem starfa hjá fræðslusviði Garðabæjar. Við ætlum ekki að láta okkar eftir liggja Við sem störfum hjá og fyrir Garðabæ höfum það að leiðarljósi að standa vörð um vellíðan nemenda. Eitt af aðalfyrirheitum Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var að efla aðgengi að sérfræðingum innan skólanna, svo sem náms- og starfsráðgjöfum og sálfræðingum. Tilraunaverkefnið „Mín líðan“ er liður í að efna það kosningaloforð. Fyrir tveimur árum ritaði ég grein sem bar heitið „Kvíði skólabarna varðar samfélagið allt“ og á það enn við sem þar var ritað. Aukin vanlíðan ungmenna er ekki vandamál eins heldur verðum við sem samfélag að takast á við það í sameiningu hvort sem það eru leik- og grunnskólar sveitarfélaga eða stofnanir ríkis, frístunda- og íþróttafélög, foreldrar og allir sem koma að uppeldi og umönnun barna og ungmenna. Við í Garðabæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.