Hægt verður að taka á móti 10 til 15 flugvélum á dag í Keflavík Heimir Már Pétursson skrifar 26. maí 2020 20:00 Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á fóru allt að fjörtíu þúsund manns um Keflavíkurflugvöll á degi hverjum. Nú er reiknað með að hægt verði að hleypa þúsund manns inn í landið á dag fyrstu vikurnar eftir að landamærin verða opnuð. Vísir/Vilhelm Reiknað er með að hægt verði að afgreiða allt að fimmtán flugvélar á dag til að byrja með á Keflavíkurflugvelli eftir opnun landamæranna. Flugfélög eru áhugasöm um flug hingað til lands en eru varkár í yfirlýsingum. Icelandair er eina flugfélagið sem lýst hefur yfir að það muni hefja áætlunarflug í einhverri mynd um leið og landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Ísavía segir að enn ríki mikil óvissa um hve margir farþegar muni koma til landsins. Nú sé gengið út frá að hægt verði að taka 500 til þúsund veirusýni á dag á flugvellinum. Ísavía reiknar með að hægt verði að taka á móti tíu til fimmtán flugvélum á dag á Keflavíkurflugvelli fyrstu vikurnar eftir að landið verður opnað.Stöð 2/Arnar „En ef við horfum til dæmis á síðasta ár þá vorum við með í kringum 160 farþega í hverri flugvél. Þannig að við erum að tala um á bilinu tíu til fimmtán flugvélar á dag,“ segir Guðmundur Daði. Það er ekki stór dagur í venjulegu árferði á Keflavíkurflugvelli en vissulega betra ástand en verið hefur undanfarnar vikur. „Tvö þúsund og átján á stærstu dögum ársins voru í kringum fjörtíu þúsund farþegar að koma um flugvöllinn. Þannig að jú, þetta er tiltölulega lítið miðað við hvernig umferðin var áður á flugvellinum,“ segir Guðmundur Daði. Ísavía bíði enn eftir ítarlegri tillögum frá sóttvarnalækni í tengslum við ákvörðun yfirvalda til að hægt verði að útfæra eftirlitið á Keflavíkurflugvelli. „En við erum í mjög nánu sambandi við flugfélögin. Erum að reyna að átta okkur á því hvenær geti farið að rofa til,“ segir Guðmundur Daði. Engu að síður er ljóst að komur ferðamanna á þessu ári verða ekki svipur hjá sjón miðað við þær tvær milljónir ferðamanna sem komið hafa árlega til landsins undanfarin nokkur ár. En áætlanir gerðu ráð fyrir að 26 flugfélög flygju hingað í sumar. „Við verðum vör við að það er áhugi á landinu og það er áhugi á ferðum. En hvort það leiði til þess að hér verði mikið af flugfélögum að fljúga á næstu mánuðum er ómögulegt að segja á þessum tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Bandarísku flugfélögin American Airlines, Delta og United og kanadíska flugfélagið Air Canada hafa þegar tilkynnt að þau muni ekki fljúga til Íslands í sumar. Keflavíkurflugvöllur Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. 26. maí 2020 18:39 Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. 26. maí 2020 15:44 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Reiknað er með að hægt verði að afgreiða allt að fimmtán flugvélar á dag til að byrja með á Keflavíkurflugvelli eftir opnun landamæranna. Flugfélög eru áhugasöm um flug hingað til lands en eru varkár í yfirlýsingum. Icelandair er eina flugfélagið sem lýst hefur yfir að það muni hefja áætlunarflug í einhverri mynd um leið og landamærin verða opnuð hinn 15. júní. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Ísavía segir að enn ríki mikil óvissa um hve margir farþegar muni koma til landsins. Nú sé gengið út frá að hægt verði að taka 500 til þúsund veirusýni á dag á flugvellinum. Ísavía reiknar með að hægt verði að taka á móti tíu til fimmtán flugvélum á dag á Keflavíkurflugvelli fyrstu vikurnar eftir að landið verður opnað.Stöð 2/Arnar „En ef við horfum til dæmis á síðasta ár þá vorum við með í kringum 160 farþega í hverri flugvél. Þannig að við erum að tala um á bilinu tíu til fimmtán flugvélar á dag,“ segir Guðmundur Daði. Það er ekki stór dagur í venjulegu árferði á Keflavíkurflugvelli en vissulega betra ástand en verið hefur undanfarnar vikur. „Tvö þúsund og átján á stærstu dögum ársins voru í kringum fjörtíu þúsund farþegar að koma um flugvöllinn. Þannig að jú, þetta er tiltölulega lítið miðað við hvernig umferðin var áður á flugvellinum,“ segir Guðmundur Daði. Ísavía bíði enn eftir ítarlegri tillögum frá sóttvarnalækni í tengslum við ákvörðun yfirvalda til að hægt verði að útfæra eftirlitið á Keflavíkurflugvelli. „En við erum í mjög nánu sambandi við flugfélögin. Erum að reyna að átta okkur á því hvenær geti farið að rofa til,“ segir Guðmundur Daði. Engu að síður er ljóst að komur ferðamanna á þessu ári verða ekki svipur hjá sjón miðað við þær tvær milljónir ferðamanna sem komið hafa árlega til landsins undanfarin nokkur ár. En áætlanir gerðu ráð fyrir að 26 flugfélög flygju hingað í sumar. „Við verðum vör við að það er áhugi á landinu og það er áhugi á ferðum. En hvort það leiði til þess að hér verði mikið af flugfélögum að fljúga á næstu mánuðum er ómögulegt að segja á þessum tímapunkti,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson. Bandarísku flugfélögin American Airlines, Delta og United og kanadíska flugfélagið Air Canada hafa þegar tilkynnt að þau muni ekki fljúga til Íslands í sumar.
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. 26. maí 2020 18:39 Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56 Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. 26. maí 2020 15:44 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Jafnvel fleiri væntanlegir til landsins en áður var gert ráð fyrir Ljóst sé að auka þurfi afkastagetu við veiruprófanir á landamærunum. 26. maí 2020 18:39
Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. 26. maí 2020 17:56
Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Fyrrverandi forstjóri Icelandair telur ólíklegt að hlutafjárútboð félagsins muni laða til sín marga nýja fjárfesta. 26. maí 2020 15:44