Fangelsaður fyrir að klípa í rass flugþjóns á leið til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2020 10:53 Maðurinn var á leið til Íslands með Easy Jet. Getty/Michael Kappeler Breskur togarasjómaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa kynferðislega áreitt flugþjón í flugi Easy-Jet til Íslands í október á síðasta ári. Breskir fjölmiðlar greina frá og segja að maðurinn hafi verið til vandræða í fluginu. Hann hafi falið karton af 400 sígarettum undir sæti sínu og brugðist ókvæða við þegar honum var tjáð að hann gæti ekki keypt meira áfengi um borð. Einn af flugþjónunum um borð bað sjómanninn þá um að hafa sig hægan, það endaði með því að maðurinn greip þéttingsfast um aðra rasskinn flugþjónsins. Þegar flugþjónninn lét sjómanninn vita að hann myndi tilkynna atvikið til lögreglu. „Þú ert ekki Breti ef þú heldur að þetta sé kynferðislegt ofbeldi,“ er maðurinn sagður hafa kallað á eftir flugþjóninum er hann var að ganga frá kvörtun vegna málsins. Var hann einnig sakaður um að hafa hreytt ókvæðisorðum að flugþjóninum og að hafa elt hann eftir gangi flugvélarinnar. Sjómaðurinn var handtekinn við komuna til Íslands og sendur rakleiðis aftur til Bretlands þar sem lögregla tók á móti honum í Manchester. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa áreitt flugþjóninn á kynferðislegan hátt. Hefur hann alls verið sakfelldur 30 sinnum fyrir 108 mismunandi brot á löngum sakaferli. Var hann dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir hegðun sína um borð í flugvélinni auk þess sem að hann verður settur á skrá yfir kynferðisbrotamenn í sjö ár. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Breskur togarasjómaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa kynferðislega áreitt flugþjón í flugi Easy-Jet til Íslands í október á síðasta ári. Breskir fjölmiðlar greina frá og segja að maðurinn hafi verið til vandræða í fluginu. Hann hafi falið karton af 400 sígarettum undir sæti sínu og brugðist ókvæða við þegar honum var tjáð að hann gæti ekki keypt meira áfengi um borð. Einn af flugþjónunum um borð bað sjómanninn þá um að hafa sig hægan, það endaði með því að maðurinn greip þéttingsfast um aðra rasskinn flugþjónsins. Þegar flugþjónninn lét sjómanninn vita að hann myndi tilkynna atvikið til lögreglu. „Þú ert ekki Breti ef þú heldur að þetta sé kynferðislegt ofbeldi,“ er maðurinn sagður hafa kallað á eftir flugþjóninum er hann var að ganga frá kvörtun vegna málsins. Var hann einnig sakaður um að hafa hreytt ókvæðisorðum að flugþjóninum og að hafa elt hann eftir gangi flugvélarinnar. Sjómaðurinn var handtekinn við komuna til Íslands og sendur rakleiðis aftur til Bretlands þar sem lögregla tók á móti honum í Manchester. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa áreitt flugþjóninn á kynferðislegan hátt. Hefur hann alls verið sakfelldur 30 sinnum fyrir 108 mismunandi brot á löngum sakaferli. Var hann dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir hegðun sína um borð í flugvélinni auk þess sem að hann verður settur á skrá yfir kynferðisbrotamenn í sjö ár.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira