Biður hóp ungmenna afsökunar vegna áreitis á tjaldsvæði á Selfossi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 22:14 Frá tjaldsvæðinu Gesthúsum. Facebook/Gesthús Elísabet Jóhannsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins Gesthúsa á Selfossi, hefur beðið hóp ungmenna sem varð fyrir áreiti og aðkasti ungra manna á tjaldsvæðinu aðfaranótt laugardags afsökunar á viðbrögðum starfsmanns svæðisins þegar ungmennin kvörtuðu undan mönnunum. Þá er ungmennunum boðin full endurgreiðsla fyrir dvölina á tjaldsvæðinu. Afsökunarbeiðnin birtist í gær í yfirlýsingu Elísabetar á Facebook-síðu Gesthúsa. Þar segir að starfsmenn tjaldsvæðisins harmi atvikið „þegar fimm manna hópur ungra manna áreitti hóp ungmenna á tjaldsvæði Gesthúsa,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Fjallað var um málið á vef DV í gær og rætt við eina stúlkuna úr hópnum sem varð fyrir aðkastinu. Í frétt DV segir að ungmennin séu öll fædd árið 2001, fimm stelpur og einn strákur. Í samtali við DV segir stúlkan, sem kemur ekki fram undir nafni, að mennirnir hafi tjaldað nálægt þeim. Þeir hafi strax byrjað að spila tónlist hátt og að drekka áfengi. Á einum tímapunkti hafi mennirnir svo komið og farið að „böggast í þeim.“ „Þegar þeir voru búnir að koma tvisvar til okkar renndum við fyrir tjaldið svo þeir kæmu ekki inn. En það stoppaði þá ekki í að áreita okkur því einn þeir renndi upp tjaldinu og öskraði eitthvað inn í það, fór síðan um og sparkaði í tjaldið. Við vorum mjög stressuð því þeir voru blindfullir og öskrandi beint við hliðina á tjaldinu okkar,“ er haft eftir stúlkunni á DV. Hún segir að þau hafi kvartað þrívegis undan mönnunum við starfsmann tjaldsvæðisins en það eina sem hann gerði var að fara til ungu mannanna, segja þeim að það hefðu borist kvartanir um hávaða og biðja þá um að hafa lægra. Í yfirlýsingu Gesthúsa segir að öryggi gesta á tjaldsvæðinu hafi ávallt verið haft í hávegum. Það sé meðal annars ástæða þess að sólarhringsvakt sé á staðnum á sumrin svo gestir geti náð í starfsmann á svæðinu þegar eitthvað kemur upp á. „Þegar starfsmaður okkar fór til drengjanna að ræða við þá vegna kvartana sem höfðu borist, þá voru þeir afar kurteisir og náðu að fela raunverulega hegðun sína fyrir honum. Þegar litið er til baka og við heyrum upplifun þessa hóps sem dvaldi hjá okkur þá sjáum við mæta vel að ekki var brugðist rétt við. Ofbeldishótanir eru óboðlegar með öllu móti og hefði verið réttast að fá lögregluaðstoð þá og þegar. Það er því miður raunin að það koma fyrir uppákomur þar sem við bregðumst ekki nægilega vel við og notum við þau atvik til þess að læra af þeim og bæta þá þjónustu sem boðin er upp á hér á tjaldsvæðinu. Við viljum biðja hópinn sem varð fyrir aðkasti á tjaldsvæðinu innilegrar afsökunar og bjóðum fulla endurgreiðslu. Að lokum þá viljum við hvetja alla til að standa saman gegn ofbeldi og ekki vera smeyk við að fá lögregluaðstoð þegar ofbeldi er annars vegar,“ segir í yfirlýsingu Gesthúsa. Að því er fram kemur í frétt DV er málið komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi. Árborg Tjaldsvæði Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira
Elísabet Jóhannsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins Gesthúsa á Selfossi, hefur beðið hóp ungmenna sem varð fyrir áreiti og aðkasti ungra manna á tjaldsvæðinu aðfaranótt laugardags afsökunar á viðbrögðum starfsmanns svæðisins þegar ungmennin kvörtuðu undan mönnunum. Þá er ungmennunum boðin full endurgreiðsla fyrir dvölina á tjaldsvæðinu. Afsökunarbeiðnin birtist í gær í yfirlýsingu Elísabetar á Facebook-síðu Gesthúsa. Þar segir að starfsmenn tjaldsvæðisins harmi atvikið „þegar fimm manna hópur ungra manna áreitti hóp ungmenna á tjaldsvæði Gesthúsa,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Fjallað var um málið á vef DV í gær og rætt við eina stúlkuna úr hópnum sem varð fyrir aðkastinu. Í frétt DV segir að ungmennin séu öll fædd árið 2001, fimm stelpur og einn strákur. Í samtali við DV segir stúlkan, sem kemur ekki fram undir nafni, að mennirnir hafi tjaldað nálægt þeim. Þeir hafi strax byrjað að spila tónlist hátt og að drekka áfengi. Á einum tímapunkti hafi mennirnir svo komið og farið að „böggast í þeim.“ „Þegar þeir voru búnir að koma tvisvar til okkar renndum við fyrir tjaldið svo þeir kæmu ekki inn. En það stoppaði þá ekki í að áreita okkur því einn þeir renndi upp tjaldinu og öskraði eitthvað inn í það, fór síðan um og sparkaði í tjaldið. Við vorum mjög stressuð því þeir voru blindfullir og öskrandi beint við hliðina á tjaldinu okkar,“ er haft eftir stúlkunni á DV. Hún segir að þau hafi kvartað þrívegis undan mönnunum við starfsmann tjaldsvæðisins en það eina sem hann gerði var að fara til ungu mannanna, segja þeim að það hefðu borist kvartanir um hávaða og biðja þá um að hafa lægra. Í yfirlýsingu Gesthúsa segir að öryggi gesta á tjaldsvæðinu hafi ávallt verið haft í hávegum. Það sé meðal annars ástæða þess að sólarhringsvakt sé á staðnum á sumrin svo gestir geti náð í starfsmann á svæðinu þegar eitthvað kemur upp á. „Þegar starfsmaður okkar fór til drengjanna að ræða við þá vegna kvartana sem höfðu borist, þá voru þeir afar kurteisir og náðu að fela raunverulega hegðun sína fyrir honum. Þegar litið er til baka og við heyrum upplifun þessa hóps sem dvaldi hjá okkur þá sjáum við mæta vel að ekki var brugðist rétt við. Ofbeldishótanir eru óboðlegar með öllu móti og hefði verið réttast að fá lögregluaðstoð þá og þegar. Það er því miður raunin að það koma fyrir uppákomur þar sem við bregðumst ekki nægilega vel við og notum við þau atvik til þess að læra af þeim og bæta þá þjónustu sem boðin er upp á hér á tjaldsvæðinu. Við viljum biðja hópinn sem varð fyrir aðkasti á tjaldsvæðinu innilegrar afsökunar og bjóðum fulla endurgreiðslu. Að lokum þá viljum við hvetja alla til að standa saman gegn ofbeldi og ekki vera smeyk við að fá lögregluaðstoð þegar ofbeldi er annars vegar,“ segir í yfirlýsingu Gesthúsa. Að því er fram kemur í frétt DV er málið komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi.
Árborg Tjaldsvæði Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sjá meira