Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 14:48 Frá óeirðunum í Minnesota í nótt. AP/John Minchillo Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. Þúsundir hunsuðu útgöngubann í borginni í nótt og kom til umfangsmikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Þá var kveikt í byggingum í óeirðum í borginni. Walz segist vera að kalla út fleiri þjóðvarðliða og vonast til að þeir verði um 1.700 í kvöld. Hann segir það samt varla duga til og er að íhuga að þiggja boð alríkisyfirvalda og fá herlögreglu til borgarinnar. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samkvæmt New York Times, skipað hernum að undirbúa meðlimi herlögreglunnar fyrir flutning til Minneapolis. More than 1,000 additional Citizen-Soldiers and Airmen are activating today. This is in addition to the 700 that were on duty as of late last night. This represents the largest domestic deployment in the Minnesota’s National Guard’s 164-year history. pic.twitter.com/aV9NOFv5uo— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 30, 2020 Ríkisstjórinn sagðist þó þeirrar skoðunnar að það myndi líklega ekki duga til. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan í Minneapolis að skotið hafi verið á lögregluþjóna þar en engan hafi þó sakað. Víða um Bandaríkin hefur komið til átaka og hafa margir orðið fyrir skotum. Mótmælaölduna sem gengur nú yfir Bandaríkin má rekja til dauða George Floyd. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis á mánudaginn. Myndbönd af dauða Floyd fóru eins og eldur í sinu um internetið. Á þeim á sjá lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Aðrir lögregluþjónar höfðu áhyggjur AP fréttaveitan segir skýrslur lögreglunnar sýna að aðrir lögregluþjónar á vettvangi lýstu yfir áhyggjum af stöðu Floyd en að Chauvin hafi hunsað það. Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thoa á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði annar lögregluþjónn hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Vilja sjálfstæða krufningu Bráðabirgðaniðurstöður krufningar segja Floyd hafa dáið af nokkrum ástæðum. Í niðurstöðunum segir að hann hafi dáið vegna þess að hann hafi verið í járnum, undirliggjandi heilsukvilla og ölvunar. Ekkert kemur fram varðandi mögulega köfnun. Fjölskylda Floyd hefur farið fram að á sjálfstæði krufning fari fram. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. Þúsundir hunsuðu útgöngubann í borginni í nótt og kom til umfangsmikilla átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Þá var kveikt í byggingum í óeirðum í borginni. Walz segist vera að kalla út fleiri þjóðvarðliða og vonast til að þeir verði um 1.700 í kvöld. Hann segir það samt varla duga til og er að íhuga að þiggja boð alríkisyfirvalda og fá herlögreglu til borgarinnar. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur samkvæmt New York Times, skipað hernum að undirbúa meðlimi herlögreglunnar fyrir flutning til Minneapolis. More than 1,000 additional Citizen-Soldiers and Airmen are activating today. This is in addition to the 700 that were on duty as of late last night. This represents the largest domestic deployment in the Minnesota’s National Guard’s 164-year history. pic.twitter.com/aV9NOFv5uo— MN National Guard (@MNNationalGuard) May 30, 2020 Ríkisstjórinn sagðist þó þeirrar skoðunnar að það myndi líklega ekki duga til. Samkvæmt AP fréttaveitunni segir lögreglan í Minneapolis að skotið hafi verið á lögregluþjóna þar en engan hafi þó sakað. Víða um Bandaríkin hefur komið til átaka og hafa margir orðið fyrir skotum. Mótmælaölduna sem gengur nú yfir Bandaríkin má rekja til dauða George Floyd. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis á mánudaginn. Myndbönd af dauða Floyd fóru eins og eldur í sinu um internetið. Á þeim á sjá lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Aðrir lögregluþjónar höfðu áhyggjur AP fréttaveitan segir skýrslur lögreglunnar sýna að aðrir lögregluþjónar á vettvangi lýstu yfir áhyggjum af stöðu Floyd en að Chauvin hafi hunsað það. Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu Chauvin og Tou Thoa á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði annar lögregluþjónn hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Myndbandið má nálgast hér en rétt er að vara lesendur við efni þess. Vilja sjálfstæða krufningu Bráðabirgðaniðurstöður krufningar segja Floyd hafa dáið af nokkrum ástæðum. Í niðurstöðunum segir að hann hafi dáið vegna þess að hann hafi verið í járnum, undirliggjandi heilsukvilla og ölvunar. Ekkert kemur fram varðandi mögulega köfnun. Fjölskylda Floyd hefur farið fram að á sjálfstæði krufning fari fram.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira