Takmarkanir á skólastarfi mögulega með öðrum hætti komi önnur bylgja Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 12:45 Skólastarf var víða takmarkað frá byrjun mars og fram í maí. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að endurmeta þurfi takmarkanir á skólastarfi ef komi til annarrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Staðreyndir sem lúti að börnum varðandi Covid, það að veiran smitist lítið milli barna, að börn verði lítið veik og þau smiti nánast ekkert, gætu orðið til að takmarkanir verði með öðrum hætti. Þetta ræddi hún í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Skólum var víða lokað eða takmarkanir gerðar á skólastarfi þegar faraldur kórónuveiru barst hingað til lands. Nokkrum grunnskólum var lokað og í öðrum skólum var nemendum skipt í hópa til að forðast smit milli þeirra. Kennsla í grunnskólum takmarkaðist við tuttugu nemenda hópa, öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum féll niður og íþrótta- og sundkennslu var breytt í hreyfingu á skólalóð. Þá var matarþjónusta í skólum takmörkuð víða og nemendum var ekki heimilt að vera saman í frímínútum nema innan síns árgangs. Margir skólar takmörkuðu einnig tíma sem nemendur mættu í skólann og gátu nemendur í sumum grunnskólum mætt daglega en aðeins í nokkra klukkutíma í senn. Á leikskólum var börnum skipt upp í fámenna hópa og voru þeir að mestu aðskildir. „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís. Sprengisandur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu. 29. maí 2020 07:46 Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima Margir kennarar í Finnlandi eru ekki ánægðir með ákvörðunina að opna skólana á ný. 14. maí 2020 10:03 Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. 7. maí 2020 11:13 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að endurmeta þurfi takmarkanir á skólastarfi ef komi til annarrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Staðreyndir sem lúti að börnum varðandi Covid, það að veiran smitist lítið milli barna, að börn verði lítið veik og þau smiti nánast ekkert, gætu orðið til að takmarkanir verði með öðrum hætti. Þetta ræddi hún í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Skólum var víða lokað eða takmarkanir gerðar á skólastarfi þegar faraldur kórónuveiru barst hingað til lands. Nokkrum grunnskólum var lokað og í öðrum skólum var nemendum skipt í hópa til að forðast smit milli þeirra. Kennsla í grunnskólum takmarkaðist við tuttugu nemenda hópa, öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum féll niður og íþrótta- og sundkennslu var breytt í hreyfingu á skólalóð. Þá var matarþjónusta í skólum takmörkuð víða og nemendum var ekki heimilt að vera saman í frímínútum nema innan síns árgangs. Margir skólar takmörkuðu einnig tíma sem nemendur mættu í skólann og gátu nemendur í sumum grunnskólum mætt daglega en aðeins í nokkra klukkutíma í senn. Á leikskólum var börnum skipt upp í fámenna hópa og voru þeir að mestu aðskildir. „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís.
Sprengisandur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu. 29. maí 2020 07:46 Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima Margir kennarar í Finnlandi eru ekki ánægðir með ákvörðunina að opna skólana á ný. 14. maí 2020 10:03 Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. 7. maí 2020 11:13 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu. 29. maí 2020 07:46
Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima Margir kennarar í Finnlandi eru ekki ánægðir með ákvörðunina að opna skólana á ný. 14. maí 2020 10:03
Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. 7. maí 2020 11:13