„Gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. maí 2020 11:00 Anna Steinsen segir mikilvægt að styrkja liðsheildina í kjölfar samkomubanns. Vísir/Vilhelm Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN segir mjög mikilvægt í kjölfar samkomubanns að vinnustaðir gangi markvisst í hópefli. Það eigi einmitt við nú þegar margar áskoranir eru framundan, óvissan er mikil og vinnufélagar víða að hittast á ný, jafnvel aðeins að hluta þar sem uppsagnir hafa einnig verið víða. „Það hefur sjaldnast verið jafn mikilvægt og núna að huga að vinnustöðum og starfsfólki þeirra til að takast á við breyttar aðstæður og þær áskoranir sem hafa skapast. Það er lykilatriði að styrkja hópinn, efla liðsheildina og hvern einstakling fyrir sig innan heildarinnar,“ segir Anna. Í fjölmiðlum berast fréttir um að framundan sé eitt mesta samdráttarskeið í heila öld. Að mati Önnu getur hópefli létt verulega á því álagi sem þessari stöðu fylgir. Með sterkri liðsheild eru okkur allir vegir færir, hvort sem það er í íþróttum, stofnunum eða fyrirtækjum. Þegar einstaklingum líður vel í starfi og vinna út frá sínum styrkleikum þá aukast afköst,“ segir Anna. Hún segir samkomubannið vissulega hafa reynt á og mörgum finnist þeir hafa misst stjórn. Viðhorfið er hins vegar alltaf okkar eigið. „Síðustu vikur hafa reynt á mjög marga og nú er tími til þess að halda í gleðina og þrautseigjuna. Við vitum ekki hvað er framundan og það er ýmislegt sem við getum ekki stjórnað. Það sem við getum þó haft stjórn á er okkar eigið viðhorf, hvernig við förum í gegnum daginn,“ segir Anna. Síðustu vikurnar hafa margir verið að vinna fjarvinnu og setið heilu og hálfu stundirnar fyrir framan skjáinn á Teams eða fundum. En nú höfum við lært að tæknin er engin hindrun því þótt fjarlægðarmörk séu enn í gangi víða, er hægt að standa fyrir rafrænum fyrirlestrum eða gera eitthvað skemmtilegt saman með aðstoð fjarfundarbúnaðar eins og Kahoot á Zoom. Þá segir Anna hópefli ekkert endilega þurfa að felast í stórum viðburðum eða samkomum sem víðast hvar hafa fallið niður að minnsta kosti um sinn. Einfaldar leiðir séu vel færar til að styrkja hópinn. Finnum því gleðina í litlu hlutunum, hrósum samstarfsmanni, gefum af okkur, gleðjum aðra og gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn,“ segir Anna sem hvetur alla vinnustaði til að ganga markvisst í að styrkja liðsheildina og efla hópinn. Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN segir mjög mikilvægt í kjölfar samkomubanns að vinnustaðir gangi markvisst í hópefli. Það eigi einmitt við nú þegar margar áskoranir eru framundan, óvissan er mikil og vinnufélagar víða að hittast á ný, jafnvel aðeins að hluta þar sem uppsagnir hafa einnig verið víða. „Það hefur sjaldnast verið jafn mikilvægt og núna að huga að vinnustöðum og starfsfólki þeirra til að takast á við breyttar aðstæður og þær áskoranir sem hafa skapast. Það er lykilatriði að styrkja hópinn, efla liðsheildina og hvern einstakling fyrir sig innan heildarinnar,“ segir Anna. Í fjölmiðlum berast fréttir um að framundan sé eitt mesta samdráttarskeið í heila öld. Að mati Önnu getur hópefli létt verulega á því álagi sem þessari stöðu fylgir. Með sterkri liðsheild eru okkur allir vegir færir, hvort sem það er í íþróttum, stofnunum eða fyrirtækjum. Þegar einstaklingum líður vel í starfi og vinna út frá sínum styrkleikum þá aukast afköst,“ segir Anna. Hún segir samkomubannið vissulega hafa reynt á og mörgum finnist þeir hafa misst stjórn. Viðhorfið er hins vegar alltaf okkar eigið. „Síðustu vikur hafa reynt á mjög marga og nú er tími til þess að halda í gleðina og þrautseigjuna. Við vitum ekki hvað er framundan og það er ýmislegt sem við getum ekki stjórnað. Það sem við getum þó haft stjórn á er okkar eigið viðhorf, hvernig við förum í gegnum daginn,“ segir Anna. Síðustu vikurnar hafa margir verið að vinna fjarvinnu og setið heilu og hálfu stundirnar fyrir framan skjáinn á Teams eða fundum. En nú höfum við lært að tæknin er engin hindrun því þótt fjarlægðarmörk séu enn í gangi víða, er hægt að standa fyrir rafrænum fyrirlestrum eða gera eitthvað skemmtilegt saman með aðstoð fjarfundarbúnaðar eins og Kahoot á Zoom. Þá segir Anna hópefli ekkert endilega þurfa að felast í stórum viðburðum eða samkomum sem víðast hvar hafa fallið niður að minnsta kosti um sinn. Einfaldar leiðir séu vel færar til að styrkja hópinn. Finnum því gleðina í litlu hlutunum, hrósum samstarfsmanni, gefum af okkur, gleðjum aðra og gerum eitthvað fyrir starfsmannahópinn,“ segir Anna sem hvetur alla vinnustaði til að ganga markvisst í að styrkja liðsheildina og efla hópinn.
Stjórnun Vinnumarkaður Góðu ráðin Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Starfsmenn sem ljúga Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Sjá meira